Khalleji 2
Þá er kominn tími til að ég skrifi khalleji-dansinn niður svo ég geti æft mig í utanlandsferðinni miklu, en dansinn verður sýningaratriði á keppninni í maí og ég kem ekki heim fyrr en degi fyrir hana!
Dansinn er við lagið sem við lærðum um hjá Mohammet um daginn, lagið um dökkhærðu og ljóshærðu stelpurnar og fegurðina sem býr innra með okkur öllum ... þeir sem voru á staðnum muna pottþétt hvað ég er að fara!
Allavegana:
Aðalskrefið í þessum dansi, kh-spor, er eins og örlítið framávið hliðar-saman-hliðar-spor á tám á víxl til hægri og vinstri.
Annað spor er hliðarspor, hl-spor, þar sem hægri fótur er alltaf fyrir framan og vinstri krossast á bakvið, hvort sem gengið er til hægri eða vinstri
- hægri hendin fyrir ofan höfuð og hin fyrir neðan það, höfuð til hliðanna (4 taktar)
- skipta, vinstri hendin fyrir ofan höfuðið ... , höfuð til hliðanna (4 taktar)
- taka kjólinn vinstra megin, setja hann yfir höfuði, hægri fingur við nefið og höfuð til hliðanna (8 taktar)
- kjóllinn niður vinstra megin, taka hann svo upp að framan
- ganga 6 kh-spor byrja með hægri, snúa svo í 1,5 hringi til hægri með hárið á undan
- ganga tilbaka eins, nema byrja með vinstri og snúa til vinstri
- 8 hl-skref til hægri, vinstri hendin heldur uppi kjólnum og hægri hendin er uppi og titrar og 8 hl-skref til vinstri með óbreytta handa-og fótastöðu.
- halda kjólnum með báðum höndum, stíga fram með hægri, aftur með vinstri, fram með hægri, aftur með vinstri.
- endurtaka 5-6
- 8 hl-skref til hægri, hendur halda í kjólinn og hrista axlir, 8 hl-skref til vinstri með óreytta handa-og fótastöðu.
- standa kjurrar, sveifla hári til hægri, svo að hægra eyra snúi niður að gólfi, og sveifla svo hári eins til vinstri.
- halda kjólnum með báðum höndum til vinstri og gera 8 hröð skref til vinstri með vinstri fót alltaf frammi, sveifla svo kjól til vinstri, hægri, og snúa svo í 1,5 hringi til vinstri.
- endurtökum 12, nema nú snúum við bara baki í speglana
- kaos - allir dansa í allar áttir en mynda svo hring eftir 8 takta.
- snúa til vinstri í hringnum og fara 8 sinnum fram og aftur með hægri fótinn inní hringnum, hendurnar eru beinar og hreyfast á móti fætinum.
- taka upp kjólinn með báðum höndum og labba í lítinn hring inní hringnum til hægri, 8 skref.
- snúa til hægri í hringnum og fara 8 sinnum fram og aftur með vinstri fótinn inní hringnum, hendurnar eru beinar og hreyfast á móti fætinum.
- taka upp kjólinn með báðum höndum og hver labbar þangað sem hún þarf að fara til að við myndum saman V.
- hnykkja hægri öxl fram tvisvar, vinstri tvisvar, hægri tvisvar og vinstri tvisvar, hnykkja svo hægri öxl fram einu sinni, vinstri einu sinni, hægri og vinstri.
- taka kjólinn upp með báðum höndum og stíga fram með hægri, aftur með vinstri, fram með hægri og aftur með vinstri.
- endurtaka 19-20
- ganga fram 8 travolta-skref, svo afturábak 8 travolta-skref.
- sveifla hárinu tvisvar beint fram fyrir okkur, snúa 90 gráður til vinstri, sveifla hárinu tvisvar, snúa 90 gráður, sveifla hárinu tvisvar, snúa 90 gráður, sveifla hárinu tvisvar, snúa 90 gráður.
- endurtaka 5-6
- hendur upp í höfuðhæð, snerta höfuðið með úlnlið handanna til skiptis átta sinnum, byrja á hægri.
- vinstri hendi á bringu, hægri hendi snýst 8 sinnum á enni, snerta ennið fyrst með handabaki, svo úlnliða, handabaki, úlnliða...
- hendur framfyrir okkur og lát úlnlið hægri handar snerta innanverðan framhandlegg vinstri handar, skipta, gera allt í allt 8 sinnum.
- vinstri hendi á mjöðm, hægri hendi hreyfist 8 sinnum þannig að þumallinn snertir bringubeinið, svo snertir litli putti sólar plexus (handahreyfingin: stór brjóst!)
- snúa baki í áhorfendur á 4 töktum.
- krossa með hægri fót aftur fyrir, sveifla kjólnum með og kíkja, svo til vinstri hægri, vinstri .. 8 sinnum allt í allt
- lyfta kjólnum svo sjáist bara í augun, snúa sér svo fram rólega, á meðan gerum við höfuðhreyfingar.
- 4 taktar - kjóllin á höfuðið
- 4 taktar - hægri langatöng á nefið og höfuðhreyfingar
- 4 taktar - kjóllinn niður
- 4 taktar - salsa-spor
- hendur á 8 töktum upp í stóran hring, á meðan iðar líkaminn pínu.
- 16 höfuðhreyfingar á meðan við setjumst rólega niður á hækjur okkar.
- hendur á læri og sveifla hári til h, v, h, v, h, v, svo í heilan hring til hægri og kasta svo hárinu fram.
- setja handlegg undir hárið og standa rólega upp og reisa hendina líka rólega með svo að hárið renni af handleggnum smám saman, gera höfuðhreyfingar á meðan.
- endurtaka 5-6
- taka kjólinn í vinstri hendina reisa þá hægri og láta hana titra, ganga svo út kveðjandi í halarófu.