Dansinn sem "FRAMHALD 3" lærir

Skrifað 12. febrúar 2004, kl. 00:39

"Tabla fun" (skemmtilegur tabladans)

Þessi dans er hraður og mjög skemmtilegur! Svona smá gríni blandað inní hann í lokin!

  1. Snúum í hring til vinstri
  2. Setjum þungann á hægri fót, og klöppum tvisvar hratt með lófana upp til hægri, færum svo þungann yfir á vinstri fót og klöppum tvisvar hratt með hendur upp til vinstri.
  3. Þunginn aftur á hægri fót, brjóstkassi upp til hægri og axla-shimi, þunginn á vinstri fót og axla-shimi til vinstri.
  4. Færum þungann fram og til baka frá h,v,h,v,h,v,h,v og gerum (rassa-)shimi á meðan (alls átta taktar)
  5. Snúum okkur til vinstri með vinstri hendi uppi, hægri mjöðm fer niður,niður (basic egypt), svo kiknum við í hnjám og búkurinn fer allur niður og strax aftur upp, hægri mjöðm fer aftur niður,niður, svo snúum við beint fram, tvistum og skiptum um hlið. Endurtökum svo til h,v,h (gerum allt í allt 4 sinnum)
  6. Gerum rassa-shimi og færum þungann frá h,v,h, (höldum á ósýnilegum bolta og færum hendur fram og til baka með mjöðmum í stórum hreyfingum) snúum svo í hálfhring, þannig að við endum með baki í speglana (og sveiflum ósýnilega boltanum uppfyrir höfum þegar við snúum okkur). Endurtökum þrisvar þannig að næst endum við í átt að speglunum, svo frá þeim og að lokum að þeim.
  7. Hendur upp á meðan við gerum rassa-shimi, svo gerum við tvo hula-hringi, kiknum í hnjám og förum upp aftur. Endutaka nema næst fara hendur niðurávið þegar við gerum shimi.
  8. Tökum tvö "kaixe-skref" framávið, (shimi, stígum svo fram með hægri eins og við séum að pissa á okkur, shimi, stígum fram með vinstri eins og við þurfum að pissa), snúum búk svo til hægri og gerum þrjú pelvis-camel (tígrisdýrið), aftur tvö kaixe-skref (með h,v), snúum búk til vinstri og gerum þrjú pelvis-camel.
  9. Snúum til hægri, búkur út, inn, út, inn (á meðan gerum við shimi), tveir hula-hringir, kiknum í hnjám og rísum upp aftur. Endurtökum þannig að við snúum til vinstri.
  10. Göngum á tám í hring til hægri í 16 töktum, skref: h,v,h, axla-shimi (stöndum á annarri tá á meðan), v,h,v, tvist(, h,v,h, axla-shimi, v,h,v, tvist.
  11. Tökum skref afturábak með hægri, gerum shimi, skref aftur með vinstri, shimi, aftur með hægri, shimi og aftur með vinstri, shimi. (Passa hendurnar í þessu spori, að fara ekki með þær of langt út til hliðanna).
  12. Snúa á ská til vinstri teygja sig niður að ökklum, rísa og labba í hring til hægri, shimi axlir. Labba í hring tilbaka, shimi axlir, teygja sig niður að ökklum.
  13. Fara í hring til vinstri og sveifla hárinu með í hringnum.
  14. Tvista á tám í 3/4 hring til hægri, vinstri hendin upp og sú hægri niðri, alls átta skref, og enda með hægri hliðna í átt að speglum.
  15. Klára hringinn með 6 military-sporum (enda aðeins á ská til vinstri), brjóstkassinn út, inn, út, út, 6 military-spor til hægri (enda á ská til hægri) og brjóstkassinn út, inn, út, út.
  16. Gera framávið-áttu með shimi, fyrst heila hraða (h+v), svo hæga (bara öðru megin), endurtaka þrisvar til viðbótar.
  17. Endurtaka lið 9.
  18. stíga í vinstri fót, hægri tá í gólf og gera 6 hröð og lítil bömp til hægri (hendur með), sipta svo með tvisti á milli og gera eins til vinstri, endurtaka aftur til hægri og svo vinstri.
  19. Shimi og hendur upp, húla, húla. Shimi og hendur niður, húla, húla.
  20. Endurtaka lið 8.
  21. 6 military-spor, lyfta hægri mjöðm með vinstri hendi.
  22. 6 military-spor, lyfta vinstri mjöðm með hægri hendi.
  23. 6 military-spor, lyfta brjóstum með báðum höndum.
  24. 6 military-spor, shimi kinnar (andliti!).
  25. Labba afturábak 4 skref
  26. Sveifla hári upp og til hliðanna og höndum með: h,v,h,v,h,v.
  27. Snúa í hring til vinstri og enda í pósu með hægri hliðina í spegilinn og hægri hendina upp.

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)