Vængjadansinn
Í gærkvöldi fórum við aðeins í vængjadansinn ... það atriði verður geggjað!
Við komumst að því þegar við byrjuðum að æfa, að sviðið verður ekki nógu stórt fyrir fimm vængjaðar dansmeyjar, eins og planað var ... ekki ef við ætlum að hreyfa okkur um ... við verðum því einungis þrjár í þessum dansi!
En, ó mæ god, hvað þetta tekur á handleggina og herðablöðin, ég var alveg búin á þessum svæðum í nótt þegar ég kom heim, samt æfðum við þennan dans hlutfallslega minnst fyrir sýninguna!
Við Josy og Sunna, munum stilla okkur upp þannig að við myndum þríhyrning þar sem að þær standa hlið við hlið og ég stend á milli þeirra aftar á sviðinu.
- Ég sný fram en þær aftur í byrjuninni, allar með vængina niðri. Svo titrum við vængina með úlnliða-shimmi(!) upp.
- 8 taktar: við sveiflum vængjunum hratt fram og til baka uppi (mikil vinna fyrir hendurnar, en vængirnir flæða bara fallega!)
- 8 taktar: skiptum og sveiflum niðri
- endurtökum liði 2+3
- ég geng hratt framfyrir stelpurnar og þær snúa sér fram, 4 skref, geng afturábak 4 skref, sný mér í fjóra hringi, (veit ekkert hvað stelpurnar eru að gera á meðan)
- þær ganga fram og snúa sér, ganga tilbaka og snúa sér, ég sveifla vængjunum á meðan.
- ég endurtek lið 5 sirka, (veit ekkert hvað stelpurnar eru að gera á meðan)
- göngum svo allar fram samtímis, snúum okkur í hring, göngum tilbaka og snúum í hring.
- endurtaka lið 3
- vængir beint fram og snúa í heilan hring til hægri, enda með vængina til hægri
snúa svo tilbaka í heilan hring til vinstri og enda með vængina til vinstri
snúa svo aftur til hægri og aftur til vinstri - gera þennan lið 4 sinnum: sveifla vængjunum fram, aftur og svo upp og krossa þá þar.
- endurtaka liði 5+6
- vængir vísa upp og snúa í fjóra hraða hringi til vinstri, svo fjóra hraða til hægri
- hægri vængir allra snertast og við göngum í einn hring
- josy fer niður, ég fer niður, sunna fer niður
- josy sveiflar vængjunum og rís í leiðinni, endar með vængina í kross
sunna sveiflar vængjunum og rís í leiðinni, endar með vængina í kross
ég sveifla vængjunum og rís í leiðinni, endar með vængina í kross - snúum allar saman í hring með vinstri vænginn uppi og hægri beint fram og titrum svo vængina niður eftir hringinn
- ég x2: sveifla vængjum til hliðanna (h,v,hvh) (v,h,vhv) og imrovisera: vængir upp, vængir niður, vinstri, hægri, upp, niður, snúa tvo hringi og enda með vængina niður (endurtaka allan liðinn) ... (man ekki hvað hinar gera)
- hægri vængir allra snertast og við göngum í 4 takta, snúum svo við og göngum jafnlengi hinn hringinn
snúum í heilan hring útúr hringnum með vængina út til beggja hliða, heilan inn, heilan út, heilan inn
göngum áfram saman í hring (vinstri vængir snertast) þar til hver er komin á sinn stað - snúum í marga marga hringi og höfum vængina kjurra beint úti og sveiflum þeim til skiptis, eftir tónlistinni (sirka 12 hraðir hringir).
- sveiflum vængjum fram, aftur og upp og endum í pósu með vængina krossaða fyrir ofan höfuð