Færslur laugardaginn 27. nóvember 2004

Kl. 23:13: Magadansinn í fimmta gír aftur! 

Jæja, núna viku eftir afmælissýninguna, höfum við hvílst nóg til að hefjast handa við að undirbúa annasama tíma að áramótum loknum, þar ber hæst að haldin verður önnur stórsýning í febrúar.

Undirtektirnar eftir afmælissýninguna voru slíkar að við erum tvíefldar í dansi og viljum ólmar komast á sviðið aftur. Það er líka besta leiðin til að halda sér við og komast lengra ... að dansa, æfa og öðlast nógu mikla reynslu!
Febrúarsýningin verður með svipuðu sniði og afmælissýningin; fjölbreytt og skemmtileg.

Svo á keppnin að vera um mánaðamótin apríl-maí ... og þar sem að ég verð ekki dómari þessu sinni, þá hef ég ákveðið að keppa í vor (þó að ég sé ekki alveg sátt við að "keppa" í magadansi).
Ég mæli með því að taka þátt, það er verulega lífsreynslugefandi (samsuðuorð!) ... og það þarf ekki að vera tilgangurinn hjá öllum að "vinna" keppnina, það að velja sér lag, semja við það dans, og fá að sýna dansinn fyrir áhugasamri dómnefnd er ómetanlegt bara eitt og sér!
Ég er staðráðin í að standa mig betur en ég gerði síðast (2002), þar sem að ég hafði enga solo-sviðsreynslu ... það sló mig útaf laginu og ég tel að ég hljóti að geta gert betur í þetta skiptið!

Svo eru gestakennarar vænlanlegir á vorönninni, sem eiga eftir að auðga dansflóruna hjá okkur, en fyrstur kemur Fernando flamencokennari í marz, og er hans, nú þegar, beðið með eftirvæntingu!

Kristína.

Varanleg slóð

Kl. 04:52: Gmail 

Ég er búin að vera að prófa gmail (google mail) núna í nokkurn tíma ... komin með ógeð á yahooinu og hotmailinu sem var fullt af böggum. Gmail er æði, ég mæli með því, en það er bara hægt að eignast gmail-reikning með "invite" frá einhverjum sem er með svoleiðis.
Ef einhver vill prófa þetta snilldar póstforrit, þá á ég inni 6 invite, sendið mér bara komment og ég redda þessu!

Svör frá lesendum (1) | Varanleg slóð


 

Flakk um vefsvæðið



 

Færslur í nóvember 2004

nóvember 2004
SunMán ÞriMið FimFös Lau
  1. 2. 3. 4. 5. 6.
7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
14. 15. 16. 17. 18. 19. 20.
21. 22. 23. 24. 25. 26. 27.
28. 29. 30.        
 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)