Dansarnir sem "BYRJENDUR 1" læra

Skrifað 28. janúar 2004, kl. 18:49

AQUILA (Kiss Kiss dansinn) og NAGILA (trommudansinn)

ATH ... "fr" = fram, "aft"= aftur, "h"= hægri, "v"= vinstri

Aquila (KissKiss)

  1. snákahandleggjahreyfingar (hendur út til hliðanna og hreyfa axlirnar afturábak í hringi í víxl)
  2. Harðar snákahandleggjahreyfingar þegar tónlistin verður harðari
  3. snúa á ská til vinstri - basic egypt spor m/ hægri fæti (fr, aft, fr, fr - aft, fr, aft, aft), endurtaka.
  4. snúa fram - basic egypt fyrst með hægri, skipta um fót, með vinstri, skipta um fót og svo aftur með hægri (sama hendi og fótur fer fram með sporinu), svo hendur niður með síðu og tveir hraðir mjaðmahringir, endurtaka.
  5. snúa á ská til vinstri, hendur niðri, hægri táin í gólfið og twista fr 4 sinnum, twista svo aft 4 sinnum, twista fr 4sinnum, twista aft 2 sinnum - snúa fram og gera 6 sinnum maya hratt.
    • snúa fr - skref til h og v og hendur niður en sópast með til h og v, svo hratt hliðar-saman-hliðar-skref til h og hrista axlirnar í leiðinni
    • skref til v og h, hendur niður en sópast með, hliðar-saman-hliðar til v og hrista axlir
    • skref til h og v, hendur niður en sópast með, hliðar-saman-hliðar til h og hrista axlir
    • skref til v og h, hendur niður en sópast með, snúa á ská til h, með vinstri tá í gólfið - mjaðmagrind aft, aft í takt við kossana í laginu
  6. endurtaka 6 nema víxla áttunum þannig að allt sem var til h verður til v og öfugt, og seinna kossasporið er gert til v.
  7. endurtaka 3-7
  8. snúa fram - stíga í hvhh vhvv hvhh með hendur út til hliðanna og hreyfa þær með mjöðmunum - snúa til h og gera 2 camel
  9. endurtaka nema ljúka með camel til v
  10. snúa fram - hendur niður með síðu, military-spor (tindáta-spor) 8 sinnum
  11. endurtaka 3,
  12. endurtaka 6 og 7
  13. endurtaka 6 og 7 aftur, nema fara með hægri hendina beint upp frá bringunni í síðasta kossinum.

Nagila

Trommutónlistin byrjar - og þegar kemur að hröðum "shimi"-kafla í laginu, færum við hendurnar upp, snúum uppá handleggi framávið og réttum svo hratt úr okkur þegar kemur að skýrum takti.

  1. basic egypt m/sparki 8 sinnum
  2. hægri tá fram og mjöðm upp-niður, endurtaka svo með vhv
  3. stíga til hægri og hrista axlir samtímis, endurtaka til vhv
  4. sveifla búk til hvhv, stíga svo til hægri og hrista axlirnar, endurtaka til vhv
  5. ganga á staðnum m/basic egypt, hægri fótur og hendi fram, endurtaka til vhvhvhv
  6. hægri tá í gólfið, mjöðm niður 1 sinni, endurtaka með vhv
  7. hægri tá í gólfið, mjöðm niður 2 sinnum, endurtaka með vhv
  8. hægri tá í gólfið, mjöðm niður 3 sinnum, endurtaka með vhv
  9. snúa fram, military á meðan mjaðmir fara niður, fara svo upp og hrista axlir í leiðinni, endurtaka 3 sinnum
  10. mjaðma-shimi í 8 takta - hendur fara rólega upp fyrir framan líkamann og svo út til hliðanna niður.
  11. sveifla hægri mjöðm og hægri hendi fr,aft,fr,aft,fr, endurtaka með vhv
  12. stíga í hægri fót, hrista axlir - stíga í v, hrista axlir - stíga í h, hrista axlir - stíga hratt í vhv, endurtaka 3 sinnum
  13. mjöðm út til hægri 4 sinnum með handahreyfingu, svo stóran hálf-hring til vinstri, endurtaka með vhv
  14. stíga 8 skref í hring til vinstri, h og v mjöðm skiptast á, hendur með.
  15. mjaðmir til hliðanna hvhvhv, hrista svo magann og hendur upp og út og niður í hring á meðan, endurtaka 3 sinnum.
  16. twista 4 sinnum með hægri fr, svo 4 aft, 4 fr, og 4 aft
  17. snúa baki - mjöðm niður, niður og kíkja svo yfir hægri öxl, endurtaka til vhv
  18. snúa hlið - mjaðmagrind afturábak í 6 takta, magi svo út í 6 takta, endurtaka til vhv
  19. hendur fram, stór hálfhringur frá h til v, í 4 töktum, svo 3 litlir hringir (1 hægur + 2 hraðir), endurtaka til hvh
  20. mjaðmir út til hliðanna 6 sinnum hægar, svo 3 sinnum hraðar, endurtaka 1 sinni
  21. military-walk 6 sinnum hægar, svo 3 sinnum hraðar, endurtaka 1 sinni
  22. military-walk í hring til vinstri í 15 takta
  23. hrista magann í lokin og hendur fara rólega upp með líkamanum, út og niður, svo upp aftur og enda uppi.

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)