Fyrsta magadansljósmyndunin
Myndir úr fyrstu magadansljósmynduninni minni með Josy hjá Lauru Valentino, haustið 2001.
Myndirnar bera þess merki að vera teknar af mjög óþægu módeli sem átti erfitt með að taka þetta of alvarlega ... ég á svolítið erfitt með að velja myndir í þennan reit og leyfi fleiru að flakka en er líklega skynsamlegt ... ég hef bara svo ofboðslega gaman af þessum myndum!
Í myndatökunni var ég í fyrsta heimasaumaða búningnum mínum. Ég hannaði meira að segja munstrið á pilsinu sjálf og þrykkti það! Metnaðurinn var svo mikill í gamla daga.