Krúttlegi folk-tabla dansinn
Þennan dans erum við í Elítuhópnum æfa mikið þessa dagana fyrir Afmælissýninguna! En dansinn sömdum við í sameiningu með Josy í tímum. Dansinn er við lag 2 á nýja "Show 2004" disknum.
Röðum okkur upp í tvær línur, í fremri línunni eru 5 minni stelpurnar, þær standa til hægri á sviðinu. Í aftari línunni eru 5 hærri stelpurnar, þær standa til vinstri á sviðinu. Í báðum línunum standa stelpurnar þétt saman og halda um herðar hvor á annarri.
Þetta er allt skrifað út frá mínu sjónarhorni (stundum geri ég eins og allar í háa hópnum og stundum eins og önnurhver í línu)
- Hái hópurinn trítlar til hægri í 12 hröðum töktum og 12 til baka, en kiknar í öðru hnénu í 4 hverju trítli, svo að hópurinn fer allur saman niður af og til.
- Hái hópurinn sameinast þeim lægri og saman mynda þeir eina stóra línu sem snýst á punktinum út frá miðri línunni (hái hópurinn gengur áfram í hringnum)
- endurtökum lið 1
- 12 hröð og lítil maya á staðnum (hvhv...)
- Stúlkan lengst til vinstri í hópnum "bömpar" þá við hliðina á sér og hreyfingin smitast út í enda, svo bíðum við á meðan að hinn hópurinn hermir.
- Stúlkan lengst til hægri í hópnum "bömpar" þá við hliðina á sér og hreyfingin smitast tilbaka, svo bíðum við á meðan að hinn hópurinn hermir.
- Bíðum á meðan hinn hópurinn gerir, svo hermum við: Stúlkan sem er lengst til vinstri gerir pelviscamel og setur brjóstkassann upp, hreyfingin smitast út í enda.
- Bíðum á meðan hinn hópurinn gerir, svo hermum við: Stúlkan sem er lengst til hægri gerir camel og setur brjóstkassann niður, hreyfingin smitast tilbaka.
- gerum "innskeifa" sporið á staðnum 8 sinnum, hv...
- göngum áfram með "innskeifa" sporinu 8 skref, hv...
- hendur niður og shimmi, allar saman
- Stúlkan lengst til vinstri snýr sér á hlið, og hreyfingin smitast út í enda, allar hrista svo mjaðmirnar saman, bíðum svo á meðan að hinar herma.
- Stúlkan lengst til vinstri snýr baki, og hreyfingin smitast út í enda, allar hrista svo mjaðmirnar saman, bíðum svo á meðan að hinar herma.
- Hái hópurinn gerir svo tvo húlahringi og snýr sér fram í vinstri hálfhring með trítli og hendur fara upp, bíðum svo á meðan að hinar herma.
- önnur hver stúlka í báðum hópunum fer niður á hækjur sér, allar gera saman: hendur út (eins og maður haldi á tveimur glasabökkum) hreyfa höfuðið til h+v, hendur saman í prey-handast. og hreyfa höfuðið til h+v, endurtaka með hendur út og aftur með hendur í prey-handast.
- Á meðan að þær sem sátu standa rólega upp, stíga hinarfram í hægri fót, snúa í hálfhring til vinstri, stíga fram í hægri fót og stíga saman og snúa fram.
- Þær sem voru að standa upp herma á meðan gera hinar shimmi á staðnum.
- Allar gera hreyfinguna saman tvisvar sinnum: stíga fram, snúa hálfhring, stíga fram, snúa hálfhring, stíga fram, snúa hálfhring, stíga fram, snúa fram.
- Við snúum til vinstri og gerum b.e.(basic egypt) með hendur á mjöðmum á meðan að hin hópurinn gerir sitt, hermum svo: Stúlkan lengst til hægri fer niður á hækjur sér, hreyfingin smitast útí enda til vinstri, svo stöndum við allar upp saman með shimmi og hendur fara upp.
- Hái hópurinn gerir brjóstkassahring, húlahring, kassahring, húlahring, kassahring, húlahring, snúa til hægri og gera b.e. með hendur á mjöðmum á meðan hinar herma.
- Önnur hver í báðum línum hoppar fram, fer niður á hækjur sér og gerir axlashimmi
- Hin hver hoppar aftur og stendur upprétt, með handleggi beina niður og yppir annarri öxlinni í einu á víxl, hvhv... þessar sem sátu, yppa líka öxlum til skiptis á meðan þær standa upp.
- allar snúa til vinstri og gera 4 sinnum b.e. með sparki, snúa til hægri og gera önnur 4 b.e. með sparki.
- allar gera axla-shimmi á meðan við komum okkur saman í línu aftur, endum með hendur á herðum hvorrar annarrar.
- gerum allar shimmi saman
- 2-3 húlahringi og magann út í takti, 2-3 brjóstkassahringi og kassan út í takti
- body wave: niður, upp, niður, upp, niður, upp, niður, upp
- myndum aftur tvær línur eins og í byrjun, endurtökum lið 1
- sameinumst og myndum eina línu aftur eins og í lið 2 sem byrjar að snúast á punktinum út frá miðju, en förum nú bara í hálfan hring og endum allar með bakið í áhorfendur og stoppum
- þrír lokataktar: allar fara upp með hægri hendi, allar upp með vinstri hendi, allar setja hægri hendi á mjöðm og snúa búknum eins langt til hægri og þær geta án þess að þurfa að færa fætur.
Voilá