Lasin!
Oh, ég er lasin enn einu sinni ... ég missti meira að segja af afmælinu hennar Helgu í gær vegna lasleika ... ég gleymi líka alltaf að taka hákarlalýsið mitt!
Mamma kom með gott ráð um daginn, sem hún notar alltaf til að fyrirbyggja það að verða slöpp: hún sýður sér reglulega fjallagrasaseyði eða fjallagrasamjólk ... ég prófaði það um daginn, en ég get ekki fyrir mitt litla líf komið svona rútínu í gang svo að hún lifi!
Hvað um það, ég verð að hressast, ég er að fara að kenna magadans annað kvöld og æfa krúttlega-tabladansinn með Elítuhópnum eftir það ... kannski fram á nótt?
Ég sé að ég verð að taka til örþrifaráða ... ég ætla að fara að sjóða mér fjallagrasaseyði OG taka hákarlalýsi ... hvað ætli gerist þá?
Kristína, öll að hressast.