Færslur laugardaginn 13. nóvember 2004

Kl. 23:22: Afmælisveisla 

Í gærköldi fór ég, og fleiri magadansmeyjar, í æðislega afmælisveislu hjá Guðnýju Stellu. Ég skemmti mér konunglega. Þetta var fyrsta veislan hjá magadansmeyju sem ég leyfi Má að koma með í, og ég held nú bara að hann hafi staðið sig með prýði, ég er ekki frá því að hann fái að fljóta með í fleiri þegar það á við!

Að sjálfsögðu var dansað í veislunni, við Hrafnhildur saumuðum okkur tribal búninga (einföldu gerðina), og dönsuðum tribal-dellydance fyrir afmælisbarnið, svo gaf ég henni búninginn sem ég dansaði í eftir dansinn, svo að núna geta þær stöllurnar dansað tribal saman í eins búningum! Waraporn sýndi glæsilegan Thailenskan dans í fullu dressi, og það er ekkert smá flott, með kórónu og fullt af skarti út um allt og læti. Að lokum dansaði Hrafnhildur Eurovision-dansinn fyrir bestu vinkonu sína, við mikil fagnaðarlæti ... og það vorum ekki við magadansvinkonurnar sem fögnuðum hæst, enda vorum við í miklum minnihluta í veisluni þrátt fyrir gott "turn-up"!!!

Allavegana, takk fyrir mig Salena, og takk stelpur ... við verðum að endurtaka þetta aftur, mingl-partýleikinn og allt það ... hey, kannski eftir sýninguna?

Sjáumst á æfingunni annað kvöld, Kristína.

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í nóvember 2004

nóvember 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
  1. 2. 3. 4. 5. 6.
7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.
21. 22. 23. 24. 25. 26. 27.
28. 29. 30.        
 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)