Tiktakdom - hópdans

Skrifað 22. september 2003, kl. 00:37

Vá, þetta verður nú meiri törnin í magadansi núna á næstunni, til að ná að læra allt fyrir danssýninguna í Tjarnarbíói 11. október! Í kvöld lærðum við einn af þremur hópdönsum sýningarinnar, en hann er dansaður við sama lag og körfudansinn.

Dansinn heitir TIKTAKDOM og er dansaður í tveimur línum þvert yfir sviðið, hærri stelpurnar í aftari röðinni og þær lægri í fremri röðinni

Allar stelpurnar eru með slæður sem eru girtar ofaní strenginn á pilsinu í mjóbakinu og halda í efri horn slæðanna með sitt hvorri hendinni.

Þar sem að ég kann bara sporin fyrir aftari línuna, skrifa ég þau bara niður hér.

Ég vil taka það fram að ég hef tónlistina ekki við höndina þegar ég skrifa þetta núna, þannig að það gætu verið smávillur, þó ég sé næstum viss um að svo sé ekki.

  1. það koma allir inná sviðið í tveimur halarófum, og ganga inn fyrst með hægri fót fyrir framan: stíga, saman, stíga
    vinstri (skipt um fót): stíga, saman, stíga
    hægri stígur svo fram og aftur, og á sama tíma blökum við slæðunum með fram og aftur
    endurtaka sporið í heild sinni þrisvar, þar til allir eru komnir á sinn stað
  2. 16 sinnum opposite maya
  3. tvista fyrst í heilan hring til hægri, svo heilan til vinstri
  4. dúa, teikna U með líkamanum, til hægri (færa þungann af vinstri fæti yfir á þann hægri) og axlir fram h/v/h/v
    dúa til vinstri, axlir
    dúa til hægri, axlir
    snúa heilan hring til vinstri, enda með bogin hné, rétta úr sér og gera axlashimi í leiðinni
  5. endurtaka lið númer 4
  6. 12 sinnum opposite maya
  7. 8 spor áfram, táin fram, hægri og vinstri til skiptis, body-tranco (body-bump) í hverju skrefi
    fyrstu tvö skrefin eru gerð með hendurnar út til hliðanna, næstu tvö með hendurnar krossaðar fyrir framan bringuna, svo tvö með hendur út, og tvö með þær krossaðar
    snúa svo baki í áhorfendur og endurtaka skrefin, vso maður endi aftur þar sem maður byrjaði
  8. snúa fram, taka tvö mjaðma-bömp-skref með vinstri og sveifla slæðunum í axlahæð til vinstri í takt,
    snúa baki í áhorfendur, tvö mjaðma-bömp með hægri, sveifla slæðum í takt,
    snúa fram, tvö bömp til vinstri og slæður með
    snúa aftur, tvö bömp til hægri og slæður með
  9. tvista með bakið í áhorfendur alla leið aftur til baka
  10. snúa fram, höfuð til hliðar h/v, axlir fram h/v
  11. endurtaka sporasamsetninguna í liði 1 tvisvar (ekki fjórum sinnum)
  12. ganga svo aftur á bak með, basic egypt hliðar spori, fyrst með vinstri, svo hægri, stoppa svo og gera snákahandleggjahreyfingar út til hliðanna, halda svo áfram með vinstri og hægri skrefum og enda svo aftur á handleggjunum
  13. endurtaka lið 2
  14. endurtaka lið 3
  15. endurtaka lið 4
  16. 4 eight front
  17. 4 eight back
  18. 4 hringi með efri helming búksins
  19. snúa til hægri og taka 4 pelvis-camel-skref áfram
  20. snúa fram, 4 maya
  21. snúa til hægri, taka 4 camel-skref aftur á bak
  22. endurtaka lið 20
  23. endurtaka lið 18
  24. lófar sirka saman og hendur við hægri kinn, taka átta folkloric-skref (kaleesh-skref) til hægri (en snúa efri búk til hliðar, en neðri búk fram), snúa í fyrstu tveimur skrefunum að áhorfendum, í næstu tveimur frá þeim, svo í tveimur að þeim, og síðustu tveimur frá þeim, hendurnar skipta um hliðar líka
    hendur skipta um kinn og svo eru sömu skrefin tekin til baka, en núna bara fyrst með bakið í áhorfendur, snúa svo fram, svo aftur og enda frammi
  25. 4 opposite maya
  26. 8 skref fram með búk-bömpi
  27. 4 skref aftur á bak með basic egypt til hliðanna, byrjað á vinstri
  28. snúa svo til vinstri og halda áfram að bakka með basic egypt til hliðanna, v/h/v, snúa svo í heilan hring
  29. endurtaka lið 11, með hægri hliðina ennþá í áhorfendum
  30. endurtaka lið 3
  31. endurtaka lið 10
  32. 4 opposite maya
  33. hendur upp, sleppa slæðunum á leiðinni og enda með hendur beint uppi

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)