Tribal-kóreógrafían

Skrifað 15. október 2004, kl. 02:00

Hér er Tribal-kóreógrafíuna að finna úr worksjoppinu hjá Shaide.

Ég er sum sé búin að klára að pikka dansinn hér inn ... og ó mæ god hvað þetta er búið að taka á (bæði að læra dansinn og pikka hann inn!) og ég trúi ekki að mér hafi tekist þetta. Ég verð nú að segja að þessa dagana er þetta flottasti dans í heimi! Tilfinningin við að hafa lokið við að læra hann og náð honum, er allavegana mjög góð.

Kóreógrafían

Það verður ekki auðvelt að skrifa þessi spor hér niður en ég geri mitt besta.

Þessi dans er dansaður annað hvort með tveimur dönsurum sem dansa við hvora aðra eða í hópi sem í dansa nokkur pör. Dansari 1 (sú sem byrjar vinstra megin í parinu) og dansari 2 (sú sem byrjar hægra megin), gera ekki alltaf sömu skrefin og dansa oftar en ekki til skiptis þar sem að önnur bíður í pósu á meðan hin dansar eina syrpu, og svo skiptast þær á hlutverkum.

Dansararnir byrja hlið við hlið, dansari 1 vinstra megin og dansari 2 hægra megin (frá sjónarhorni dansaranna). Þær eru með handeggina beint út til hliðanna (í axlarhæð), flatir lófarnir vísa frá líkamanum, og fingurnir vísa beint fram (að speglunum), hægri lófi dansara 1 og vinstri lófi dansara 2 snertast. (Þessi handastaða er algeng í indverskum dönsum, flamenco dönsum og mikið notuð í Tribal Belly Dance.)

  1. 8 hraðir taktar

    Dansari 1:

    Egypskt shimmi og vinstri handleggurinn fer rólega beint upp fyrir höfuð (lófinn snýr nú þannig hann vísar í áttina að dansara 2 og fingurnir vísa upp), hendin fer niður með líkamanum og stoppar við solar plexus (í brjóstahæð)

    Dansari 2:

    Egypskt shimmi og hægri handleggurinn fer rólega beint upp fyrir höfuð (lófinn snýr nú þannig hann vísar í áttina að dansara 1 og fingurnir vísa upp), hendin fer niður með líkamanum og stoppar við solar plexus (í brjóstahæð)

  2. Dansari 1:

    Stendur upp á tær og handastöðu er speglað hratt, þannig að vinstri handleggurinn fer beint út til vinstri og fingur vísa að speglum og hægri hendin fer að solar plexus, fingur vísa uppávið. Nú gerir hún 6 tvist þannig að hægri tá stígur (smá) fram og hægri mjöðm tvistast fram, hægri stígur til baka að vinstri, vinstri tá stígur fram og vinstri mjöðmin tvistast fram, svo hægri, vinstri, hægri og vinstri.

    Dansari 2:

    Stendur upp á tær og handastöðu er speglað hratt, þannig að hægri handleggurinn fer beint út til hægtri og fingur vísa að speglum og vinstri hendin fer að solar plexus, fingur vísa uppávið. Nú gerir hún 6 tvist þannig að hægri tá stígur (smá) fram og hægri mjöðm tvistast fram, hægri stígur til baka að vinstri, vinstri tá stígur fram og vinstri mjöðmin tvistast fram, svo hægri, vinstri, hægri og vinstri.

  3. Dansari 1:

    Réttir úr hægri handlegg og snertir hendi dansara 2 aftur, heldur áfram að tvista 6 sinnum en fikrast á sama tíma á bakvið dansara 2 og sleppir ekki takinu á hendi hans allan tímann (eins og kona í samkvæmisdansi er eins og hún sé leidd á bakvið dansara 2)

    Dansari 2:

    Réttir úr vinstri handlegg og snertir hendi dansara 1 aftur, heldur áfram að tvista 6 sinnum en sleppir ekki takinu á hendi dansara 1 sem fikrast á bakvið dansara 2 (eins og karlinn í samkvæmisdansi er eins og hún leiði dansara 1 á bakvið sig)

  4. Dansari 1:

    Dansarinn stendur enn á bakvið dansara 2, með hægri handlegginn út til hægri, og vinstri handlegg boginn fyirr ufan höfuð og leiðir með þeirri hendi dansara 2. Nú gerir hún í þessarri stöðu 6 "soldier-a" með mjöðmunum, byrjar á hægri. Svo stígur hún tvö skref til vinstri (krossar fyrst með hægri og stígur svo í vinstri) og lætur handleggina síga niður með síðum

    Dansari 2:

    Dansarinn stendur enn fyrir framan dansara 1, með vinstri handlegginn út til vinstri, og hægri handlegg boginn fyirr ufan höfuð og leiðir með þeirri hendi dansara 1. Nú gerir hún í þessarri stöðu 6 "soldier-a" með mjöðmunum, byrjar á hægri.

  5. Dansari 1:

    Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið (Taa) á ská fram til hægri. Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi í axlarhæð í indversku handastöðunni sem táknar boga og örvar (Kartarimuka: þumall og langatöng snertast, fingur vísa upp), svo fer vinstri hendin upp í axlarhæð í Kartarimuka, næst fer hún upp með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: hægri handleggur út til hægri, vinstri uppi eins og hún leiði enn dansara 1, og vinstri mjöðmina niðri eftir síðasta "soldier-inn"

  6. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í indversku stöðunni og hún horfir upp.

    Dansari 2:

    Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið á ská fram til hægri. Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi í axlarhæð í indversku handastöðunni sem táknar boga og örvar (Kartarimuka: þumall og langatöng snertast, fingur vísa upp), svo fer vinstri hendin upp í axlarhæð í Kartarimuka, næst fer hún upp með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp

  7. Dansari 1:

    Gengur í hring til vinstri (frekar hratt): krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og krossar hann aftur fyrir þann hægri, snýr sér svo á vinstri fæti, klára hringinn og stígur hægri að. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstri fótur krossast á bakvið þann hægri (tábergið í gólfið). Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur fer beint fram (krossar ofaná þann vinstri), hægri hendin myndar indversku handastöðuna sem táknar lótusblóm (Alapaadima) og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp. (Alapaadima: fingurnir eru eins glenntir og þeir geta orðið en litli fingurinn er á leiðinni inn í lófann)

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í indversku stöðunni og hún horfir upp.

  8. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í hægri fót, með vinstri fótlegg krossaðan á bakvið og tábergið í gólfinu, vinstri handleggur er beint frammi, hægri hendi í indverska lótusblóminu við hægra eyrað og hún horfir upp.

    Dansari 2:

    Gengur í hægri-hring á staðnum (frekar hratt): krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og stígur honum að þeim hægri, krossar svo í hægri fót aftur fram fyrir vinstri, snýst á þeim vinstri í leiðinni og klárar hringinn. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstri fótur krossast á bakvið þann hægri (tábergið í gólfið). Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur fer beint fram (krossar ofaná þann vinstri), hægri hendin myndar indversku handastöðuna Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp. (Alapaadima: fingurnir eru eins glenntir og þeir geta orðið en litli fingurinn er á leiðinni inn í lófann)

  9. Dansari 1:

    Snýr sér í hraðan hring til vinstri og endar með hægri fót beint út til hliðar, hægri handlegg beint fram (búkur er á ská til vinstri) og vinstri handleggur er niðri með síðu. Nú snýst hún í tvo leifturhraða balletthringi (Chainees) til hægri með handleggina niðri, og endar í stöðu: stendur í báða fætur með vinstri aðeins framar, vinstri handleggur niðri og sá hægri uppi. Þá gerir hún ballett-/flamencohringinn (Pirueta): hægri fótur (aðeins) upp, á saman tíma snúast handleggir þannig að hægri handleggur fer út til hliðar og niður en sá vinstri fer upp til hliðar og beint upp, hægri fótur krossast fram fyrir þann vinstri, hún stígur í hann og snýst hratt í heilan hring til vinstri, á meðan fer hún upp með hægri handlegg og endar teinrétt, með báða handleggi beint upp og hægri fót aðeins framar en þann vinstri.
    Því fara handleggir beint út til hliðanna og hún tekur tvö farida-spor til vinstri (camel með þungann á aftari fæti), stoppar og gerir hæga snákahandleggi til vinstri, hægri, vinstri og hægri (sveigja búkinn með), svo fara hendur niður og svo beint upp til hliðanna og upp fyrir haus í tveimur kippum.

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í hægri fót, með vinstri fótlegg krossaðan á bakvið og tábergið í gólfinu, vinstri handleggur er beint frammi, hægri hendi í indverska lótusblóminu við hægra eyrað og hún horfir upp.

  10. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í báða fætur með handleggi beint upp, lófar vísa út til hliðanna.

    Dansari 2:

    Snýr sér í hraðan hring til vinstri og endar með hægri fót beint út til hliðar, hægri handlegg beint fram (búkur er á ská til vinstri) og vinstri handleggur er niðri með síðu. Nú snýst hún í tvo leifturhraða balletthringi (Chainees) til hægri með handleggina niðri, og endar í stöðu: stendur í báða fætur með vinstri aðeins framar, vinstri handleggur niðri og sá hægri uppi. Þá gerir hún ballett-/flemencohringinn (Pirrueta): hægri fótur (aðeins) upp, á saman tíma snúast handleggir þannig að hægri handleggur fer út til hliðar og niður en sá vinstri fer upp til hliðar og beint upp, hægri fótur krossast fram fyrir þann vinstri, hún stígur í hann og snýst hratt í heilan hring til vinstri, á meðan fer hún upp með hægri handlegg og endar teinrétt, með báða handleggi beint upp og hægri fót aðeins framar en þann vinstri.
    Því næst fara handleggir beint út til hliðanna og hún tekur tvö farida-spor til vinstri (camel með þungann á aftari fæti), stoppar og gerið hæga snákahandleggi til vinstri, hægri, vinstri og hægri (sveigja búkinn með), svo fara hendur niður og svo mjúklega upp til hliðanna og upp fyrir haus og svo fara handleggirninr þráðbeinir mjúklega niður (lófarnir vísa upp) og stoppa í axlarhæð.

  11. Dansari 1:

    Snýr sér við svo hún snúi baki í speglana og fer uppá tær, stígur tvisvar fram og til baka með hægra fæti með triplet-shimmi í hverju spori (hægri fótur: fr, aft, fr, aft), handleggir færast mjúklega: þegar hægri fótur er frammi er hægri handleggur út til hliðar og sá vinstri boginn fyrir framan líkamann, svo þegar hægri fótur fer aftur, fer vinstri handleggur mjúklega út til hliðar og sá hægri mjúklera fram fyrir líkamann (handastaða eins og karlmaðurinn í samkvæmisdansi).
    Svo snýr hún sér í hálfhring til hægri og gerir sömu sporin með handahreyfingunum í átt að speglum (hægri fr, aft, fr, aft).
    Svo snýr hún sér í 90 gráður til vinstri og endurtekur sporin og handahreyfingarnar í þá átt.
    Og loks snýr hún sér í hálfhring til hægri og snýr þá að dansara 2, og endurtekur sporin og handahreyfingarnar í átt að honum (ath. dansari 1 á að vera örlítið hægra megin í móti dansara 2).

    Dansari 2:

    Snýr að speglunum og fer uppá tær, stígur tvisvar fram og til baka með hægra fæti með triplet-shimmi í hverju spori (hægri fótur: fr, aft, fr, aft), handleggir færast mjúklega: þegar hægri fótur er frammi er hægri handleggur út til hliðar og sá vinstri boginn fyrir framan líkamann, svo þegar hægri fótur fer aftur, fer vinstri handleggur mjúklega út til hliðar og sá hægri mjúklera fram fyrir líkamann (handastaða eins og karlmaðurinn í samkvæmisdansi).
    Svo snýr hún sér í hálfhring til hægri og gerir sömu sporin með handahreyfingunum með bakið í speglana (hægri fr, aft, fr, aft).
    Svo snýr hún sér í 90 gráður til vinstri og endurtekur sporin og handahreyfingarnar í þá átt.
    Og loks snýr hún sér í hálfhring til hægri og snýr þá að dansara 1, og endurtekur sporin og handahreyfingarnar í átt að honum (ath. dansari 2 á að vera örlítið hægra megin í móti dansara 1).

  12. Dansari 1:

    Vinstri handleggurinn beint út til vinstri og lófinn vísar út til vinstri, hægri handleggurinn boginn fyrir ofan höfuð og lófinn vísar upp. Gengur í fjórumstórum og hægum skrefum, alveg uppvið dansara 2, í kringum hana og endar á sama stað og hún byrjaði.

    Dansari 2:

    Vinstri handleggurinn beint út til vinstri og lófinn vísar út til hægri, hægri handleggurinn boginn fyrir ofan höfuð og lófinn vísar upp. Gengur í fjórum stórum og hægum skrefum, alveg uppvið dansara 1, í kringum hana og endar á sama stað og hún byrjaði.

    Dansararnir ganga í kringum hvora aðra á sama tíma og horfast stíft í augu allan tímann

  13. Dansari 1:

    (Passada:) Hægri fótleggur fer upp í stóran krók (í raun utanum dansara 2) og svo beint niður og aftur fyrir þann vinstri. Þá fer vinstri handleggur niður og hún snýr sér hratt í hring og horfir aftur beint í augun á dansara 2, í snúningnum fer vinstri hendin upp fyrir höfuð. Eftir snúninginn stendur hún semsagt í báða fætur (hægri aðeins framar) með báðar hendur upp fyrir höfuð. Þá færir hún höfuðið til hliðanna fjórum sinnum (h,v,h,v)

    Dansari 2:

    (Passada:) Hægri fótleggur fer upp í stóran krók (í raun utanum dansara 1) og svo beint niður og aftur fyrir þann vinstri. Þá fer vinstri handleggur niður og hún snýr sér hratt í hring og horfir aftur beint í augun á dansara 1, í snúningnum fer vinstri hendin upp fyrir höfuð. Eftir snúninginn stendur hún semsagt í báða fætur (hægri aðeins framar) með báðar hendur upp fyrir höfuð. Þá færir hún höfuðið til hliðanna fjórum sinnum (h,v,h,v)

  14. Dansari 1:

    (tei ya tei, ta ha ta ha, tei tei ji ni, ta ha:)
    Hnefar á mjaðmir og stappa hratt með h,v,h
    vinstri hæll fram, vinstra táberg fyrir aftan hægri hæl, vinstri hæll fram, vinstra táberg fyrir aftur hægri hæl
    tvístappa til vinstri, stíga svo í vinstri fót, hægra táberg fer afturfyrir vinstri hæl, lyftir líkamanum, vinstri fótur fer niður aftur, hægri hæll fer fram og svo enda sporið á því að hægra tábergið stoppar við vinstri hælinn.

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í báða fætur (hægri aðeins framar) með báðar hendur upp fyrir höfuð.

  15. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægra tábergið í gólfinu á bakvið vinstri hælinn, hnefar eru á mjöðmum.

    Dansari 2:

    Hnefar á mjaðmir og "vagga" fram og til baka 3 sinnum: stíga fram með hægri, aftur með vinstri, fram með hægri, aftur með vinstri, fram með hægri og aftur með vinstri. Stappa svo hratt 4 sinnum með fætur saman: h,v,h,v. Vagga einu sinni: stíga í hægri fótinn fram og vinstri fótinn aftur. Stappa svo hratt 3 sinnum með fætur saman: h,v,h. Sparka vinstri hæl svo strax fram í gólfið og stíga svo í hælinn (Taa), tærnar vísa út til vinstri.

  16. Dansari 1:

    Hægri hendin fer upp og sú vinstri er í solar plexus hæð og lófinn vísar til hægri. Farida til vinstri (hægri fótur krossast á bakvið þann vinstri og á meðan er gert eitt "camel") og bringusundshreyfing með vinstri hendinni með, vinstri hendin fer upp og sú hægri í solar plexus, Farida til hægri (vinstri krossast á bakvið og camel) og bringusundshreyfing með hægri hendi. Hendur upp, vinstri fótur krossast vel fram fyrir þann hægri og snúa heilan hring á staðnum og stoppa þar.

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Krepptir hnefar á mjöðmum, stendur í hægri fót með vinstri hælinn í gólfinu á ská fram til vinstri.

  17. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur þráðbein með hendur beint uppi.

    Dansari 2:

    Vinstri hendin fer upp og sú hægri er í solar plexus hæð og lófinn vísar til vinstri. Farida til hægri (vinstri fótur krossast á bakvið þann hægri og á meðan er gert eitt "camel") og bringusundshreyfing með hægri hendinni með, hægri hendin fer upp og sú vinstri í solar plexus, Farida til vinstri (hægri krossast á bakvið og camel) og bringusundshreyfing með vinstri hendi. Hendur upp, hægri fótur krossast vel fram fyrir þann vinstri og snúa heilan hring á staðnum og stoppa þar.

  18. Dansari 1:

    Farida til hægri og hægri hendin gerir sundhreyfinguna, krossa með vinstri fót fram fyrir, hendur upp og snúa í heilan hring. Fjórir taktar: vinstri handleggur beint út til hliðar í axlarhæð (lófi vísar út frá líkamanum), hægri handleggur eins út til hliðar, lófar á mjaðmabeinin og horfa niður í leiðinni, svo horfa upp.

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur þráðbein með hendur beint uppi.

  19. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur þráðbein með lófa á mjaðmabeinunum.

    Dansari 2:

    Farida til vinstri og vinstri hendin gerir sundhreyfinguna, krossa með hægri fót fram fyrir, hendur upp og snúa í heilan hring. Fjórir taktar: hægri handleggur beint út til hliðar í axlarhæð (lófi vísar út frá líkamanum), vinstri handleggur eins út til hliðar, lófar á mjaðmabeinin og horfa niður í leiðinni, svo horfa upp.

  20. Dansari 1:

    Ganga til hægri með krossaspori (hendur mjúkar í samkvæmisdansa-stöðunni eins og í lið 11, byrja eins og karlinn): vinstri framfyrir, stíga í hægri, vinstri afturfyrir, hægri, vinstri framfyrir, hægri, snúa svo í heilan hring til vinstri með hendur niðri.
    Ganga með krossaspori til vinstri (hendur byrja eins og konan í samkvæmisdansi): hægri framfyrir, stíga í vinstri, hægri afturfyrir, vinstri, hægri framfyrir, vinstri, snúa í heilan hring til hægri með hendur niðri.
    Ganga 3 venjuleg skref til hægri (v,h,v), á meðan lyftum við handleggjum aðeins upp til hliðanna og svo hratt upp fyrir höfuð á meðan við lyftum svo hægra hné og snúum hálfhring til vinstri á vinstra fæti, á meðan krossast hendur niður fyrir framan okkur, þá stígum við 3 venjuleg skref til vinstri (h,v,h), staðnæmumst með vinstri fótinn út til hliðar, snákahandleggur með vinstri handlegg svo fer hann að mjöðm, horfa niður á hægri hendina.

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur þráðbein með lófa á mjaðmabeinunum.

  21. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur í hægri fót, með þann vinstri út til hliðar, hendur við mjaðmir og horfir niður á hægri hendina.

    Dansari 2:

    Ganga til hægri með krossaspori (hendur mjúkar í samkvæmisdansa-stöðunni eins og í lið 11, byrja eins og karlinn): vinstri framfyrir, stíga í hægri, vinstri afturfyrir, hægri, vinstri framfyrir, hægri, snúa svo í heilan hring til vinstri með hendur niðri.
    Ganga með krossaspori til vinstri (hendur byrja eins og konan í samkvæmisdansi): hægri framfyrir, stíga í vinstri, hægri afturfyrir, vinstri, hægri framfyrir, vinstri, snúa í heilan hring til hægri með hendur niðri.
    Ganga 3 venjuleg skref til hægri (v,h,v), á meðan lyftum við handleggjum aðeins upp til hliðanna og svo hratt upp fyrir höfuð á meðan við lyftum svo hægra hné og snúum hálfhring til vinstri á vinstra fæti, á meðan krossast hendur niður fyrir framan okkur, þá stígum við 3 venjuleg skref til vinstri (h,v,h), staðnæmumst með vinstri fótinn út til hliðar, hendur rólega upp til hlianna og upp fyrir höfuð, færa hendur svo niður með líkamanum og láta fingurna "rigna" niður (hreyfa fingurna).

  22. Dansari 1:

    Snúa að dansara 2, láta vinstri lófann snerta vinstri lófann hennar í axlarhæð, ganga í hálfhring í kringum hana, til hægri: stíga með v,h,v. Þá lyftum við hægra hné og snúum í hálfhring á staðnum á vinstri fætinum og skiptum um hendi og snertum hægri hendina hennar með hægri hendi. Nú göngum við í hálfhring í kringum hana tilbaka til vinstri. Skiptum, göngum hægri hálfhringinn, skiptum, göngum vinstri hálfhringinn,
    nú skiptum við með því að snúa í heilan hring frá dansara 2, göngum hægri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum vinstri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum hægri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum vinstri hálfhringinn
    (alls 8 sinnum, 4 venjulega og 4 sinnum með öfugum hring)

    Dansari 2:

    Snúa að dansara 1, láta vinstri lófann snerta vinstri lófann hennar í axlarhæð, ganga í hálfhring í kringum hana, til vinstri: stíga með v,h,v. Þá lyftum við hægra hné og snúum í hálfhring á staðnum á vinstri fætinum og skiptum um hendi og snertum hægri hendina hennar með hægri hendi. Nú göngum við í hálfhring í kringum hana tilbaka til hægri. Skiptum, göngum vinstri hálfhringinn, skiptum, göngum hægri hálfhringinn,
    nú skiptum við með því að snúa í heilan hring frá dansara 1, göngum vinstri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum hægri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum vinstri hálfhringinn, skiptum með heilum hring, göngum hægri hálfhringinn
    (alls 8 sinnum; 4 venjulega og 4 sinnum með öfugum hring)

  23. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Stendur í hægri fót, með vinstri hendina uppi eins og hún snerti enn vinstri hendi Dansara 2.

    Dansari 2:

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig framfyrir Dansara 1, endar svo á fjórum töktum eins og í lið 6: fyrst fer hún upp með hægri hendi í axlarhæð í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í axlarhæð í Kartarimuka, næst fer hún upp með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp

  24. Dansari 1:

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig til hægri við Dansara 2, endar svo á fjórum töktum eins og í lið 5: fyrst fer hún upp með hægri hendi í axlarhæð í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í axlarhæð í Kartarimuka, næst fer hún upp með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp

    Dansari 2:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í indversku stöðunni og hún horfir upp.

  25. Dansari 1:

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í indversku stöðunni og hún horfir upp.

    Dansari 2:

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig aðeins afturábak, endar svo á fjórum töktum eins og í lið 8: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur fer beint fram (krossar ofaná hinn), hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp.

  26. Dansari 1

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig aðeins framávið, endar svo á fjórum töktum eins og í lið 8: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur fer beint fram (krossar ofaná hinn), hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp.

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í hægri fót, með vinstri fótlegg krossaðan á bakvið, vinstri handleggur er beint frammi, hægri hendin Alapaadima-stöðu við hægra eyrað og hún horfir upp.

  27. Dansari 1

    Snýr í hálfhring til vinstri með hendur upp fyrir höfuð og hendur utanum vinstri vísifyngur með hægri hendi, snýr aftur fram í hálfhring til vinstri og setur vinstri lófann ofaná hægra handabakið og beygir hægri úlnlið niðurá við, stígur í hægri fót (þunginn á vinstri fótinn) og setur hnefana á mjaðmirnar
    Þá koma 4 taktar: fyrst gerir hún Kartarimuka með vinstri hendi (fingur vísa upp), svo gerir hún Kartarimuka með hægri hendi (fingrur vísa niður og snerta fingur vinstri handar), síðan gerir hún Alapaadima/Lotus með báðum höndum, loks horfir hún upp.

    Dansari 2

    Impróviserar shimmi í 11 sekúntur.

  28. Dansari 1

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: með þungann á hægra fæti, hendurnar í Alapaadima/Lotus og horfir upp.

    Dansari 2

    Hendur niðri við mjaðmir gerir 6 camel með h,v,h,v,h,v og snýr í leiðinni 1/4 hring til hægri og stendur í lokin á móti Dansara 1 með hendur hjá mjöðmum

  29. Dansari 1

    Krossar vinstra fæti afturfyrir þann hægri, vinstri hendin fer upp og sú hægri niður og gerir Pirrueta í heilan hring til hægri og endar á móti Dansara 2, með hendur uppi.

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur á móti Dansara 1, með hendur niðri við mjaðmir.

  30. Dansari 1

    (Endaði áðan eftir snúninginn með hægri fót frammi) Stígur aftur með vinstri, setur vinstri handlegg niður og þann hægri upp, gerir Pirrueta í heilan hring til vinstri og endar eins og áðan á móti Dansara 2.

    Dansari 2

    Impróviserar í 7 sekúntur á móti Dansara 1.

  31. Dansari 1

    Setur hnefa á mjaðmir, stappar (indverskum stöppum) í rosalega hröðum takti: tei ya tei taa (v), ya tei ya taa (h), tei ya tei taa (v), ya tei ya taa (h), tei ya tei taa (v), ya tei ya taa, tei (h), og fikrast með stöppunum smám saman í kringum Dansara 2 (fyrst afturfyrir hana, svo framfyrir hana og endar á sama stað og hún byrjaði). Gerir svo Soldier með h,v,h,v.

    Dansari 2

    Setur hnefa á mjaðmir, stappar (indverskum stöppum) í rosalega hröðum takti: tei ya tei taa (v), ya tei ya taa (h), tei ya tei taa (v), ya tei ya taa (h), tei ya tei taa (v), ya tei ya taa, tei (h), og fikrast með stöppunum smám saman í kringum Dansara 1 (fyrst framfyrir hana, svo afturfyrir hana og endar á sama stað og hún byrjaði). Gerir svo Soldier með h,v,h,v.

    tei: stappa með hægri, ya: stappa með vinstri, taa: hæll í gólfið

  32. Dansari 1

    Hefur vinstri hendi niðri við mjöðm og hægri handlegginn (kjurran) út til hliðar, gengur rólga 2 skref til hægri með Maya (gerir Maya með h,v,h,v).
    Vinstri hendin fer upp fyrir höfuð og niður í solar plexus (á meðan vísar lófinn allan tímann til vinstri og fingurnir upp) og meðan eru gerðir tveir Hula-hringir.
    Handleggjum komið í flamenco-stöðu, vinstri út til vinstri og lófinn vísar út til vinstri, hægri boginn fyrir ofan höfuð og lófinn vísar upp. Gerir tvö Farida til vinstri (hægri krossast á bak við vinstri og camel er gert með þungann á hægra fæti)
    Vinstri handleggur upp og Pirrueta gerð í tvo heila vinstri hringi (enda með báðar hendur uppi, hægri hendin tekur alltaf dýfurnar í hringjunum, sú vinstri er alltaf uppi)
    Handleggir niður, vinstri fótur krossast afturfyrir þann hægri og hún snýr í heilan hring, og hringurinn endar með þungann á hægra fæti, vinstri hæll vel fram, og svo beygir hún sig fram með beint bakið og gerir rólega handleggjahreyfingu sem minnir á svan sem lokar yfir sig vængjunum þegar hann er að fara að sofa.

    Dansari 2

    Hefur vinstri hendi niðri við mjöðm og hægri handlegginn (kjurran) út til hliðar, gengur rólga 2 skref til hægri með Maya (gerir Maya með h,v,h,v).
    Vinstri hendin fer upp fyrir höfuð og niður í solar plexus (á meðan vísar lófinn allan tímann til vinstri og fingurnir upp) og meðan eru gerðir tveir Hula-hringir.
    Handleggjum komið í flamenco-stöðu, vinstri út til vinsri og lófinn vísar út til vinstri, hægri boginn fyrir ofan höfuð og lófinn vísar upp. Gerir tvö Farida til vinstri (hægri krossast á bak við vinstri og camel er gert með þungann á hægra fæti)
    Vinstri handleggur upp og Pirrueta gerð í tvo heila vinstri hringi (enda með báðar hendur uppi, hægri hendin tekur alltaf dýfurnar í hringjunum, sú vinstri er alltaf uppi)
    Handleggir niður, vinstri fótur krossast afturfyrir þann hægri og hún snýr í heilan hring, og hringurinn endar með þungann á hægra fæti, vinstri hæll vel fram, og svo beygir hún sig fram með beint bakið og gerir rólega handleggjahreyfingu sem minnir á svan sem lokar yfir sig vængjunum þegar hann er að fara að sofa.

  33. Dansari 1

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: Eins og sofandi svanur, með þungann á hægra fæti og vinstri hælinn frammi.

    Dansari 2

    Rís upp og stígur í vinstri fót, hægri fótleggur beinn út til hliðar, vinstri hendin niðri og hægri handleggur teygir sig til vinstri og úlnlið er snúið einu sinni hægt.
    Stígur í hægri fót, vinstri fótleggur beinn út til hliðar, hægri hendin niðri og vinstri handleggur teygir sig til hægri og úlnlið er snúið einu sinni hægt.
    Gengur svo í 4 skrefum (v,h,v,h) í heilan hring (endar aftar en hún byrjar ... gegur í raun í C en ekki hring).

  34. Dansari 1

    Rís upp og stígur í vinstri fót, hægri fótleggur beinn út til hliðar, vinstri hendin niðri og hægri handleggur teygir sig til vinstri og úlnlið er snúið einu sinni hægt.
    Stígur í hægri fót, vinstri fótleggur beinn út til hliðar, hægri hendin niðri og vinstri handleggur teygir sig til hægri og úlnlið er snúið einu sinni hægt.
    Gengur svo í 4 skrefum (v,h,v,h) í heilan hring (endar aftar en hún byrjar ... gegur í raun í C en ekki hring).

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: snýr fram með hendur niðri.

  35. Dansari 1

    Stendur frosin í fótastöðu á meðan hún stýkur yfir solar plexus með vinstri hendi og bak með hægri hendinni (eins og verið sé að strjúka svitann fyrir neðan brjóstin með handahliðinni þar sem litliputti er og á bakinu með handahliðinni þar sem þumallinn er (lófar snúar upp)), skipta svo og strjúka undir brjóstin með hægri og bakið með vinstri. Þetta er Flamencohreyfing
    Nú krossast vinstri fótur vel á bakvið þann hægri, og við snúum heilan hægan hring til vinstri og þegar hann er að klárast fara hendur rólega upp til vinstri: lófarnir snúa frá líkamanum, vinstri hendin er ofar og snýr lárétt og sú hægri snýr lóðrétt (neiii, ekki meira ljós!)

    Dansari 2

    Stendur frosin í fótastöðu á meðan hún stýkur yfir solar plexus með vinstri hendi og bak með hægri hendinni (eins og verið sé að strjúka svitann fyrir neðan brjóstin með handahliðinni þar sem litliputti er og á bakinu með handahliðinni þar sem þumallinn er (lófar snúar upp)), skipta svo og strjúka undir brjóstin með hægri og bakið með vinstri. Þetta er Flamencohreyfing
    Nú krossast vinstri fótur vel á bakvið þann hægri, og við snúum heilan hægan hring til vinstri og þegar hann er að klárast fara hendur rólega upp til vinstri: lófarnir snúa frá líkamanum, vinstri hendin er ofar og snýr lárétt og sú hægri snýr lóðrétt (neiii, ekki meira ljós!)

  36. Dansari 1

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: snýr fram með hendur niðri.

    Dansari 2

    Endurtekur lið 6: Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið (Taa). Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi upp í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í Kartarimuka, næst fer hún með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp.

  37. Dansari 1

    Endurtekur lið 5: Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið (Taa). Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi upp í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í Kartarimuka, næst fer hún með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp.

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í Kartarimuka og hún horfir upp.

  38. Dansari 1

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í vinstri fót með hægri hælinn í gólfinu á ská fram til hægri, hendurnar uppi í Kartarimuka og hún horfir upp.

    Dansari 2

    Endurtekur lið 8: Gengur í hring til vinstri: krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og krossar hann aftur fyrir þann hægri, snýr sér svo á vinstri fæti, klára hringinn og stígur hægri að. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstra táberg krossast á bakvið hægri fót. Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur krossast ofaná þann vinstri, hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp.
  39. Dansari 1

    Endurtekur lið 7: Gengur í hring til vinstri: krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og krossar hann aftur fyrir þann hægri, snýr sér svo á vinstri fæti, klára hringinn og stígur hægri að. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstra táberg krossast á bakvið hægri fót. Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur krossast ofaná þann vinstri, hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum horfir hún upp.

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í hægri fót, með vinstra tábergið krossað á bakvið hægri fót, vinstri handleggur er beint frammi, hægri hendi í Alapaadima við hægra eyrað og hún horfir upp.

  40. Dansari 1

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: stendur í hægri fót, með vinstra tábergið krossað á bakvið hægri fót, vinstri handleggur er beint frammi, hægri hendi í Alapaadima við hægra eyrað og hún horfir upp.

    Dansari 2

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig afturábak í leiðinni, endar svo með hendur niðri við mjaðmir og gerir Soldier með h,v,h,v.

  41. Dansari 1

    Impróviserar í 7 sekúntur og fikrar sig afturábak í leiðinni, endar svo með hendur niðri við mjaðmir og gerir Soldier með h,v,h,v.

    Dansari 2

    Er frosin í stellingunni sem hún endaði í síðast: snýr beint fram með hendur niðri.

  42. Dansari 1

    Vinstri hendin uppi og sú hægri í solar plexus-hæð og lófinn vísar til vinstri, Farida til hægri (vinstri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með hægri hendi. Fer upp með hægri hendi og niður með vinstri.
    Farida til vinstri (hægri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með vinstri hendi. Fer upp með vinstri hendi og niður með hægri.
    Farida til hægri (vinstri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með hægri hendi.
    Hægri fótur krossast fram fyrir þann vinstri og hún gerir hraðan snúning til hægri með báða handleggi uppi.
    Vinstri hendin niður, Farida til vinstri (hægri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með vinstri hendi.

    Dansari 2

    Vinstri hendin uppi og sú hægri í solar plexus-hæð og lófinn vísar til vinstri, Farida til hægri (vinstri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með hægri hendi. Fer upp með hægri hendi og niður með vinstri.
    Farida til vinstri (hægri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með vinstri hendi. Fer upp með vinstri hendi og niður með hægri.
    Farida til hægri (vinstri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með hægri hendi.
    Hægri fótur krossast fram fyrir þann vinstri og hún gerir hraðan snúning til hægri með báða handleggi uppi.
    Vinstri hendin niður, Farida til vinstri (hægri krossast á bakvið) og bringusundshreyfing með vinstri hendi.
    Hendur síga niður með síðum.

  43. Dansari 1

    Endurtekur lið 5: Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið (Taa). Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi upp í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í Kartarimuka, næst fer hún með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp.

    Dansari 2

    Endurtekur lið 6: Hendur niðri með síðum á meðan hún tiplar fram: stígur mjúklega fram með hægra fæti, hoppar lítið, lendir á vinstri, stígur fram með hægri og afturábak með vinstri, svo setur hún hægri hæl í gólfið (Taa). Svo koma fjórir taktar, í þeim fyrsta fer hún upp með hægri hendi upp í Kartarimuka, svo fer vinstri hendin upp í Kartarimuka, næst fer hún með báðar hendurnar í Kartarimuka upp fyrir höfuð (fingur snúa að hverjum öðrum og lófar snúa upp), í síðasta taktinum horfir hún upp.

  44. Dansari 1

    Endurtekur lið 7: Gengur í hring til vinstri: krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og krossar hann aftur fyrir þann hægri, snýr sér svo á vinstri fæti, klára hringinn og stígur hægri að. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstra táberg krossast á bakvið hægri fót. Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur krossast ofaná þann vinstri, hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum gerir hún Cambri (hallar búknum djúpt afturábak).

    Dansari 2

    Endurtekur lið 8: Gengur í hring til vinstri: krossar fyrst með hægri fót fram fyrir þann vinstri, snýr svo þeim vinstri og krossar hann aftur fyrir þann hægri, snýr sér svo á vinstri fæti, klára hringinn og stígur hægri að. Á meðan fara hendurnar niður til hægri og staðnæmast sitthvoru megin við mjaðmirnar. Vinstra táberg krossast á bakvið hægri fót. Þá koma fjórir taktar: vinstri handleggur fer beint fram, hægri handleggur krossast ofaná þann vinstri, hægri hendin myndar Alapaadima og færist á sama tíma að hægra eyranu, í síðasta taktinum gerir hún Cambri (hallar búknum djúpt afturábak).


Svör frá lesendum (2)

  1. Hrabba/Aziza svarar:

    Kristína, þú ert hetjan mín :)

    16. október 2004 kl. 20:27 GMT | #

  2. Sigga Maja svarar:

    Vááá Kristína þú ert alveg frábær :o)

    21. október 2004 kl. 08:48 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)