SPÁNSKI SLÆÐUDANSINN
Hér kemur "Spánski Slæðudansinn" sem Jóhanna skrifaði niður og sendi á mig.
- Labba í stóran hring (ef pláss leyfir) – slæðu haldið uppi að aftan milli beggja handa, vel strekkt, og blaktir, x 8 taktar.
- Labba í annan hring og slæða blaktir áfram að aftan, nema núna sveiflast handleggir aðeins upp og á víxl, x 8 taktar.
- Áfram í hring, 2 stóra (eða litla, eftir plássi), og núna slæðu-twist um líkama x3 (1 á x 4 töktum), enda snúandi fram og niður með slæðu að aftan á 5,6 og upp síðan á 7, tilbúin í næsta skref.
- Hægri fótur tylltur út til hliðar og hægri hlið snýr á ská fram, snögg 8 m/hægri hendi x 3 taktar og á 4 takti sveiflast handleggurinn fast aftur. Skipta hratt yfir á vinstri fót á 5 takti og byrja um leið að endurtaka með v/hendi. Allt x 2
- 2 hringir á staðnum til v. og slæða strekkt f/aftan axlir, hendur út til hliðanna, x 8 taktar, enda fram og skipta yfir á hægri tvo hringi alveg eins x 8. Enda fram og láta slæðu síga niður að aftan og síðan upp með hana alveg strekkta upp f/haus á “1.2.3.4 og svo”....
- Basic egypt fram m/hægri og svo vinstri x 4 t, síðan stíga hægri fótur fram (5) og sveifla slæðu fram m/h/hendi og vinstri fótur fram (6), þá fer v/hendi undir þá hægri og líkaminn snýr til baka á h/fót (7) og vinstri (8), tilbúinn til að gera sama spor til baka með bak í áhorf. Allt x 2 og enda á að snúa fram í áhorf.
- Maya í x 8 t., byrja m/hægri, slæða fer niður m/hliðum x 4 t. að mjöðmum og síðan sveifla henni smá út til hliða í 4 t. m sitthvorri mjöðm í mayanu.
- Opposite maya x 6 t. byrja v/mjöðm og slæða upp f/höfuð, út m/hliðum um leið, mjaðmir staðnæmast og hendur niður beint út frá hliðum á 7, 8.
- Slæðu sveiflað upp á hægri handlegg um leið og líkami snýr á ská og tvö camel í hægra hornið x 4 t. skipt strax yfir í v/horn og slæðu sveiflað upp á v/handlegg um leið og byrjað er á tveimur camel í v/horn x 4 t. Síðan 1 hringur á staðnum til vinstri með slæðu uppi á handleggjum x 4 t. og kasta slæðu af á 5 á strax tilbúnar í næsta spor.
- Spor 4 endurtekið.
- Spor 5 endurtekið, nema að núna fara hendur í mjúkt butterfly (s.s. sveiflast á víxl upp og niður) í hringjunum, og líka, að eftir að maður endar fram í áhorf. úr hringjunum til hægri að þá snýr maður sér út að vinstri hlið og slæðan upp fyrir höfuð strekkt á “1.2.3.4 og svo”.
- Spor 6 endurtekið, nema að núna labbar maður til vinstri og snýr sér til að labba út til hægri. Í síðasta skiptið sem maður labbar út til hægri að þá gerir maður 1 twist (byrjar m/h/hendi) um líkamann 5,6,7,8 og endar m/h/hendi strekkta út frá öxl og v/hendi við höfuð að aftan, snúandi aðeins á ská fyrir næsta spor.
- Twist m/áherslu á hægri mjöðm, á tánum, pínulítið á ská í hægra horn, og h/hendi, strekkt út til hægri, fer aðeins á móti h/mjöðm x 8 t., skipta yfir til vinstri og twist til vinstri x 4 t. snúa í snöggan v/hring, slæða strekkist upp f/ofan höfuð á 5,6 og síðan skvett m/mjöðm til hægri svo vinstri á 1,2, bylgja upp á “og 3”, kasta slæðu fram yfir höfuðið á “og 4” og draga sig tilbaka í átt að upphafstað fætur hægri/vinstri/hægri á 5,6 vinstri/hægri/vinstri á 7,8, og slæða sveiflast mjúkt til hægri hliðar og vinstri hliðar, endurtekið x 4 t. til hægri og vinstri og á síðustu 5,6,7,8 að þá stígur maður í hægri/vinstri/h/v í miðjunni og róar slæðuna niður að framan og endar m/hendur út frá hliðum í mjaðmahæð.
- Kasta slæðu upp yfir höfuðið og labba fram h/v/h og shimmy axlir, kasta slæðu fram og labba til baka h/v/h, shimmy axlir x 8 t. Allt x 2.
- Slæða endar fyrir framan líkamann, sveifla henni upp á hægri handlegg og snúa í hring til vinstri x 4 t., skipta yfir á vinstri handlegg og snúa í hring til hægri x 4 t., Allt x 2
- El Toro spor til hægri fyrst. Byrja samt á því að sveifla niður slæðu af v/ handlegg og tylla h/fæti út á 1,2, síðan fara í El Toro spor með því að setja v/fót f/aftan hægri og v/hendi fer yfir þá hægri, sú hægri sveiflast síðan út strekkt beint út frá öxl og sú vinstri fer á hægri öxl sjálfa. Síðan opnar maður og fer yfir á vinstri hlið með því að stíga v/h/v og El Toro gert vinstra megin. Síðan opna aftur yfir á hægri og endurtaka báðu megin, hvorutveggja x 8 t.
- Eftir að El Toro klárar v/megin lyfta þá upp h/hendinni úr El Toro stöðunni og fara beint fram í fossa sporið, x 4 t. fram á við og x 4 t. afturábak. Það x 2.
- Úr lokastöðu fossasporsins afturábak, halda v/hendi upp við höfuðið að aftan og reisa h/hendi upp til að fara í tvo butterfly hringi bara með h/hendi strekkta. S.s. sveifla h/hendinni niður framm til áhorf á leiðinni í fyrsta hringinn 1,2, alveg eins í seinni hringnum 3,4 og úr seinni hringnum á 5,6,7,8 að skipta þá yfir á vinstri handar butterfly með því að lyfta v/hendi frá höfði, fara m/hana yfir þá hægri, síðan að fara m/hægri hendi yfir þá vinstri og sú vinstri strekkist út til vinstri, beint frá öxl og 2 butterfly hringir endurteknir til hægri og skipta aftur yfir á hægri hendi strekkta út á síðustu 5,6,7,8, þannig að h/hendi er strekkt út beint frá h/öxl f/næsta spor.
- Endurtaka twist sporið létt í hægra horn, en í þetta skiptið bara 6 t. til hægri, skipta yfir til vinstri á 7,8,1,2 og snúa í snöggan hring eins og áður til vinstri á 3,4, og eins og áður skvetta hægri mjöðm, svo vinstri á 1,2, bylgja upp á “og 3”, sleppa því að kasta fram slæðunni núna á 4, bara að halda henni strekktri uppi tilbúnar fyrir næsta spor.
- L spor til baka í átt að upphafstöðu í 2 x 8 t. og hendur fara niður með hliðum, strekktar út, alla leið á x 8 t. og síðan upp alla leið aftur á x 8 t.
- Endurtaka spor 3, s.s. 2 stóra hringi með 3 twist um líkaman, allt eins nema að á síðustu 5,6,7,8 að þá köstum við slæðu mjúklega fram fyrir líkamann og endum með hana niðri fyrir framan tilbúnar fyrir næsta spor.
- Endurtaka spor 14 og enda með slæðuna niðri fyrir framan líkamann.
- Lyfta slæðu upp yfir höfuð úr þeirri stöðu og snúa tvo hringi á staðnum til vinstri með slæðu strekkta mjúklega út uppi yfir höfðinu x 8 t., halda áfram að snúa til vinstri á staðnum x 4 t. nema að sleppa núna slæðunni úr v/hendinni, stoppa framm og á síðustu 4 t. sveifla slæðunni í hring um höfuðið m/h/hendinni til vinstri og enda á því að kasta henni frá í lokaposu m/hægri fót tylltan út til hægri, vinstri hendi beint upp og h/hendi beint út frá öxl yfir til vinstri.
ENDIR - Jóhanna J