Mega-æfingin
Í gærkvöldi var fyrsta langa æfingin hjá okkur fyrir Afmælissýninguna í nóvember. Æfingin lofaði góðu, við erum komnar langt með að vera búnar að klára að semja öll atriðin. M.a. af því sem var æft og klárað var í gærkvöldi, var: krúttlegi folk-tabla dansinn, sambadansinn (Luca-crazy), tribal-kóreógrafían, svo var byrjað að fara markvisst í flamencodansinn og vængjadansinn.
Ég geri fastlega ráð fyrir því að æfingarnar fyrir sýninguna eigi eftir að smita vikulegu æfingarnar hjá okkur á næstunni, allavegana að einhverju leiti. Á þessarri tæplega sex tíma löngu æfingu í gærkvöldi náðum við t.d. ekki að fara í slæðudansinn eða eurovision-dansinn góða né heldur módern-magadansinn! En það verður örugglega nóg af fleiri aukaæfingum líka.
Úff, þetta er að verða svakatörn, en það er svo ótrúlga gaman að taka þátt í svona spennandi sýningum ... Só far, held ég að þessi muni flokkast með þeim skemmtilegri sem við höfum gert.
Annars á Helga Braga afmæli á miðvikudaginn og magadansbekkjarsystrunum er náttúrulega boðið í veisluna, ég hlakka mikið til því ég trúi ekki öðru en að Helga kunni að halda brjálað stuð-partý!!!