Sambadansinn
Hér koma sporin að Sambadansinum! Sambastíllinn sem við lærum hjá Josy heitir AXÉ, inní hann fléttast djassáhrif og er ekki það sama og Carnival-Samba.
Dansinn er dansaður í pörum, það kemur ekki í skýrt fram fyrr en þegar líður á dansinn. Við byrjum aftarlega á sviðinu og fyrstu sporin eru framávið inná sviðið.
Þegar annað er ekki tekið fram, þá eru hendur hálfkrepptar, olnbogar bognir og hreyfast bara eðlilega með sporunum.
- göngum fram með 16 grunnsporum (hægri hæll aðeins fram í gólfið með innskeifum fætinum og snúa hælnum í útskeifa stöðu í gólfinu, stíga hægra fæti tilbaka og setja innskeifan vinstri hælinn aðeins fram)
- hættum að ganga áfram og gerum 6 grunnspor á staðnum (hvhvhv), stígum í 7.takti stórt skref fram með hægri, og á 8.takti snúm við í hring til vinstri á vinstra fæti.
- 4 grunnspor, hendur svo í hár og gera 4 bömp og færast niður (hvhv), hika einn takt niðri og hoppa svo uppúr stöðunni.
- 4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð.
4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð. - 8 babysteps (fætur byrja saman, hægri stígur til hliðar og aftur að vinstri, vinstri stígur til hliðar og aftur að ... hendur á saman tíma: hendur leiðast fyrir framan solar plexus, þegar hægri stígur til hliðar fara hendur til hægri, þegar hægri stígur að fara hendur í lítið skrautskriftar-e fyrir framan búkinn, svo til vinstri og til baka í skrautskriftar-e ...)
- Hendur í hár, vinstri fótur er kjurr, hægri mjöðmin gerir 8 framávið hringi, hægri fóturinn tekur lítið skref eftir hvern mjaðmahring og smámsaman fiktast líkaminn í skrefunum 8 í heilan hring.
- 4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð.
4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð. - 8 babysteps (fætur byrja saman, hægri stígur til hliðar og aftur að vinstri, vinstri stígur til hliðar og aftur að ... hendur á saman tíma: hendur leiðast fyrir framan solar plexus, þegar hægri stígur til hliðar fara hendur til hægri, þegar hægri stígur að fara hendur í lítið skrautskriftar-e fyrir framan búkinn, svo til vinstri og til baka í skrautskriftar-e ...)
- Hendur í hár, vinstri fótur er kjurr, hægri mjöðmin gerir 8 framávið hringi, hægri fóturinn tekur lítið skref eftir hvern mjaðmahring og smámsaman fiktast líkaminn í skrefunum 8 í heilan hring.
- Hendur upp og sveiftlast fram og til baka (hægri, vinstri) á meðan við ör-stöppum framávið 4 takta (stöppin eru samt miklu fleiri)
Hendur í hár, förum í hring með mjaðma hringjunum eins og í lið 6, nema nú gerum við bara 4 mjaðmahringi í heilum hring.
Hendur saman og beint fram, höllum okkur framávið og örstöppum afturábak (4 takta) (sveiflum rassinum aðeins til hliðanna í stað handleggjanna)
Hendur á mjaðmir og förum í heilan hring með 4 majðmahringjum. - 8 babysteps (fætur byrja saman, hægri stígur til hliðar og aftur að vinstri, vinstri stígur til hliðar og aftur að ... hendur á saman tíma: hendur leiðast fyrir framan solar plexus, þegar hægri stígur til hliðar fara hendur til hægri, þegar hægri stígur að fara hendur í lítið skrautskriftar-e fyrir framan búkinn, svo til vinstri og til baka í skrautskriftar-e ...)
- Hendur í hár, vinstri fótur er kjurr, hægri mjöðmin gerir 8 framávið hringi, hægri fóturinn tekur lítið skref eftir hvern mjaðmahring og smámsaman fiktast líkaminn í skrefunum 8 í heilan hring.
- Báðir partnerar gera eins, þeir spegla hvorn annan: Snúa baki í "partnerinn", hendur saman og beint fram, höllum okkur framávið og örstöppum afturábak að partnernum, (8 taktar)
Bömpum svo partnerinn 6 sinnum og notum takta 7 og 8 til að snúa aftur fram með 1/2 mjaðmahring - 4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð.
4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð. - Hoppum nú 4 sinnum svona: hoppum með hægra fæti fram fyrir vinstri fót á ská til vinstri, hoppum í vinstri fót þar sem hann er, hoppum svo aftur á bak með hægri á ská aftur til hægri, (hoppum aftur í vinstri þar sem hann er).
- 4 Travolta til hægri (fikrast til hægri með því að fara með báða hælana til í gólfið til hægri, svo báðar tærnar, hælana, tærnar), í seinni tveimur fara hendur saman fyrir framan líkamann og svo hægri upp á ská og vinstri niður á ská og svo saman aftur og endurtaka hendur.
Gerum þessa Travolta-rútínu 4 sinnum: til h,v,h,v - 4 grunnspor, 3 grunnspor og hendur á meðan: báðar hendur fram, báðar hendur upp, klappa, í síðasta taktinum hoppum við með hendur uppi.
- 4 grunnspor, vinstri hendi á mjöðm, sú hægri bendir beint áfram, og við förum í heilan hring með 4 majðmahringjum.
- 4 grunnspor, 3 grunnspor og hendur á meðan: báðar hendur fram, báðar hendur upp, klappa, í síðasta taktinum hoppum við með hendur uppi.
- 4 grunnspor, vinstri hendi á mjöðm, sú hægri bendir beint áfram, og við förum í heilan hring með 4 majðmahringjum.
- partner 1 (vinstra megin):stendur fast í báða fætur með vinstri hendina á mjöðm, hægri hendin er beint frammi og við snúum búknum hratt þannig að hendin sveiflist til v,h,v,h,v,h,v,h (búkurinn hallast alltaf frá þeirri átt sem hendin vísar í)
partner 2 (hægra megin):gerir ör-axlashimmi allan tímann á meðan hún trítlar fram á við 4 takta, stendur svo kjur í fæturnar og hallar búknum fram, aftur, fram, aftur, svo trítlar hún afturábak og stendur svo kjurr í fæturna, hallar búknum fr, aft, fr, aft. - partner 1 (vinstra megin):gerir ör-axlashimmi allan tímann á meðan hún trítlar fram á við 4 takta, stendur svo kjur í fæturnar og hallar búknum fram, aftur, fram, aftur, svo trítlar hún afturábak og stendur svo kjurr í fæturna, hallar búknum fr, aft, fr, aft.
partner 2 (hægra megin):stendur fast í báða fætur með vinstri hendina á mjöðm, hægri hendin er beint frammi og við snúum búknum hratt þannig að hendin sveiflist til v,h,v,h,v,h,v,h (búkurinn hallast alltaf frá þeirri átt sem hendin vísar í) - 4 grunnspor, 3 grunnspor og hendur á meðan: báðar hendur fram, báðar hendur upp, klappa, í síðasta taktinum hoppum við með hendur uppi.
- 4 grunnspor, vinstri hendi á mjöðm, sú hægri bendir beint áfram, og við förum í heilan hring með 4 majðmahringjum.
- 4 grunnspor, 3 grunnspor og hendur á meðan: báðar hendur fram, báðar hendur upp, klappa, í síðasta taktinum hoppum við með hendur uppi.
- 4 grunnspor, vinstri hendi á mjöðm, sú hægri bendir beint áfram, og við förum í heilan hring með 4 majðmahringjum.
- Gerum 16 sinnum shimi-side á staðnum, hendurnar byrja niðri og fikrast uppávið þessa 16 takta. Vísifingurnir eru útréttir og benda hratt til skiptis til hægri og vinstri allan tímann.
- Snúa baki í spegla, kíkja yfir hægri öxl, vinstri hendin í hárinu, hægri mjöðmin fer upp, upp (hægri handleggur stífur og sveiklast á móti mjöðminni), svo sveiflum við hárinu í tvo takta og skiptum um hlið
Kíkjum yfir vinstri öxl, vinstri mjöðm fer upp, upp ...
Allt í allt gerum við þetta 7 sinnum: kíkjum yfir h, v, h, v, h, v og h öxl
Beygjum okkur svo fram og snúum þannig í vinstri hálfhring þar til við snúum fram, þá réttum við úr okkur (eins og að búkurinn fari í stórt U á meðan við snúum fram.) - 4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð.
4 grunnspor, 4 grunnspor með hendur "luca" uppi og hrista höfuð. - Hoppum nú 4 sinnum svona: hoppum með hægra fæti fram fyrir vinstri fót á ská til vinstri, hoppum í vinstri fót þar sem hann er, hoppum svo aftur á bak með hægri á ská aftur til hægri, (hoppum aftur í vinstri þar sem hann er).
Hoppum svo aftur 4 sinnum eins, nema nú til hægri, þannig að vinstri fótur fer fram og til baka. - Að öllu hoppi loknu, stígum við hægra fæti að þeim vinstri og setjum hendur beint upp.
Svör frá lesendum (2)
milena svarar:
Hallo hallo! Eftir nokkrar dagar æfiningu er ég búin að fatta afhverju ég er alltaf að missa taktinn eftir lið 7.... Í glossurnar hér er búin að gleyma að lið 5 og 6 eru enðurtakað eftir lið 7. Vonandi verður það leitrétt svo að allir geta æft sig eins og þeir vilja án að lenda i flækju eins og ég. Besta kveðjur Milena
31. október 2004 kl. 23:50 GMT | #
Kristína svarar:
Takk Milena, mér hefur alveg yfirsést þetta ... ég er búin að laga textann : )
1. nóvember 2004 kl. 09:42 GMT | #