Evil-dance
Þetta er dans sem að Rosanna kenndi okkur í gær, en þær Josy sömdu hann fyrir Arabísku kvöldin á Kaffi List (minnir mig), síðasta sumar, sem þær dönsuðu dansinn saman á. Það er ekkert "Evil" við dansinn, tónlistin er bara eitthvað svo "spooky" og dansinn dularfullur og hægur í byrjun, að áhrifin verða bara: "úúúúúúú - the evil dance". Og nafnið festist einfaldlega bara við dansinn! Svona upplifði ég þetta allavegana.
Dansinn er saminn fyrir tvo dansara sem dansa saman með eina slæðu, en auðvitað er hægt að dansa hann einn ef maður vill, ég skrifa dansinn sitt á hvað, stundum skrifa ég hvernig þær gerðu þetta saman og stundum hvernig Rosanna gerði dansinn ein í tímanum, það munar í raun mjög litlu.
slæðukafli
- Dansararnir halda saman á einni slæðu strekktri á milli sín, halda henni uppi svo þær sjáist ekki. Hendurnar eru uppi í miðjunni og iða rólega á meðan þær ganga rólega (í 8 hægum töktum) framávið og koma sér fyrir á réttum stað.
- Þær hætta að ganga og gera camel á bakvið slæðuna (í 4 hæga takta)
- Þá fara allar hendur niður (ekki missa slæðuna) og miðju hendurnar iða rólega (í 4 rólega takta).
- Missa slæðuna, hægri hendin fer rólega framávið upp (8 taktar) og niður aftur (8 taktar), svo fer vinstri hendin jafnhratt út til hliðar og upp, svo niður, og loksins fer hægri hendin jafnhratt út til hliðar og upp, og svo niður.
- Vinstri fóturinn krossast á bakviðþann hægri, og hendurnar fara báðar niður til hægri og upp í stóran hálfhring þar til þær teygjast beint upp, þá rísum við upp, með hendur ennþá uppi, og gerum fjórum sinnum "maya" hratt. Endurtaka.
- Hendur upp og krossast rólega fyrir ofan höfuðið, á meðan gerum við 8 sinnum opposite maya, 8 sinnum maya, 8 sinnum opposite maya og 8 sinnum maya.
- Endurtaka lið 5 tvisvar (þannig að við gerum hálfhringinn með höndunum fjórum sinnum alls)
- Snúa baki í spegilinn hrista rassinn til hliðanna í 16 takta: h/v/h/v/h/v/h/v/h/v/h/v/h/v/h/v.
- Ganga 6 áfram skref m/ h/v/h/v/h/v, kíkja yfir vinstri öxl, ganga 6 skref, kíkja yfir hægri öxl, (skrefið er: shimi, stíga með hægri eins og maður sé að pissa á sig, shimi, stíga pissa-á-sig-sporið með vinstri ...)
- Snúa sér við að speglunum, ganga áfram 6 skref, kíkja til hægri, ganga 6 skref, kíkja til vinstri.
- Military 16 sinnum á meðan að hendur fara rólega upp framávið. Svo aftur 16 sinnum á meðan hendur fara niður.
- Hendur út og lófar upp, standa kjurrar með fæturnar en snúa búnum og fara með magann út til hliðanna 16 sinnum, h/v/h/v...
- Endurtaka liði 9 og 10
- Hendur beint fram og iða mjúklega á meðan við förum niður með 8 sinnum maya til að ná í slæðuna sem við misstum.
- Förum upp aftur með 8 sinnum opposite maya.
- Gera pelvis-camel á bakvið slæðuna í 26 takta (ráðum hraðanum)
- IMPROVISATION-KAFLI, gerum það sem okkur sýnist, með eða án slæðu, heillengi
tabla kafli
- Snúum á ská til vinstri með hægri tána í gólfinu. Tvistum með hægri fr, aft, fr, aft-aft, endurtaka.
- Tvistum fr-fr, aft-aft, fr-fr, hægri mjöðm í afturábak-hring og pelvis-camel upp, tvista svo aft-aft, fr-fr, aft-aft, svo hringinn og p-camelið.
- Tvistum aft, fr, aft, hringur og p-camel, endurtaka aftur þrisvar sinnum.
- Snúa fram, fara niður með military 6 sinnum, húla-hringur og p-camel uppávið aftur. Fara svo niður með magann út til hliðanna til skiptis (h/v/h/v/h/v), húla-hring og upp með p-camel. Endurtaka allan þennan lið þrisvar til viðbótar.
- 6 húla-hringir, lyfta hægri fæti og snúa 1/4 hring til vinstri, með tveimur tvistum, 6 húla-hringir, snúa með tvisti, 6 húla-hringir, snúa með tvisti og 6 hringir og snúa með tvistinu.
- 8 sinnum opposite maya, með hendur út til hliðanna, handleggir liðast með.
- Snúa á ská til hægri, og ganga fram 4 skref, með maga-trancoi, ganga svo afturábak 4 skref með maga-trancoinu.
- Hægri hendin upp, shimi með rassinn út til vinstri (bramm), sveifla mjöðmum tilbaka, og 2 shimi afturábak aftur (bramm-bramm), snúa til vinstri og endurtaka með rassinn til hægri.
- Snúa fram, 1 húla-hringur, og 1 brjóstkassa-hringur, endurtaka aftur þrisvar.
- 2 húla-hringir og 2 brjóstkassa-hringir, endurtaka aftur þrisvar.
- 4 sinnum hart military, og hendi niður með mjöðm (eins og í Fatima), v/h/v/h.
- 3 sinnum maginn út, hratt maya til h+v, endurtaka aftur þrisvar.
- IMPROVISATION-KAFLI, gerum það sem okkur sýnist, (bank,bank,bank-kaflinn)
örstuttur millikafli
- 6 sinnum hart military, og hendi niður með mjöðm (eins og í Fatima), v/h/v/h/v/h.
- Ganga til vinstri með 8 tvistum á tám, svo til hægri aftur 8 tvist á tám.
- IMPROVISATION-KAFLI, gerum það sem okkur sýnist heillengi
endir
- snúa til hægri, með hendur saman beint fram, halla sér fram (rassinn út), og trítla afturábak, þar til maður rekst á rass mótdansarans, þá er að rísa upp og enda í pósu með vinstri hendina beint upp.