RIMILEI DANCE

Skrifað 20. febrúar 0000, kl. 10:20

Hér kemur "Rimilei dansinn" sem Jóhanna skrifaði niður og sendi á mig.

  1. Tylla hægri fæti fram í Basic Egypt stöðu og um leið og lag byrjar gera hringi með höndum niðri við mjaðmir og færa þær smám saman upp á við beint út frá hliðum, þannig að það myndast hringur, x 8 taktar. Þegar þær eru komnar upp fyrir höfuð, halda þá hringjunum áfram (s.s. úlnliðahringjum) og núna að hafa hendurnar fyrir framan líkamann á leiðinni niður, x 8 taktar.
  2. Venjulegt Maya með mjöðmunum, fyrst til hægri á 1,2 og hægri hendi dregst upp með mjöðminni og fylgir síðan mjöðminni síðan út til hægri, síðan gera með vinstri mjöðm 3,4, og endurtaka hægri og vinstri. Maya heldur áfram, aftur hægra megin, en núna fer hægri handleggur þannig að að olnbogi vísar niður beint út frá hlið og höndin er í axlarhæð og lófinn snýr upp (handleggurinn myndar V með lófann upp í loft) 1,2. Alveg eins vinstra megin 3,4. Aftur hægra megin, og eina breytingin með hendurnar er að núna snýr lófinn niður þegar maya er gert með hægri mjöðm og eins vinstra megin, 5,6,7,8.
  3. Snúa núna líkamanum út til hliðar þannig að hægri hlið snýr fram. V/hendleggur er beint upp á við og sá hægri vísar beint fram frá öxl. Tvö basic egypt m/sparki m/hægri fæti 1,2,3,4, síðan er hægri mjöðm slegið niður tvisvar á 5,6 og stigið í hægri fót til að skipta yfir á hina hliðina á 7 og vinstri fæti tyllt niður í basic egypt stöðu á 8. Spor endurtekið með vinstri hliðina fram, síðan er stigið í vinstri fót á 7 og saman með þann hægri á 8 til að snúa sér beint fram tilbúnar í næsta spor.
  4. Opposite maya fyrst vinstra megin 1,2, svo hægri á 3,4, síðan að tylla hægra tábergi í gólf aðeins f/framan hinn fótinn og um leið krossa höndum f/framan efri maga, hægri yfir þá vinstri á 5,6, síðan út til hliða og pósa þar á 7 og svo fer brjóstkassi snöggt upp og niður á “og 8”.
  5. Hægri fæti er tyllt út beint til hliðar ská í hægra horn og hægri handleggur fylgir með teygður út frá hlið á 1 og inn aftur á 2 (þannig að núna snýr líkaminn í vinstra horn), alveg eins með vinstri fót og handlegg á 3,4. Síðan 2 pelvis camel í vinstra hornið á 5,6,7,8 og handleggir eru beint niður með hliðum og hendur vísa út frá úlnliðum og lófar niður í gólf. Síðan endurtekið með hægri fót og hendi út og inn á 1,2, og líka með vinstri fót á 3,4, en við notum vinstra sporið núna til þess að snúa líkamanum yfir í hitt hornið, þannig að núna snýr hann yfir í hægra hornið. Og núna gerum við 2 pelvis camel í hægra hornið á 5,6,7,8 og hendur alveg eins og hinu megin.
  6. Úr pelvis camel sporinu að þá förum við í það sem ég kalla spánska spor. Þá er hægra fæti tyllt beint út til hliðar og hægri handleggur teygist í átt að vinstra horninu, s.s. þvert yfir brjóstkassann á 1,2, og svo endurtekið með vinstri fæti og v/hendi á 3,4. Þetta er endurtekið á 5,6,7,8. Síðan eru gerð tvö Maya með hægri mjöðm eingöngu og við ferðumst aðeins til hægri í sporinu með því að stíga í fótinn út til hægri þegar við lyftum upp mjöðminni á 1, og færum vinstri fótinn að þeim hægri á 2, alveg eins á 3,4. Í þessu spori að þá vísar vinstri hendleggur beint upp frá öxl og sá hægri beint út til hliðar frá öxl og við gerum úlnliða hringi með höndum um leið og við gerum Maya spor . Spor er endurtekið út til vinstri hliðar á 5,6,7,8. Síðan byrjum við aftur á spánska spori og endurtökum allt þetta spor aftur.
  7. Þegar við höfum klárað Maya spor út til vinstri að þá snúum við í hring út á hægri hlið á 1,2,3 og tyllum vinstri fæti beint út á 4 og skvettum vinstri mjöðm um leið. Hendur eru í grunnstöðu. Alveg eins hringur svo til vinstri, hægra fæti tyllt út í lokin og skvett með hægri mjöðm. Síðan skvettum við hægri mjöðm út til hægri tvisvar sinnum á 1,2, út til vinstri á 3,4 og síðan gerum við tvo mjaðmahringi á 5,6,7,8 og þá liggja handleggir niður með hliðum, olnbogar vísa aðeins út og lófar snúa að mjöðmum örlítið frá. Allt spor endurtekið tvisvar.
  8. Spor nr. 2 endurtekið nema núna í styttri útgáfu. Aðeins 4 Maya á 8 töktum (í stað 8 á 16 töktum) og hendur fylgja mjöðmum eins og áður á fyrstu 2 eingöngu, og síðan búum við til V beint út frá hægri hlið með hægri handlegg og lófi snýr upp með Maya nr. 3 og eins vinstra megin með Maya nr. 4
  9. Spor nr. 3 endurtekið.
  10. Spor nr. 4 endurtekið, nema að núna er bara opposite maya 4 sinnum á 8 töktum v/h/v/h.
  11. Spor nr. 5 endurtekið.
  12. Spor nr. 6 endurtekið, nema að núna er það gert bara einusinni í heild sinni í stað tvisvar.
  13. Spor nr. 7 endurtekið.
  14. Við snúum beint fram og gerum shimmy í 2 x 8 takta. Þegar við byrjum liggja handleggir niður með hliðum og hendur eru fattar upp þannig að lófar vísa út til hliðanna. Á fyrstu 8 töktunum að þá færum við hendur upp á við þannig að hægri handleggur fer aðeins út til hliðar og sá vinstri færist að vinstri hlið líkamans á 1,2, síðan alveg eins út til vinstri á 3,4, og hendur færast alltaf ofar, alveg eins út til hægri hliðar á 5,6 og núna eru hendur komnar upp í höfuðhæð og endurtekið út til vinstri hliðar á 7,8. Síðan er allt gert eins á næstu 8 töktum nema að hendur færast aftur niður með hliðum.
  15. Spor nr. 7 endurtekið.
  16. Spor nr. 8 endurtekið alveg eins nema að núna bætist við lokahnykkur. Þegar að vinstri lófi hefur opnast upp í loft í fylgd með Maya sporinu með vinstri mjöðm að þá tyllum við fram hægri fæti í basic egypt stöðu á 8 og hendur lyftast um leið upp yfir höfuð og handarbök snúa saman. Síðan rétt í lokið að þá kemur smá auka “whoop” frá söngkonunni og á þessu “whoopi” að þá lítum við snöggt upp og endum dansinnn þannig.

ENDIR - Jóhanna Jónas, 16.10.05


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)