Dansarnir sem "BYRJENDUR 2" læra
FATIMA (slæðudansinn) og MIRIAM (kertadansinn)
FATIMA - Við byrjum á því að krjúpa á gólfinu með slæðuna í beinni línu á bakvið okkur á gólfinu
- Hendur sveiflast og víxlast 3 sinnum í brjóstahæð, svo færum við höfuðið til hliðanna 3 sinnum, gerum þetta, krjúpandi á gólfinu, 4 sinnum.
- Sveiflum höndunum 3 sinnum og stöndum upp
- Sveiflum höndum 3 sinnum og færum höfuðið til hliðanna 3 sinnum, nú gerum við þetta standandi, 5 sinnum, í fyrsta skiptið eru hendur í brjóstahæð, í annað skiptið eru þær fyrir neðan höku, í það þriðja eru þær í andlitshæð, í það fjórðu rétt ofan við höfuð og síðast teygjum við hendurnar upp.
- Snúum okkur til vinstri, með hendur beinar í "L", og gerum "basic egypt" með hægri mjöðm í taktinum 1-12-1-12, snúum okkur svo til hægri og endutökum með vinstri mjöðm.
- Göngum tvö skref rólga til hægri og snúum okkur í hring, förum svo til baka til vinstri með eins skrefum og förum í hring.
- Báðar hendur til hægri (samkvæmisdansastelling) og hægri táin í gólfið og mjöðm aft,aft, endurtökum 7 sinnum með v,h,v,h,v,h,v.
- Vinstri hendi á eyra og hægri á mjöðm, færa mjöðm í fjórum höktum niður til vinstri, svo í öðrum fjórum upp til hægri, endurtaka einu sinni.
- Halda handastellingunni, sveifla mjöðmum fram og til baka, niður til vinstri og upp til hægri, átta sinnum.
- Standa beint fram með hendur uppi og láta hægri mjöðm detta niður, greiða hárið með vinstra handarbaki og láta vinstri mjöðm detta, greiða með hægri hendi og láta hægri mjöðm detta og svo vinstri aftur.
- Ganga fjórum sinnum fram og aftur með hægri fæti, hendur beint fram og iða mjúklega.
- Snúa til vinstri, hendur beint upp og mjaðmir aftur í taktinum 1-12, snúa svo fram í sömu stellingu og mjaðmir aftur í taktinum 1-12.
- Átta lítil skref til hægri í hálfhring og enda með bakið í speglana.
- Hægri táin í gólfið, mjöðm niður fjórum sinnum og búki snúið rólega til hægri á meðan, svo aftur fjórum sinnum á meðan við snúum okkur til baka, skiptum um tá í gólfi og endurtökum til vinstri.
- Hendur beint upp og átta "maya"
- Hægri táin í gólfið og krjúpa niður, náí slæðuna, sveifla henni á bak við okkur, standa upp, sveifla slæðunni fram fyrir okkur á meðan við snúum okkur fram að speglunum aftur.
- Átta sinnum áttur (fram eða afturábak-áttur)
- Hægri táin í gólfið og gerum átta hringi með brjóstkassanum.
- Vinstri táin í gólfið og gerum átta hringi með brjóstkassanum.
- Átta sinnum áttur, látum slæðuna svo síga niður á tveimur töktum.
- Slæðan er í augnhæð, trítlum til hægri í 16 litlum skrefum og færum höfuðið til hliðanna á meðan, endurtökum til vinstri
- Göngum tvö ör-skref til hægri og hægri hendi heldur slæðunni úti til hliðar, skiptum svo til vinstri og endurtökum þar til sporið hefur verið gert átta ainnum
- Basic egypt með hægri (mjöðmin upp) og slæðan niður á móti, endurtaka með v,h,v,h,v,h,v.
- Snúum okkur í tvo hringi til hægri og sveiflum slæðunni með í hægri hendi, skiptum svo og gerum eins í tvo vinstri hringi.
- Sveiflum slæðunni aftur fyrir okkur, komum henni fyrir á höfðinu, og gerum military (tindátasporið) um sextán sinnum.
- Endurtökum liði 21-23
- Höldum slæðunni í axlarhæð, hægri tá til vinstri og axlir slá 4 takta, táin í miðjunni og axlir slá taktinn, táin til vinstri + axlir, táin í miðjuna + axlir, táin til h + axlir, miðjuna + axlir, vinstri + axlir, miðjuna + axlir.
- Snúum slæðunni í fjóra stóra, fallega og rólega hringi í kringum okkur.
- Snúum slæðunni í fjóra hraðari hringi.
- Snúum okkur í hring og pössum okkur að slæðan endar uppi á bakvið okkur, missum svo slæðuna dramatískt í síðasta taktinum.
MIRIAM - Erum með lítil glös sem líkjast helst litlum koníaksglösum með breiðum fæti, í þeim eru kerti. Höldum glösunum í lófunum á milli löngutangar og vísifingurs.
- Höldum kertum út til hliðanna og gerum átta áttur framávið, í síðustu áttunum færast hendurnar niður að mjöðmum.
- Gerum fjórar áttur framávið, þegar við förum með hægri mjöðm til hliðar, þá fer hægri hendi út, vinstri hendi fer út með vinstri mjöðm, svo fara hendurnar að mjöðmunum í næstu áttuhreyfingum, fyrst hægri hendi með hægri mjöðm svo vinstri með vinstri, endurtökum þetta fimm sinnum (sex sinnum 4 áttur allt í allt, sumsé 24 áttur þar sem hendur fara út og að til skiptis)
- Átta taktar, gerum 6 "camel" (skeiðin) á tám og hendur fara upp rólega í fyrstu 4, hendur niður í næstu tvö, 7. taktinn notum við til standa kjurrar og þann síðasta til að líta niður í logann, endurtökum.
- Ganga í skálínu til vinstri, fjögur skref fram með basic egypt sporinu, h,v,h,v (hægri hendi fer fram með hægra fæti), svo göngum við tvö skref afturábak tilbaka h,v og hendur fara í hringi að okkur á meðan, svo stöndum við kjurrar í 7. takti en hendur fara upp og í þeim 8. fara hendur aftur niður. Endurtökum á ská til hægri, byrjum samt með hægra fæti.
- Hendur til hægri, shimi (hrista maga) 6 takta, í 7. takti fer hægri hendin upp og í þeim 8. fer hendin aftur niður og hægri mjöðmin til hliðar í leiðinni. Endurtökum til vinstri.
- Endurtökum lið 4, nema gerum skrefin í bæði skipti bara beint framávið.
- Svipað og liður 3, nema þegar við gerum camel í 6 takta, þá snúum við okkur í hægri hring og hendurnar fara fram og upp í fyrstu 3 töktunum og út til hliðanna og niður í næstu 3, svo stöndum við kjurrar og horfum niður eins og í hinu skrefinu
- Gerum fjórar áttur framávið
- Hægri hendi fer rólega upp og svo niður, vinstri hendi fer rólega upp og svo niður, svo teiknar h hendi hring uppávið, v hendi teiknar hring, h hendi teiknar hring og loks teiknar v hendi hring, og hendur krossast rólega fyrir framan okkur. Endurtökum.
- Hendur beint út til hliðanna og göngum í (spítukarla-)hring til hægri sem endar með vinstri mjöðm uppi, göngum í hring til vinstri og hægri mjöðm upp. Endurtaka.
- Endurtökum lið 5 tvisvar sinnum (shimi til h,v,h,v)
- Höfum átta takta til að ganga með basic egypt sporunum og koma okkur fyrir í hring.
- Göngum allar í halarófu til hægri í hringnum með basic egypt sporunum.
- Snúum inní hringinn gerum sporin úr lið 4, inn og útúr hringnum.
- Snúum útúr hringnum og gerum sporin úr lið 4, útúr og inní hringinn.
- Endurtökum lið 13.
- Snúum inní hringinn og förum með hendurnar í litla hringi að okkur og færum handleggina rólega uppávið í leiðinni, svo niður aftur, að andlitinu, og blásum á kertin.