Magadansdísirnar kveðja
Menningarnætursýning Magadansdísanna, sem verður á rishæð Hins Hússins á morgun, verður svanasöngur hópsins, og mun sýningin því vera einskonar yfirlitssýning yfir það sem við vorum að gera í sumar.
Sýningin inniheldur bland af eldri dönsum sem við námum í Magadanshúsinu og því sem við höfum samið sjálfar og mun hún standa í tæpan hálftíma. Við dönsum fyrst kl.16:25 og endurtökum prógrammið okkar svo kl.17:55.
Njótum næturinnar heil!