AIDA - nýr dans í egypskum (classic-)stíl

Skrifað 9. mars 2004, kl. 12:15

Jæja, Josy er komin aftur til kennslu og kemur alveg tvíefld úr veikindunum. Tímarnir hafa aldrei áður verið jafnkrefjandi og nú (eða kannski finnst mér þetta bara alltaf?).

Erum að læra nýjan dans núna í "classic"-stíl sem heitir AIDA, erum rétt byrjaðar á fyrstu sekúntum dansins, en ég mun skrifa hann hér inn jafnóðum. Lagið við dansinn er númer 11 á "Elite estudio 1" disknum.

Það er mjög erfitt að telja byrjun þessa dans, en hún byggir meira á tilfinningu en talningu.

  1. Hendur upp til hliðanna og gera snákahanleggjahreyfingu í 4 hraða takta, hendurnar fara svo beint upp fyrir höfuð og hratt niður með líkamanum (snúa úlnliðum)
  2. (Flauta í tónlist) Hendur út til hliðanna og strax niður aftur eins og fugl.
  3. Hægri hendin rólega út til hliðar, svo vinstri með í snákahandleggjahreyfingar, svo báðar hendur beint niður.
  4. (Flauta í tónlist) Hendur báðar út til hliðanna og halda áfram beint upp fyrir höfuð, handabökin saman.
  5. Ganga eitt hægt skref á ská til hægri, með hálfum framávið-húlahring, ganga svo annað eins beint til vinstri.
  6. Hratt hálf-húla-spor til hægri og svo aftur til vinstri.
  7. Snúa heilan hring til vinstri með beina fótleggi.
  8. Hendur uppi, snúa með búkinn til vinstri. Basic-egypt niður, niður, h-mjöðm í hring. Snúa svo til hægri, mjöðmin niður einu sinni og svo í hring.
  9. Snúa baki í speglana, bömp: v, v, h, v, h, snúa fram.
  10. Tökum þrisvar sinnum tvö skref í hægri hring ... eða þar til við snúum hægri hliðinni í speglana. Sum sé: tvö skref til hægri á tám, (aftur-á-bak-átta m/hægri mjöðm) og hendur sópast með, tvö skref með vinstri og hendur sópast með, svo aftur með hægri.
  11. Snúum núna með hliðina í spegilinn, gerum tvö camel, á meðan ferðast hendurnar alveg frá því að vera beint niðri og alla leið upp fyrir höfuð.
  12. Höldum áfram með sporið úr lið 10, gerum það með hægri og svo vinstri og snúum beint fram.
  13. Snúum heilan hring til vinstri, krjúpum alla leið niður á hækjur okkar (beinar í baki), förum svo rólega upp með snákahandleggjum.

Svör frá lesendum (1)

  1. Zato svarar:

    ég var eitthvað að væblast inni á netinu og datt inn á þessa síðu:

    http://www.bellydanceroftheuniverse.com/

    Datt þig náttúrulega strax í hug þegar að ég sá þetta, ég veit svo sem ekki hvað er cool í heimi magadansara en vildi láta þig vita hvað kanar er "uncool" miðað við ykkur :-)

    15. mars 2004 kl. 11:11 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)