Arabian Dance Company I (dans)
Jæja, þá er hafist handa við að læra nýja dansa. Í síðasta tíma (sem ég missti af) var byrjað á nýjum kertadansi, en í kvöld lærðum við hálfan Arabian Dance Company dans.
Mér finnst það vera mjög leiðinlegt að ég hef ekki getað klárað að skrifa dansinn inn á góðum tíma ... ég er svo upptekin og uppgefin þessa dagana! Mér gefst samt ábyggilega tími til þess bráðum ... vinnuálagið fer að minnka tímabundið hjá mér bráðum! K.
Dansinn er dansaður í tveimur hópum. Hvor hópur um sig raðar sér í halarófu, halarófurnar raðast hlið við hlið á dansgólfinu. Stundum gera hóparnir eins hreyfingar, og stundum sitthvora. Til að byrja með skrifa ég inn það sem að hópur eitt gerir (sá sem raðast nær útgangnum á æfingasalnum).
- Hendur beint fram, vinstri lófinn leggst ofaná hægra handabakið. Mjaðmir til hliðanna 16 sinnum (h,v,h,v...)
- Snúa á ská til hægri með báðar hendur uppi (vinstri lófinn enn á hægra handabakinu), gerum basic egypt 8 sinnum með vinstra fæti, snúm svo á ská til vinstri (án þess að breyta handastöðunni) og gera 6 sinnum basic egypt með hægra fæti.
- Snúa baki í speglana með hendur í hári, gera afturábak-áttur með shimmi: hægt(h), hægt(v), hægt(h), hratt(v), hratt(h); hægt(v), hægt(h), hægt(v), hratt(h), hratt(v)
- Snúa til hægri (vinstri síðan snýr að speglunum), með hægri hendi við eyrað, og með vinstri þumalinn í beltisstrengnum, gera 8 tvist-basic egypt. Stíga svo í vinstri fót og færa hægri hendina að þeirri vinstri.
- Hendur út til hliðanna fara niður og maginn slær út í takt við trommutaktinn (ll ll ll lll), maginn slær svo sama takt á leiðinni upp aftur.
- Færum þungann yfir á hægri fót á meðan við gerum shimmi og færum báðar hendur til hægri, færum þungann svo yfir á vinstri fót með shimmii og höndum. Mjaðmir fara hratt til hliðanna h,v,h, hendur fara með.
- Hægri hendi við mjöðm og vinstri við eyra, stígum hægra fæti fram og snúum mjöðmnum í húlahringi á meðan við tökum 8 skref, en í skrefunum fikrum við okkur í einn og hálfan hring til vinstri og endum með bakið í hinn hópinn.
- Hendur fram, vinstri lófi ofaná hægra handabaki. Mjaðmir til: hægri, fram, vinstri, fram, hægri, fram, vinstri, fram; hægri, fram, vinstri, fram, hægri, fram, vinstri, fram.
- Stígum svo fram með hægra fæti og gerum axlashimmi og handahreyfingu, stígum aftur, snúum 90 gráður til hægri,
stígum fram með hægra fæti og gerum axlashimmi og handahreyfingu, stígum aftur, snúum 90 gráður til hægri
stígum fram með hægra fæti og gerum axlashimmi og handahreyfingu, stígum aftur, snúum 90 gráður til hægri
stígum fram með hægra fæti og gerum axlashimmi og handahreyfingu, stígum saman. - Fikrum okkur niður, á meðan fara mjaðmir til: hægri, fram, vinstri, fram, hægri, fram, vinstri, fram
fikrum okkur svo upp aftur og mjaðmir fara: hægri, fram, vinstri, fram, hægri, fram, vinstri, fram - Snúum hratt til vinstri með vinstri hendi við eyra og þá hægri á mjöðm. Gerum 8 basic egypt með spark í öðru hvoru spori. Gerum svo 16 basic egypt með engu sparki.
- Stöndum í báðar fætur og snúum fram, gerum axlashimmi til h,v,h,v.
- Hendur á mjaðmir og gerum 8 basic egypt með hægra fæti.
- Hendur sitt horum megin við mjaðmir og fingur vísa niður. Soldier-mjaðmahreyfing og fikrum okkur niður í leiðinni: (taktur: l l l ll) h,v,h,vh; svo förum við upp aftur: h,v,h og gerum pelviscamel-bylgja (leyfum bylgjunni að klárast alveg upp).
- Hendur á mjaðmir og gerum 8 basic egypt með hægra fæti.
- Shimmi hægt til hægri, shimmi hægt til vinstri, shimmi hratt til: h,v,h og enda með þungann á hægra fæti í hafmeyju-fótastellingu
- 8 sinnum axlashimmi
- Afturábakátuur með shimmii: hægt til hægri, hægt til vinstri, hratt til h,v,h,v og enda með þungann á vinstra fæti í hafmeyju-fótastellingu
- 8 sinnum axlashimmi
- Brjóstkassi: hægri, fram, vinstri, gera svo bylgju niður. Mjaðmir: hægri, fram, vinsrti, gera svo bylgju upp.
- 8 sinnum axlashimmi
- Stígum fram og aftur á ská til hægri með hægra fæti: stígum fram með aftruábak-áttu, stígum aftur og tvistum hratt, stígum fram með afturábak-áttu, stígum aftur og tvistum hratt.
- Þunginn fer á hægri fót og við gerum 8 basic egypt með vinstri mjöðm og hægri hendi við eyra og þá vinstri við mjöðmina.
- Handastaða óbreytt og við stígum með vinstri fæti 3 skref til hliðar (í átt að speglum), í hverju spori er afturábak-átta. Svo snúum svo í hálfhring og speglum handastöðunni.
- Með hægra fót alltaf fyrir framan, förum við til hliðar til vinstri (frá speglunum), með 6 camel-sporum: niðri, uppi, niðri, uppi, niðri (fikra sig í hluta úr vinstri hring), uppi (fikra sig í hluta úr vinstri hring), klára svo hringinn til vinstri
- Gerum átta hraða húlahringi. Svo átta rólega húlahringi á meðan að hendur fara rólega út til hliðanna, upp og niður með líkamanum
- Afurábak-áttur með shimmi: hægt, hægt, hægt, hratt hratt.
- Gerum hagela/triplet-shimmi eins og að okkur sé mikið mál, á staðnum: h,v,h,v, og áfram með höfuðhreyfingum: h,v,h
- Ganga áfram með hagela/triplet-shimmi eins og að okkur sé mál: h,v,h,v, og áfram með höfuðhreyfingum: h,v,h
- Afurábak-áttur með shimmi: hægt, hægt, hægt, hratt hratt, (með höfuðhreyfingunum?)
- Snúa til vinstri, á móti hinum hópnum, og ganga að þeim (og framhjá þeim), með sama spori og hérna á undan: h,v,h,v, og áfram með höfuðhreyfingum: h,v,h
- Snúa til hliðar með hægri hliðina í speglana, gerum soldier niður og upp, endum svo á pelvis-camel-bodybylgju.
- Snúa nú 180 gráður, og ganga eins til baka: h,v,h,v, og áfram með höfuðhreyfingum: h,v,h
- Ég held að við höfum ekki farið lengra í kvöld, við fullklárum dansinn þegar við komum aftur eftir áramót. Mér skilst að það sé enn fullt eftir af spennandi sporum, við eigum held ég eftir að fara í stóran hring og fleira spennandi!
Svör frá lesendum (4)
Birna Lísa Jensdóttir svarar:
Sæl Kristína
Ég held að í lið tvö í dansinum sé fyrst 8x og síðan 6x og svo snú. Annars dáist ég af vinnubrögðum þínum og skipulagi hvað varðar niðurskrif á dönsum.
kveðja Birna
14. desember 2004 kl. 12:12 GMT | #
Kristína svarar:
Takk fyrir. Ég held að það sé rétt hjá þér með skrefin í öðrum lið ... ég er búin að breyta þessu. Ég get ekki munað skrefin nema að ég skrifi þau niður um leið og að ég kem heim, og ef ég geri það, þá man ég þau líka betur í næsta tíma ... svona getur verið gott að læra á eigin sérviskur. Þetta var samt ekki auðvelt með enga tónlist! Sjáumst, Kristína.
14. desember 2004 kl. 22:00 GMT | #
Ásdís Arnalds svarar:
Hæ Kristína. Við vorum að læra þennan dans í Folkloric 1. Ég held að það vanti 8 basic egypt milli 24 og 25. Eins sé ég ekki betur en að það vanti eitt spor á eftir 25: þegar við erum með vinstri hönd uppi og hægri fót úti og lyftum hægri öxl (2x held ég), setjum hendur upp í loft og hreyfum höfuð til hliðanna, og setjum svo hægri hönd upp, vinstri fót út og lyftum vinstri öxl. Síðan fer hægri hönd út um leið og hægri mjöðm, svo vinstri hönd út um leið og vinstri mjöðm, síðan hendur fyrir aftan bak og sveifla höfðinu niður og upp. Takk annars fyrir frábærar magadansglósur. Ég er búin að nota síðuna mikið og prenta út hina ýmsu dansa. Kveðja, Ásdís
13. janúar 2005 kl. 21:26 GMT | #
Parvana svarar:
Takk Ásdís ... Þetta er í skoðun ... ég er einmitt í miðjum kliðum við að klára að skrifa inn dansinn, en dansinn hefur tekið smábreytingum frá því fyrir jól ...ég fullklára að skrifa dansinn inn núna um helgina. Þú mátt endilega senda mér línu aftur þegar ég hef klárað dansinn og segja mér hvort þú sjáir eitthvað athugavert. Það er svo leiðinlegt að vera með villur inná dönsunum! Sjáumst og kærar þakkir, Kristína.
15. janúar 2005 kl. 21:48 GMT | #