Dansinn sem "FRAMHALD 2" lærir

Skrifað 2. apríl 2004, kl. 13:49

POP (nútíma-pop-magadansinn).

Dansinn heitir POP CHOREOGRAPHY, og er lagið ekki nema 3:42 mínútur að lengd. Þessi dans er ólíkur öllum fyrri dönsunum, í honum er hraðinn mjög mikill og reynir á það hversu vel dansarinn þekkir tónlistina. Mér hefur reynst það vel að hlusta á lagið í vinnunni og strætó, hvenær sem færi gefst nokkra daga í röð, og renna yfir dansinn í huganum á meðan, þar til að hver einn og einasti taktur í laginu er mér kunnuglegur. Svo er bara að æfa og æfa þar til hann rennur eins og smjör ... öh, eða eitthvað annað mjúkt.

Ath. þar sem er (*) fyrir framan, þarf að fylgja taktinum nákvæmlega eftir, mikilvægt er að þekkja þann hluta tónlistarinnar vel.

  1. dansinn byrjar strax á 8 hröðum opp.-maya, hendurnar fara út til hliðanna og upp í fyrstu 4 mayjunum og svo niður með líkamanum í hinum seinni 4.
  2. snúa á ská til vinstri, 2 camel, hendur rólega niður með síðum á meðan, lófar snúa niður. endurtaka sporið á ská til hægri.
  3. stóran mjaðmahring, byrja fram til hægri og fara í stóran vinstri hring sem endar með rassinn til hægri aftur. Teygja búkinn beint fram og hreyfa mjaðmir í þessarri stellingu, í takt við tónlistina, tvisvar til hægri.
    • *hné saman og spyrna hægri fæti aftur svo maður endi í stellingu með rassinn aftur (bakið beint),
      ganga 6 jolly-skrefí 1/2 hring til vinstri, hné saman og spyrna hægri fæti aftur,
      ganga 6 jolly-skref áfram og klára hringinn, hné saman og spyrna hægri fæti aftur.
  4. kross-ganga til vinstri (h frmf, h aftf, h frmf), pósa með hægri tá í gólfi til hægri og hendur til vinstri.
  5. snúa í hring til hægri (færast til hægri á gólfinu), svo strax aftur í hring til vinstri, vinstri hendin upp á meðan, enda með hendina uppi og snúa til vinstri.
  6. hægri mjöðm í tvo framávið hringi, mjöðm upp, niður, niður
  7. snúa í speglaða stellingu til hægri með báðar hendur upp (krossast við ulnliði), vinstri mjöðm í einn afturábak hring, mjöðm upp, niður, niður.
    • snúa fram, hendur upp og gera shimi á meðan hendur fara rólega niður með líkamanum, tylla vinsti tá til vinstri og sveigja handlegg og búk til vinstri.
      endurtaka shimi og sveigju til hægri
  8. hægri hendi á eyra og vinstri á mjöðm, snúa fram, vinstri mjöðm niður, upp. skipta um handastöðu (spegla) og endurtaka með hægri.
  9. hendur upp, og gera shimi aftur á meðan hendurnar fara rólega niður.
  10. * kross-ganga til vinstri (h frmf, h aftfr og stígur í gólf) snúum til hægri með hægri hendi beint upp og þá vinstri beint niður, og gerum basic egypt með sparki með vinstri fæti (be, spark, be, spark, be)
  11. *stígum niður með vinstri fót, skref með hægri, stígum í vinstri og snúum til vinstri, víxla höndum, basic egypt með hægra fæti (be, spark, be, spark) og tylla tá í gólf.
  12. stíga til hægri og tína ber með hægri, stíga til vinstri og tína ber með vinstri, maya með hægri og boga-handahr. með hægri, maya með vinstri og boga-handahr. með vinstri.
  13. (leileilei lei lei) ganga fram h+v+h með vinstri hendi á mjöðm og hægri hendi í bann-hreyfingu í takt við skref (frá hægri til vinstri til hægri), stíga að með vinstri fót og snúa í hægri hring (með bogin hné, hægur snúningur), snúast heilan hring + 1/4 og færast aftar á gólfið í leiðinni.
  14. snúum nú til hægri með vinstri hendi niður og hina uppi, gerum be, spark, be, spark snúum í 1/2-hring framávið með vinstri hendi útrétta fram, lyftum hægra hné hátt, setjum hendur á olnboga og hristum axlir létt. endurtökum þennan lið í heild sinni í andstæða átt.
  15. endurtökum lið 14 í öfuga átt (fyrst til vinstri)
  16. endurtökum lið 15 (leileilei lei lei)
  17. *hoppa og lenda á vinstri tám, með fótleggi þráðbeina og hægri fót beint aftur, ganga 6 skref á tám til vinstri, hoppa og lenda á hægri tám, ganga 6 skref á tám til hægri, hoppa og lenda á vinstri tám, ganga 6 skref á tám til vinstri.
  18. setja hælana niður á gólf, tylla hægri fæti til hægri áður en við snúum okkur í vinstri hring á staðnum, stoppum og gerum mjúkar handleggja hreyfingar
  19. hristum axlir mjög ört og smátt, færum axlirnar á meðan til skiptis til hægri og vinstri á meðan að við beygjum hnén og sígum niður (beinar í baki), 8 taktar niður, 8 taktar upp aftur.
  20. shimi hægri fótur, shimi vinstri fótur, hægri og aftur vinstri.
  21. hægri hendin upp og ganga tvö skref til hægri, hendur á bakvið rass og ganga tvö skref til vinstri, hægri hendin upp og ganga eitt skref til hægri og svo vinstri hendin upp og ganga eitt skref til vinstri. snúa svo í hring til hægri. endurtaka svo allan liðinn en í öfuga átt (byrja til vinstri) snúa svo til vinstri í lokin og tvista hart fr,aft,fr
  22. *ganga fram með basic egypt til hliðar (krossa með hægri fæti, vinstri í be til hliðar, krossa með vinstri og hægri til hliðar), stíga fram með hægri fót, afturábak með vinstri fót, og afturábak með vinstri fót og lyfta hægra hnénu í leiðinni hátt upp. endurtaka þennan lið strax aftur allan í heild sinni.
  23. hoppa jafnfætis og snúa til vinstri, hoppa jafnfætis og snúa beint fram.
  24. hendur beint upp og gera shimi ámeðan hendur fara rólega niður með líkamanum.
  25. endurtaka liði 12-16
  26. stíga með hægri aftur og fram og snúa í 1 1/2 hring til vinstri, stíga með hægri aftur og fram og snúa í 2 hringi til vinstri, stíga með vinstri aftur og fram og snúa í 1 1/2 hring til hægri.
  27. stíga aftur með hægri og svo vinstri
  28. hníga niður í hækjur sér, hoppa upp og gera tranco í leiðinni, færast í 1/4 hring til vinstri með litlum shimi-skrefum, hoppa lítð og gera tranco, færast í 1/2 hring til vinstri með shimi-skrefum, tranco-hopp, færast 1/4 til vinstri (snúum þá fram)
  29. stíga aftur með vinstri og svo hægri
  30. beygja sig niður og snerta hægra hné, egypskt twist til hægri og svo vinstri, snert hnéð aftur og snúa í hring til hægri á meðan hægri hendin hringsólar um höfuðið (færast til hægri), handleggir út til hliðanna (hægri ofar en vinstri) og gera mjúka snákahandleggi.
  31. egypskt twist með h,v,h,v, snúa svo í hring til vinstri á meðan vinstri hendin hringsólar um höfuðið (færast til vinstri), basic egypt m/ hægri niður, niður.
  32. endurtaka lið 24, nema hendur eru aðeins öðruvísi: í basic egypt sporunum eru lófarnir saman í brjósthæð, hendur svo út til hliðanna, nema þegar við lyftum hægra hnénu, þá fara hendur upp fyrir höfuð með lófana saman.
  33. endurtaka liði 16-18
  34. gerum nú sama spor og í liði 19, en göngum það í heilan hring til vinstri.
  35. endurtaka liði 5 og 6 og enda með hægri hliðina í speglana og vinstri hendina beint upp.

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)