Hópdans

Skrifað 17. ágúst 2004, kl. 10:30

Í tímanum í gærkvöldi fengum við verkefni til að leysa á meðan Josy var að fara með son sinn heim af spítalanum. Við áttum að semja hópdans saman í einum tíma, sem við svo sýnum henni á miðvikudaginn.

Þetta var svolítið krefjandi, allir fengu að hafa sitt að segja við dansgerðina og þetta hafðist á einum og hálfum klukkutíma, en það var mikið hlegið... við vorum 11 stelpur saman, og sömdum um 2,2 mínútna stuttan dans! Nú ætla ég að skrifa sporin hér inn fyrir þá sem vilja rifja þau upp fyrir miðvikudagstímann.

  • hópnum er skipt í tvennt, fimm í aftara, hægra horni salarins og fimm í aftara, vinstra horni salarins, raðað þannig að stærstar eru fremst og minnstar aftast
  • gengið inn með basic egypt hliðarspori, fyrst 8 skref beint fram og svo beygir línan og stefnir á miðjan salinn aftast (stóru stelpurnar leiða línurnar ennþá) í 8 skrefum, þannig að á endanum myndar hópurinn stórt V og allir snúa baki í spegilinn
  • tvista á staðnum í 1 1/2 hring
  • tvista fram og mynda tvær línur (í sikksakk svo allir sjáist)
  • 8 róleg og falleg opposite maya með mjúkum höndum
  • 8 taktar: koma sér í beina línu svo að bara ein sést fremst, með basic egypt
  • bakka úr línunni út til hliðanna í stórt öfugt V í 8 hröðum töktum með (mjaðmagrindin fram-aftur) á tám ... fremstu stelpurnar færast ekki og öftustu færast mest
  • hendur uppi ganga 8 takta fram (krossa fætur) höfuð til hliðanna á meðan
  • allir stoppa í fallegri pósu
  • fremstu tvær gera sín spor og setjast svo hratt
  • næstu tvær gera sín spor og setjast svo hratt
  • næstu tvær gera sín spor og setjast svo hratt
  • öftustu fjórar gera sín spor og allir standa upp
  • taka slæðuna úr pilsstrengnum á meðan farið er í hringá staðnum með basic egypt
  • allar trítla af stað og mynda stóran hring og ganga á eftir hvorri annarri í tvo heila hringi og enda í tveimur línum
  • slæðan sveiflast með hægri hendi fram og aftur fjórum sinnum og svo er snúið í 3 hring á staðnum
  • slæðan sveiflast með vinstri hendi fram og aftur fjórum sinnum og svo er snúið í 3 hringi á staðnum
  • fremri línan gengur fram og lyftir sér upp og snýr sér til baka á tá
  • á meðan fremri gengur tilbaka, kemur aftari línan og og lyftir sér og snýr sér til baka á tá, gengur svo tilbaka
  • fremri línan kastar slæðunum sínum fram að áhorfendum
  • aftari línan kastar sínum slæðum fram
  • hendur dramatískt upp til hliðanna, krossa þær á leiðinni niður, slengja hári fram, fram strax upp aftur, snúa baki í spegilinn og kíkja hratt yfir hægri öxl.

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)