Lasin!

Skrifađ 4. nóvember 2004, kl. 11:18

Oh, ég er lasin enn einu sinni ... ég missti meira ađ segja af afmćlinu hennar Helgu í gćr vegna lasleika ... ég gleymi líka alltaf ađ taka hákarlalýsiđ mitt!
Mamma kom međ gott ráđ um daginn, sem hún notar alltaf til ađ fyrirbyggja ţađ ađ verđa slöpp: hún sýđur sér reglulega fjallagrasaseyđi eđa fjallagrasamjólk ... ég prófađi ţađ um daginn, en ég get ekki fyrir mitt litla líf komiđ svona rútínu í gang svo ađ hún lifi!

Hvađ um ţađ, ég verđ ađ hressast, ég er ađ fara ađ kenna magadans annađ kvöld og ćfa krúttlega-tabladansinn međ Elítuhópnum eftir ţađ ... kannski fram á nótt?

Ég sé ađ ég verđ ađ taka til örţrifaráđa ... ég ćtla ađ fara ađ sjóđa mér fjallagrasaseyđi OG taka hákarlalýsi ... hvađ ćtli gerist ţá?

Kristína, öll ađ hressast.


 

Flakk um vefsvćđiđ 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)