Dansinn sem "FRAMHALD 1" lærir
CLASSIC (dramatíski dansinn)
Dansinn heitir CLASSIC CHOREOGRAPHY, en lagið er ekki nema 3:23 mínútur þó eru í dansinum 30 mismunandi skref og stór hluti þeirra er nýr! Þessi dans er dansaður með mikilli innlifun og leikrænni tjáningu eins og maður skynji lagið inní sálinni.
- snúa fram, báðar hendur til hægri í brjóstahæð, og halla höfðinu til hægri, ganga í átta skrefum í hring til vinstri og enda aftur þannig að maður snýr áfram
- standa jafnfætis, snúa hödum við úlnliði og færa þær í stóran hring út og upp, og krossa þær svo á leiðinni niður með búknum
- snákahandleggir með hægri/vinstri/hægri, á meðan að búkurinn sígur niður
og snákahandleggir aftur með vinstri/hægri/vinstri þegar búkurinn fer aftur upp, - "pósa" til vinstri, standa í vinstri fót með þann hægri beint aftur, vinstri hendi upp og þá hægri beint fram af öxlum
- snúa höndum tvisvar,
- hægri fótur kiknar þrisvar svo að mjöðmin fer niður þrisvar
- hníga niður eins og smjör og rísa strax aftur teinrétt með pelvis-camel-hreyfingu
- snúa fram, standa með hægri fót frammi, hendur beint upp og teikna svo með þeim akkeri, "tranco" með búknum
- hendur fyrir andlit í lárétta stöðu og draga þær í sundur (evil hands/"slæðan"), "tranco" aftur með búknum
- "pósa" til hægri með báðar hedur upp til hægri (dramatískt)
snúa vinstri hendi niður og í stóran hring og upp aftur - snúa fram með hendur ennþá uppi, "shimi" og hendur í stóran hring niður með búknum, út og upp aftur
hendur uppi, mjaðma-bömp til hægri/vinstri/hægri - bakka um eitt skref, teikna akkeri með höndunum, gera tvö "tranco" með búknum
- "pósa" til vinstri, hægri handleggur tekur eins og skriðsundtak, basic egypt með hægri
"pósa" til hægri, vinstri handleggur tekur sundtakið, basic egypt til vinstri - hendur út til hliðanna, þumall og langatöng saman á báðum höndum, snúa í heilan hring til vinstri og færast til vinstri á leiðinni
- ganga "side-shimi" fram/aftur, snúa 90 gráður til vinstri
- ganga fram/aftur, snúa 90 gráður til vinstri
- ganga fram/aftur, snúa 90 gráður til vinstri
- ganga fram/aftur, snúa 90 gráður til vinstri (hendur í mjaðmahæð, lófar snúa að mjöðmum og hendur kjurrar og langatöng og þumallinn snertast)
- snúa fram, með hægri fót frammi, draga hendur í hring upp út og niður með búknum og loka þeim framan við líkamann eins og leikhústjöld sem eru að dragast fyrir
- axla-"tranco" með hægri/vinstri/hægri/vinstri, á meðan líkaminn sígur aðeins niður, "shimi" þegar líkaminn fer upp aftur og enda á "body-wave" sem lyftir hökunni í endann
- endurtaka axla-"tranco"ið, en fara síðan aftur upp bara með "body-wave"inu og enda með hökuna uppi
- snúa til vinstri með hægri fótinn fram, gera tvo hringi með hægri mjöðminni (í sömu átt og "eight-front") og fylgja henni eftir með hægri hendinni (lófinn niður, nema við mjöðm, þá snýr hann upp), gera svo tvö "body-wave" sem skilur hökuna eftir uppi
endurtaka hringina með hægri mjöðminni og "body-wave"ið - hendur fyrir andliti í láréttri stöðu, vinstri hendin ofar
ganga tvö "camel" til hægri og teygja svo hægri handlegg mjúklega til hægri og koma honum fyrir fyrir ofan þann vinstri
ganga svo tvö "camel" til vinstri og teygja vinstri handlegg til vinstri - ganga fram: sveifla vinstri fæti í stóran hálfhring framávið, taka svo minni skref með hægri/vinstri og hægri fóturinn nemur staðar
- "farida" til hægri (þegar vinstri fótur krossast á bakvið þann hægri, líkaminn sígur aðeins og svo eru gert "camel", hendurnar fljóta með hreyfingunni og rísa svo upp í "L")
- "farida" til vinstri
- ganga aftur á bak með vinstri/hægri/vinstri og hægri nemur staðar
- "farida" til hægri
- "farida" til vinstri
- endurtaka númer 11
- fjögur "mona"-skref til hægri, vinstri hendin beint upp og sú vinstri niðri á bak við líkamann, handleggir stífir og hendur snerta ekki líkamann, lófar snúa að líkamanum ... hendurnar fara upp og niður með "mona"-skrefinu
fjögur "mona"-skref til vinstri með sömu handahreyfingu - "reda":
- ganga til hægri með því að krossa vinstri fæti á bakvið/framanvið/bakvið þann hægri, snúa svo í heilan hring til vinstri
- "opposite maya" með hægri/vinstri/hægri/vinstri, hendur beint út til hliðanna og færast upp og niður á víxl í takt við mjaðmahreyfingarnar
- ganga til vinstri með því að krossa hægri fæti framanvið/bakvið/framanvið þann vinstri, snúa svo í heilan hring til vinstri
- "eight-front" með rassin svolítið aftur á bak til að byrja með, láta hendurnar synda fram og til baka í takt við átturnar, fyrst í maga hæð en þær færast svo ofar og ofar, á sama tíma réttist úr líkamanum, hendur enda beint uppi, hendur eru alltaf svolítið í sundur eins og þær séu að halda á bolta
- hendur í tvo hringi fyrir ofan höfuðið, þrjú "tranco" með búknum og í því þriðja fer höfuðið upp
endurtaka handahringina og "tranco"ið - átta sinnum "opposit maya" með snarpri áherslu í lok hverrar áttu, hendurnar uppi og snúast rólega, en hendin sem er þeim megin og mjöðmin sem fer niður í hvert skipti, er alltaf aðeins neðar en hin
- "dina down":
þetta eru mjaðmagrindahringir sem eru með áherslu þegar mjaðmirnar fara aftur, en á meðan færist búkurinn niður og hendurnar líka
svo færist búkurinn aftur upp með sömu "dina"-mjaðmahreyfingum og hendurnar fara rólega upp líka - endurtaka númer 17 (11)
- endurtaka númer 18
- endurtaka númer 19
- ganga "side-shimi" fram/aftur fjórum sinnum (snúa fram), hendur beint fram, byrja niðri og færast rólega upp fyrir höfuð með snákahreyfingunni framávið
- hendur snúast um hvora aðra fyir ofan höfuð, fjögur smágerð "mona"-skref til hægri, fætur krosslagðir allan tímann og hausinn til hliðanna í takt, gera sama skref til vinstri
- "heyyou":
- tilla hægri fæti fram og benda beint áfram með vísifingri vinstri handar (olnboginn er boginn), stíga í hægri fót og taka skref áfram, tilla vinstri fæti áfram og benda með hægri hendi, taka skrefið með vinstri, halda áfram og taka sama spor áfram með hægri/vinstri
- farida til hægri
- farida til vinstri
- "amany":
"pósa" með vinstri fót krossaðan á bakvið hægri fót og teygja báðar hendur til vinstri, halla höfðinu líka til vinstri
"pósa" alveg eins með hægri fótinn krossaðan á bakvið vinstri fót - endurtaka númer 1, og snúa svo í lítinn aukahring
- "dramatic end":
snúa fram, hægri hendi á enni (þannig að handabakið snertir ennið og langatöng og þumallinn snertast), vinstri hendin á mjóbakinu
hnykkja höfðinu aftur með hendina á enninu