Dansinn Sif

Skrifað 25. júní 2004, kl. 22:29

Nýji dansinn sem við byrjuðum að læra saman í tíma hjá Josy á miðvikudaginn heitir í höfuðið á henni Sif ... en lagið við dansinn er í uppáhaldi hjá henni, eins og þeir vita sem mættu í afmælið til hennar síðustu helgi.

Annars er lagið við dansinn Sif, sama lagið og Jamilla notaði í keppninni í ár ... Lets dance!

Tíminn hófst á því að hlusta á þau fimm lög sem Josy hafði valið úr til að kenna næsta dans við, hópurinn valdi lagið í sameiningu. Josy hafði ákveðið uppbygginguna í dansinum í grófum dráttum, en fékk okkur í lið með sér við að fylla uppí eyðurnar og fullklára kóreógrafíuna. Í tímanum náðum við að semja við c.a. 3 mínútur af 5 mínútna löngu laginu. Það ætti að vera létt verk að klára dansinn í næsta tíma.

Oh, tölvan mín dó í nokkra daga og ég var svo vitlaus að skrifa dansinn ekki niður í tímanum, heldur reyna að treysta bara á minnið ... og nú man ég bara gloppur úr dansinum. Það sem verra er, ég kemst ekki í næsta tíma, ég verð úti á landi í tengslum við vinnuna mína! Ef einhver önnur gæti verið svo væn að reyna að punkta dansinn niður á miðvikudaginn, þá væri ég mjög þakklát.

Í dansinum er notuð slæða, við byrjum með slæðuna hangandi í pilsstrengnum með hefðbundnum hætti.

  1. gera hraðar "opposite maya" í 16 takta, á meðan hendur fara upp til hliðanna og niður fyrir framan okkur (úlnliðir snúast létt og rólega)
  2. halda áfram með hröðu átturnar og gera snákahandleggi út til hlðanna þar til kemur að hröðum undirtakti (ca.8 taktar)
  3. í hraða taktinum gerum við shimmi með áherslu til hliðanna í takt við tónlistina (hvhv), á meðan gerum við mjög mjúkar og litlar snákahandleggjahreyfingar
  4. [tveir hægir strengjahljóðfærataktar, í þeim fyrri:] maya til hægri og við opnum hægri lófann uppávið, [í þeim seinni:] maya til vinstri og við opnum vinstri lófann
  5. höldum áfram með shimmi-ið með hliðaráherslunum og litlu snákahandleggjunum
  6. [hægu strengjahljóðfærataktarnir koma aftur, en nú eru þeir átta, við skiptum þeim í fjóra og fjóra ... fyrstu fjórir taktarnir:] "eight-front" með hægri mjöðm og opna báða lófana, "eight-front" með vinstri og snúa báðum lófum niður, "pelvis-camel" og svo "camel", [næstu fjórir taktarnir eru endurtekning af þeim fyrri]
  7. man ekki
  8. snúa til vinstri, "pelvis-camel" í fjórum hörðum höktum (enda á höfði), "camel" niður í fjórum hörðum töktum, snúa svo til hægri og endurtaka.
  9. man ekki
  10. hendur í andlitshæð og staðsettar á olnbogunum, hendur svo rólega í sundur, krulla fingur(klappa litlum ketti).
  11. man ekki, (krjúpa niður á einhverjum tímapunkti og hreyfa hendur um mjúklega)
  12. jaðarstúlkur, hratt upp með hendur í stóran hring, standa svo upp með 2 "camel-um", miðjustúlkur standa upp með sama hætti, en hinar standa og gera camel á meðan
  13. man ekki ... það er svo erfitt að reyna að muna þetta svona eftirá
  14. slæðukaflinn byrjar ... hjálp!

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)