Khalima

Skrifað 16. september 2004, kl. 00:05

Hér kemur nýji slæðudansinn skrifaður. Eins og áður sagði þá er hann mjög fallegur ... það má segja að hann sé draumkenndur, og lagið við hann er af Khalima disknum hennar Anitu og hefur dansinn hlotið nafn disksins.

Það eru nokkrar hreyfingar í dansinum sem ég hald að ég hafi ekki lýst í rituðu máli áður og ég vona að þær skili sér!

Í byrjun dansins höldum við á slæðunni á bak við okkur, með báðum höndum, hendurnar eru niðri, en ekki með síðum, heldur haldið út þannig að slæðan myndi fallegan boga.

  1. bíða í 3 takta, stíga svo mjúklega fram í töktum 4 og 5 (eins og stigið sé í poll án þess að trufla vatnið eða mynda gárur)
  2. snákahandleggir, 6 sinnum rólega (í fyrsta skiptið stígum við hægri fætinum að þeim vinstri)
  3. cambri til hægri, (sveigja búk djúpt til hægri, hægri hendi við bringu, vinstri hendi beint upp, horfa upp á vinstri hendina ... allt gert með slæðunni, svo að við felum hægra brjóstið!)(3 taktar)
  4. cambri til vinstri (3 taktar)
  5. slæðan aftur í bogann, 7 opposite maya (v,h,v,h,v,h,v)
  6. sveifla slæðu yfir hægri handlegg, sveifla henni svo yfir þann vinstri, snúa í einn hring (á barbie-tám)
  7. sveifla slæðum af handleggjum, hendur beint upp
  8. shimmi í 8 takta, á meðan fara hendur rólega niður og út til hliðanna og niður, hættum þá shimmi-inu
  9. hendur beint fram og laga slæðu ef þarf, hendur svo rólega að líkamanum (solar plexus) og stíga afturábak með vinstri fæti.
  10. spor gert átta sinnum:
    stíga fram með hægri, svo triplet-shimmi með vinstri, stíga afturábak með vinstri, hægri og lyfta hægri fæti og hnykkja mjöðmum fram á sama tíma (eins og að kippa maganum inn)
    í fyrstu tvö skiptin erum við púpunni, í því þriðja opna handleggir rólega slæðupúpuna, svo eru þeim haldið beint út til hliðanna, vinstri hendin endar á eyra á 5 skiptið sem við gerum sporið .. og í því áttunda er slæðunni sveiflað yfir hægri handlegg (svo að við drögum hana ekki í gólfinu í næsta spori)
  11. göngum með camel 6 skref til hægri (uppi, niðri, uppi, niðri, uppi , niðri), hægri hendi upp með slæðuna og hendin leiðir á meðan að við snúum í einn hring til vinstri
    hendur í L til vinstri (hægri hendi á höfuð) og sveifla slæðu yfir vinstri handlegg
  12. endurtaka lið 11, nema til vinstri
  13. hendur í L til hægri, stöndum á tám með fótleggi krossaða (hægri fyrir framan allan tímann), trítlum til hægri á meðan við sveiflum slæðunni með hægri hendi á eftirfarandi máta, 3 sinnum: mjúklega hátt upp, kippa henni niður og sveifla svo aftur á bak
    hægri hendi upp með slæðuna og hendin leiðir á meðan að við snúum í einn hring til vinstri
  14. endurtökum lið 13, nema til vinstri
  15. gera eftir farandi hreyfingar 3 sinnum (í einni striklotu):
    sveifla slæðu í vinstri hring um okkur,
    gera iðandi fosshreyfinguna hægra megin (tveir hringir fram og tveir aftur (fossinn iðar í hvert skipti sem hann fer fram), vinstri hendin endar á bak við höfuð),
    hægri hendi upp með slæðuna og hendin leiðir á meðan að við snúum í einn hring til vinstri ... slæðan iðar á leiðinni niður, bæði fyrir og eftir hringinn.
  16. sveifla slæðu í tvo vinstri hringi um okkur, hendur beint í L til hægri og sveifla slæðu yfir hægri handlegg
  17. endurtaka liði 11-14, strax að því loknu sveiflum við slæðunni fram fyrir okkur og höldum henni beinni þar í brjóstahæð
  18. tippla mjúklega fram með h,v,h, lyfta svo vinstri fæti fram, gera baledi-wave (hægri öxl frammi)
  19. tippla mjúklega aftur á bak með v,h,v, lyfta svo hægri fæti fram, halla hægri öxl aftur með handlegg, halla slæðu niður til að sýna öxlina.
  20. slæða yfir hægri öxl, snúa í hring til vinstri
    slæða yfir vinstri öxl, snúa í hring til hægri
    fiðrildahreyfing: slæða yfir h-öxl, v-öxl, h-öxl, v-öxl (teygja búkinn langt út til hliðanna með í áttur og passa að halda slæðunni strekktri)
  21. endurtaka liði 18-20
  22. Slæðan er fyrir framan okkur, stígum aftur. Stígum svo fram og sveiflum slæðunni afturfyrir okkur samtímis
  23. Sveiflum slæðunni til h,v,h,v og færum þungann á milli fóta í leiðinni.
  24. Snúa sér í flamencohring til hægri og svo til vinstri, að seinnihring loknum grípur vinstri hendin í hægra horn slæðunnar líka og við stöndum í "kjól"
  25. 8x opp.maya (v,h,v...) og hægri hendin í fallegan hring (cc)
  26. Hægri hendi endurheimtir slæðuhornið sitt aftur og sveiflar slæðunni aftur, fram og aftur og stillir strax í nautabanann hægra megin
  27. Nautabani til v og h, með því að tilla fæti afturfyrir
  28. Slæan endar afturfyrir okkur, við stígum tvö skref framávið, krjúpum rólega og skiljum slæðuna eftir á gólfinu.
  29. Svo fikrum við okkur rólega upp aftur (án slæðunnar) með litlum maya-heyfingum, og síðasti spölurinn í að standa upp er tekinn með stórri bylgju upp á við, á meðan fara hendurnar upp með líkamanum og beint upp, við endum dansinn með því að horfa upp!

Vesgú!


Svör frá lesendum (1)

  1. Zahira svarar:

    Veistu hvort það er hægt að kaupa diskinn hennar Anitu í magadanshúsinu. Mig langar mikið í þessa fallegu tónlist....., sérstaklega til að æfa slæðuþeytingar heima.

    kv Fífa Zahira

    19. september 2004 kl. 13:22 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)