Dansarnir sem "BYRJENDUR 3" læra

Skrifað 20. febrúar 2004, kl. 00:48

RAANA (traditional+tabla dansinn) og PRINCE OF CAIRO (fyrsti egypski dansinn)

Er loksins byrjuð að pikka inn sporin að Prince of Cairo en ég verð að fá smá tíma til að klára hann fullkomnlega!

RAANA

byrjunin

  1. hendur rólega upp til hliðanna og upp fyrir höfuð, horfa upp
  2. hendur rólga niður með líkamanum
  3. snákahandleggir upp með hliðunum og upp fyrir höfuð, horfa upp
  4. teikna stórt akkeri með höndunum og enda í "matrix"-stellingu
  5. 16 smábömp til hliðanna (hh/vv/hh/vv ....), hendur fallegar út til hliðanna, og brosa!.

dansinn

  1. ganga í lítinn hring á tám, (8 skref m/ hh/vv/hh/vv/hh/vv/hh/vv), hendur í "dyragætti"
  2. sveifla búknum og handleggjum til hægri, vinstri og snúa sér svo í hring til hægri (hægri hendin upp í hringnum)
  3. maya tvisvar m/ hægri mjöðm, hendur til hægri
  4. sveifla búknum og handleggjum til vinstri, hægri og snúa sér í hring til vinstri (vinstri hendin upp)
  5. maya tvisvar m/ vinstri mjöðm, hendur til vinstri
  6. beygja sig í hnjánum og fara niður (4 taktar) og upp (4 taktar) - snákahandleggjahreyfingar
  7. endurtaka 1-6
  8. orient. position m/ hægri (hægri táin í gólfið) - axlir fram til skiptis hvhvh, stíga rólega til vinstri og endurtaka axlahreyfinguna í þá átt, endurtaka aftur til hægri og vinstri.
  9. báðar hendur við hægra eyra - 4 opposite-maya skref til hægri
  10. hendur v/ vinstra eyra - 3 opp-maya skref til vinstri - mjöðm tvistar hratt fram, aft, fr, aft.
  11. báðar hendur við hægra eyra - 4 skref til hægri
  12. hendur v/ vinstra eyra - 3 skref til vinstri - shimi m/ hægri fæti
  13. endurtaka 9-12
  14. basic egypt m/ sparki (x8)
  15. 16 sinnum framávið átta - hendur upp til skiptis, upp í 8 töktum + niður í 8 töktum
  16. krossa hendur (hægri fyrst svo vinstri), hendur upp og svo höfuð upp rólega
  17. hendur upp, krossa aftur, og svo hendur rólega niður.
  18. endurtaka 16+17
  19. labba til hægri með camel og hendur beint upp eins við höldum á bolta, 6 spor, svo eru 7. og 8. taktur maya með h+v
  20. (Rosönu-mambo no.5)-spor í hring með hægri fæti (12 spor), tvista svo með hægri mjöðm.
  21. endurtaka 19+20, nema camel-labbið er til vinsti í seinna skiptið.
  22. basic egypt til hliðanna (skiptast á h/v) - ganga í hring (8 skref alls, 2 fram, 2 til vinstri, 2 aftur og 2 til hægri)
  23. basic egypt til hliðanna (skiptast á h/v)- snúa alltaf beint fram (8 skref)
  24. ganga í 4 punkta á gólfinu sem mynda stórt X: fram til hægri, aftur vinstri, fram hægri, aftur vinstri, fram vinstri, aftur hægri, fram vinstri, aftur hægri - gera eitt spor á hverjum áfangastað
  25. Endurtaka liði 22-24
  26. snúa hratt í stóran hrin og enda beint fram, smábömp, hægri hendi upp til hægri (8 hægir taktar), og niður með líkamanum (8 taktar)
  27. smábömp, báðar hendur hægt upp í snákahreyfingu
  28. smábömp, snúa lófum beggja handa upp, svo niður, upp og svo niður
  29. enda á shimi og hendur upp þar til tónlistinni lýkur.

PRINCE OF CAIRO

    • snúum fram, göngum fram og aftur með hægra fæti (vinstri er kjurr), hendur: opna faðminn fram á við
      snúum til vinstri, göngum fram og aftur með hægra fæti (vinstri er kjurr), hendur: vinstri beint upp, og sú hægri til hliðar, mála upp og niður
      endurtaka liðinn
  1. snúa til vinstri, hendur upp og lófar saman, hægri fótur í basic egypt: fram , aftur, fram, fram, aftur, fram
  2. endurtaka liði 1+2
    • snúa til vinstri, hendur uppi og ganga áfram 4 basic egypt spor (h,v,h,v), hendur lækka út til hliðanna í hverju spori
      snúa 1/2hring til vinstri og halda höndum út til hliðanna, ganga áfram 4 basic egypt spor (h,v,h,v), hendur hækka aftur í hverju spori og enda uppi
  3. endurtaka lið 2, nema bara til hægri
  4. endurtaka liði 1+2
    • snúa til vinstri, vinstri hendin uppi og sú hægri út til hliðar, 4 basic egypt, snúa 1/2hring, 4 basic egypt, snúa 1/4hring, 4 basic egypt
      færa þungann yfir á hægri fót, handleggir beint upp en hendur vísa til vinstri, snerta vinstra hné
    • snúa fram, hægri hendin uppi og sú vinstri út til hliðar, 4 basic egypt, snúa 1/2hring, 4 basic egypt, snúa 1/2hring, 4 basic egypt
      færa þungann yfir á vinstri fót, handleggir beint upp en hendur vísa til hægri, snerta hægra hné
  5. snúa á ská til hægri, handleggir beint niður og lófar vísa niður í gólf. sparka með h,v,h,v fæti (öfug öxl alltaf á móti). stíga niður með vinstri fæti, krossa hægri fót afturfyrir og snúa í 3/4 hring til hægri.
  6. snúa á ská til vinstri, handleggir beint niður og lófar vísa niður í gólf. sparka með v,h,v,h fæti (öfug öxl alltaf á móti). stíga niður með hægri fæti, krossa vinstri fót afturfyrir og snúa í 1/3 hring til vinstri (snúa baki í speglana).
  7. stíga rólega fram með vinstri fæti og dúa djúpt á sporinu, vinstri hendin upp eins og við togum okkur upp úr sporinu með henni, svo hægri hendin upp.
  8. basic egypt með hægri mjöðm: niður, niður; hægri hendi rólega í "akkeri", svo hratt: hægri hendi út til hliðar og hægri mjöm með og svo vinstri hendi og mjöðm út til hliðar. snúa 1/4hring til hægri, hægri táin í gólfið, lófar saman í magahæð og fingur stefna útávið og lófar færast: að,að maganum sem fer aðeins á móti
  9. 8 taktar: ganga fyrst hring til hægri í 6 skrefum, 7, táin í gólfið, 8 hendur upp
  10. endurtaka speglaðan lið 12 (þe. byrja með vinstri)
  11. ganga í 6 skrefum 3/5 hring til vinstri eða þar til við snúum á ská til vinstri

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)