Tabla Fun 2

Skrifað 26. ágúst 2004, kl. 14:46

Tabla Fun 2, er hraður tabladans sem er saminn fyrir þrjá dansara.

Upprunalega var dansinn saminn fyrir Josy, Rosönu og Helenu fyrir 17.júní sl. ef ég man rétt.

Miðjustúlkan gerir stundum ekki sömu skref og jaðarstúlkurnar en jaðarstúlkurnar gera annað hvort alltaf eins, eða þá spegla þær hreyfingum hverrar annarrar.

Best er að læra öll hlutverkin í dansinum, þannig að það skiptir ekki máli hvar maður stendur ... vegna þess að oft er það annað hvort hæð dansaranna eða litur á búningunum sem ræður því hvar er best fyrir þá að vera í þessum dansi og getur það breyst eftir því með hverjum maður dansar dansinn hverju sinni.

Þetta gæti virst flóknara en það er vegna þess að í hverjum lið segi ég hver spor MIÐJUSTÚLKU, JAÐARSTÚLKNA (stundum H/V) eða ALLRA eru hverju sinni.

  1. ALLAR: ganga fram 8 venjuleg (hress) skref með hendur uppi fyrir framan sig og klappa saman lófunum í hverju skrefi, og 8 eins skref afturábak með klappi. (MIÐJUSTÚLKA: gengur beint áfram, H-JAÐARSTÚLKA: gengur á ská til hægri, V-JAÐARSTÚLKA: gengur á ská til vinstri)
  2. ALLAR: tipla fram soldier/militaryskref með hv hvh vh, stoppa og gera hring með brjóstkassanum; svo tipla allar afturábak eins skref með vh vhv hv, stoppa svo aftur og gera hring með brjóstkassanum.
  3. ALLAR: standa í línu hlið við hlið, gera axlashimi og færa þungan fram og til baka á milli fóta með shimiinu: hvhvhvhv
  4. MIÐJUSTÚLKA: hendur út til hliðanna og gengur fram 8 skref á tám með maga-tranco í hverju skrefi, og svo setur hún hendurnar saman fyrir framan sig og gengur afturábak 8 skref með sama spori.

    H-JAÐARSTÚLKA: snýr til vinstri (að miðjustúlkunni), með hendur út til hliðanna og gengur afturábak 6 skref á tám með maga-tranco í hverju skrefi, stoppar og gerir tvo brjóstkassahingi, svo snýr hún 180 gráður (að spegli) og gengur aftur 6 eins skref afturábak að miðjustúlkunni, stoppar og gerir tvo brjóstkassahringi.

    V-JAÐARSTÚLKA:snýr til hægri (að miðjustúlkunni), með hendur út til hliðanna og gengur afturábak 6 skref á tám með maga-tranco í hverju skrefi, stoppar og gerir tvo brjóstkassahingi, svo snýr hún 180 gráður (að spegli) og gengur aftur 6 eins skref afturábak að miðjustúlkunni, stoppar og gerir tvo brjóstkassahringi.

  5. ALLAR: standa saman í línu og mjaðmir þeirra allra sveiflast fram og til baka saman þegar þær gera hliðarbömp saman, með hendur niður til hliðanna, hvhvhvhv-hvhvhvhv
  6. ALLAR: shimi (þungi á báðum fótum) - mjaðmir hart til vinstri - shimi á vinstri fæti - mjaðmir hart til hægri - shimi á hægri fæti - mjaðmir hart til vinstri - shimi á vinstri fæti og mjaðmir hart til hægri.
  7. MIÐJUSTÚLKA: gengur fram 4 venjuleg skref á tám og snýr sér svo í 1,5 hring, gengur til baka (með bakið í spegla) og snýr sér í 1,5 hring.

    JAÐARSTÚLKUR: snúa báðar til 90 gráður til vinstri og gera fjögur húla, snúa aftur til vinstri og gera fjögur húla, snúa til vinstri og gera fjögur húla og snúa aftur til vinstri (snúa nú beint fram) og gera fjögur húla.

  8. MIÐJUSTÚLKA: hendur niður til hliðanna með lófana glennta opna, fjögur hröð bömp, hendur út til hliðanna með kreppta hnefana, fjögur hröð bömp, hendur upp með opna lófana, fjögur bömp, hendur út til hliðanna með opna lófa, fjögur hröð bömp.

    JAÐARSTÚLKUR: hendur niður til hliðanna með kreppta hnefana, fjögur hröð bömp, hendur út til hliðanna með opna lófana, fjögur hröð bömp, hendur upp með kreppta hnefana, fjögur bömp, hendur ennþá uppi en hendur glennast opnar, fjögur hröð bömp.

  9. MIÐJUSTÚLKA: hendur niðri, mjaðmir fara í höktandi húlahring: h,aft,v,fr, gerir svo camel og þá tekur brjóstkassinn við (hendur uppi) og gerir höktandi hring: h,aft,v,fr, og pelvis-camel (hendur niður), mjaðmir hökta í hring, camel og hendur upp, brjóstkassinn höktir í hring, pelvis-camel og hendur niður.

    JAÐARSTÚLKUR: hendur uppi, brjóstkassinn gerir höktandi hring: h,aft,v,fr, gera svo pelvis-camel (hendur niður) og þá taka mjaðmirnar við og gera höktandi húlahring: h,aft,v,fr, og camel (hendur upp), brjóstkassinn höktir í hring, pelvis-camel og hendur niður, mjaðmir hökta í hring, camel og hendur upp.

  10. ALLAR: snúa til vinstri með hægri fótinn afturábak og gera shimi með honum allan tímann, vinstri handleggur er falinn, það koma þrír harðir taktar, í fyrsta opnast hægri hendin (handabak snýr að spegli) fyrir framan okkur (mjaðmahæð), í næsta opnast hún fyrir framan okkur í höfuðhæð, svo réttum við úr handleggnum afturfyrir okkur (í mjaðmahæð) og þar opnast hendin svo síðast.
  11. MIÐJUSTÚLKA: tiplar framávið með military/soldier-spori hv hvh vh vhv, hendur eru uppi allan tímann, með smá bil á milli þeirra og halla hönum um úlnliðina með hverju skrefi (til h og v), tipla svo eins afturábak með hv hvh vh vhv.

    JAÐARSTÚLKUR: standa og gera military/soldier á staðnum með hendur niðri í mjaðmahæð og snúa höndum með sporinu, hv hvh vh vhv hv hvh vh vhv.

  12. MIÐJUSTÚLKA: snýr baki í spegla gerir bömp með shimii: hvhv, svo fara hendur upp og gerir hratt maga-tranco-shimi og kiknar í hnjánum í leiðinni (mjaðmagrindin fer mjög ört í litla fram og afturhreyfingu þannig að maginn fer út,út,út ... þetta verður eftir mikla æfingu "shimi"), svo snýr hún fram og gerir bömpin (hvhv) og maga-tranco-shimiið, snýr afturábak aftur og endurtekur hreyfingarnar og endar á því að snúa aftur fram og gerir hreyfingarnar aftur þannig.

    JAÐARSTÚLKUR: snúa fram gera bömp með shimii: hvhv, svo fara hendur upp og gerir hratt maga-tranco-shimi og kiknar í hnjánum í leiðinni, snúa til vinstri og gera bömpin og trancoin, snúa aftur til vinstri (eru nú með bakið í speglana) og gera bömpin og trancoin, snúa svo aftur til vinstri og endurtaka hreyfingarnar.

  13. ALLAR: 4 hraðir húlahringir með mjöðmunum, camel, 4 hraðir hringir með brjóstkassanum, pelvis-camel (endurtaka þrisvar í viðbót).
  14. nú koma fjórir taktar:

    taktur 1: V-JAÐARSTÚLKA lyftir vinstri mjöðminni á sér með ímynduðu bandi, HINAR halla höfðinu til vinstri og horfa á hana.

    taktur 2: H-JAÐARSTÚLKA lyftir hægri mjöðminni á sér með ímynduðu bandi, HINAR halla höfðinu til hægri og horfa á hana.

    taktur 3: MIÐJUSTÚLKA lyftir brjóstkassanum með tveimur ímynduðum böndum, JAÐARSTÚLKURNAR halla höfðinu inn að miðju og horfa á hana.

    taktur 4: ALLAR setja hægri tá fram, hægri hendi á hægra hnéð og pósa í sekúntu.

  15. MIÐJUSTÚLKA: shimi (þungi á báðum fótum) - mjaðmir hart til vinstri - shimi á vinstri fæti - mjaðmir hart til hægri - shimi á hægri fæti - mjaðmir hart til vinstri - shimi á vinstri fæti og mjaðmir hart til hægri.

    H-JAÐARSTÚLKA: shimi (þungi á báðum fótum) - maðmir hart til hægri (vinstri hendin beint upp og sú hægri ýtir létt á eftir hreyfingunni á vinstri mjöðm) - shimi (þungi á báðum fótum) - mjaðmir til vinstri (hægri hendin upp, hin á h-mjöðm) - shimi - mjaðmir eins til hægri - shimi - mjaðmir eins til vinstri.

    V-JAÐARSTÚLKA: shimi (þungi á báðum fótum) - maðmir hart til vinstri (hægri hendin beint upp og sú vinstri ýtir létt á eftir hreyfingunni á hægri mjöðm) - shimi (þungi á báðum fótum) - mjaðmir til hægri (vinstri hendin upp, hin á v-mjöðm) - shimi - mjaðmir eins til vinstri - shimi - mjaðmir eins til hægri.

  16. ALLAR: snúa til vinstri (vinstri hendin uppi), 2 sinnum "basic egypt" m/sparki - snúa fram og gera bömp til hvhv - snúa til hægri (hægri hendin uppi), 2 sinnum "basic egypt" m/sparki - snúa fram og gera bömp til vhvh.
  17. MIÐJUSTÚLKAN: gengur fram með axlashimii 8 skref - hallar smá framávið, gengur afturábak með axlashimii 6 skef - hallar smá afturábak, gengur framávið 6 takta - hallar fram, gengur afturábak 6 skref.

    JAÐARSTÚLKUR: standa og gera axlashimi á staðnum til hvhv - ganga svo áfram 8 skref - halla smá framávið, ganga afturábak með axlashimii 6 skef - hallar smá afturábak, ganga framávið 6 takta

  18. MIÐJUSTÚLKA: snýr sér tvo hringi framávið

    H-JAÐARSTÚLKA: snýr fér tvo hringi afturábak (hægri hringinn)

    V-JAÐARSTÚLKA: snýr fér tvo hringi afturábak (vinstri hringinn)

  19. ALLAR: snúa fram, gera hliðar b.e. með hendur niðri: h,v - snúa 1,25 hring til vinstri og enda í pósu: snúa allar til vinstri með vinstri hendina uppi, hægri niðri og hægri tána í gólfinu.

 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)