Ruslana-dansinn

Skrifað 3. mars 2005, kl. 11:01

Ég mætti á æfingu í gærkvöldi í fyrsta skipti í tvo mánuði, og nú er heldur betur fjör, það var allt á fullu í undirbúningnum undir sýninguna í apríl.

Stelpurnar náðu "bara" að sýna mér þrjá af þeim dönsum sem þær hafa lært síðan ég mætti síðast. Ég ákvað að koma mér vel fyrir á púða í tímanum og skrifa niður þann fyrsta, Ruslana-dansinn, en í næsta tíma skal ég ná honum!

  1. Hendur rólega út til hliðar og upp (á 8 töktum)
  2. Hliðarbömp til: h,v,h,vv,hh ... og svo til: v,h,v,hh,vv.
  3. Snúa í 3/4 hring til vinstri og enda þannig að vinstri síðan snýr að speglinum, þunginn er á vinstra fæti, vinstri hendi á mjöðm og hægri handleggur beint fram.
  4. Skipta um pósu: vinstri hendi á eyra og sú hægri á vinstri mjöðm.
  5. Skipta um pósu: vinstri hendi á mjöðm og hægri hendi á eyra.
  6. Mjöðm hnykkist fram.
  7. Endurtaka pósur í liðum 3-6
    Færa svo þungann á hægri fót og gera basic egypt með vinstri mjöðm (einu sinni sterkt: upp, niður)
  8. Vinstri hendi er enn á mjöðm og sú hægri enn á eyra. Stíga á ská til hægri með vinstri fót í djúpt spor, og gera shimmi á sama tíma.
  9. Spegla öllu: hægri hendin á mjöðm, vinstri hendin á eyra, stíga á ská til vinstri með hægri fót í djúpt spor og gera shimmi á sama tíma.
  10. Fjórar afturábak-áttur m/h,v,h,v og snúa höndum út til hliðar með áttunum (hægri hendi með hægri mjöðm o.s.frv.)
  11. Endurtaka liði 8-10.
  12. Brjóstkassi upp (happy eyes!)
  13. Hendur niður.
  14. Beygja sig fram (horfa niður)
  15. Horfa upp
  16. Hendur út til hliðanna og gera hliðarbömp á meðan réttist úr baki: h,v,hvhv (hægt, hægt, hratt, hratt, hratt, hratt) og hendur enda uppi.
  17. Ganga fram með basic egypt: h,v, snúa svo í 1,5 vinstri hring og hendur fara niður í hringjunum.
  18. Ganga fram með b.e.: h,v, snúa svo í 1,75 vinstri hring og hendur fara upp á meðan, enda með hægri síðuna í átt að spegli og þungann á vinsta fæti.
  19. Hægri hendin fer niður og þunginn færist á hægri fót.
  20. Þunginn færist á vinstri fót, ægri hendin fer fram, og sú vinstri á mjöðm.
  21. Vinstri hendi fer fram til þeirrar hægri, hliðarbömp (byrja til hægri): hægt, hægt, hratt, hratt og svo fer mjaðmagrind hratt fram og aftur.
  22. Ganga fram (hægri síða í átt að speglum og hendur enn frammi) með twist-spori: h,v og snúa í 1,5 hring, á meðan fara hendur upp og niður og aftur fram.
  23. Ganga fram (vinstri síða í átt að speglum og hendur enn frammi) með twist-spori: h,v og snúa í 1,25 hring, á meðan fara hendur upp og niður.
  24. Afturábak-áttur: v,h,v,h, í fyrstu tveimur áttunum krossast hendur yfir maga (hægri hendi yfir maga þegar vinstri mjöðm gerir áttuna), í hinum tveimur ýta hendurnar á eftir áttunum (hægri hendi ýtir á eftir hægri mjöðm)
  25. Hliðarbömp: v, h, v,h,v,h (hægt, hægt, hr,hr,hr,hr)
  26. Hendur niður og lófar vísa niður (fingur út til hliðanna).
    Ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring (hendur færast ekkert)
    ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring
    ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring
    ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring
  27. Endurtaka liði 8-26
  28. Þungi á vinstri fót og hægri hendi fram
  29. Þungi á hægri fót og vinstri hendi fram
  30. Þungi á vinstri fót og báðar hendur upp
  31. Hendur hreyfast uppi á meðan opposite maya er gerð:
    v, h, v-með hökti
    h, v, h-með hökti
    v, h, v-með hökti
    h, v, h-með hökti
  32. Macarenan: afturábak-áttur: v,h,v,h, í fyrstu tveimur áttunum fara hendur fram (fyrst hægri svo vinstri), síðan fara handurnar niður (fyrst hægri svo vinstri).
  33. Á 4 töktum fer hægri hendin upp til hliðar og snýr svo úlnlið á leið niður með líkamanum.
  34. Endurtaka lið 32
  35. Á 4 töktum fer vinstri hendin upp til hliðar og snýr svo úlnlið á leið niður með líkamanum.
  36. Gera shimmi (4 taktar) og færa hendur út til hliðanna á meðan
    halda áfram með shimmi (4 taktar) hendur upp með snake-break handahreyfingum.
  37. hægri hendi fer beint fram, svo kippum við hendinni að líkamanum á sama tíma og hægra hnéð fer hátt upp. Hendur upp og ganga (venjulegt tipl) 3 skref beint fram og enda með hendur niðri (lófar niður og fingur út til hliðar)
  38. Snúa svo í 1,5 hring (hendur færast ekkert)
    ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring
    ganga fram b.e.: h,v, snúa svo í 1,5 hring með höfuðhringnum (sveifla hári í hring)
  39. Vinstri hendi á mjöðm og sú hægri enn á eyra. Stíga á ská til hægri með vinstri fót í djúpt spor, og gera shimmi á sama tíma.
  40. Spegla öllu: hægri hendin á mjöðm, vinstri hendin á eyra, stíga á ská til vinstri með hægri fót í djúpt spor og gera shimmi á sama tíma.
  41. Halda stöðunni og gera fjóra afturábak-hringi með hægri mjöðm
  42. Endurtaka liði 39-40
  43. Spegla stöðunni til hægri og gera fjóra afturábak-hringi með vinstri mjöðm
  44. Hæg hliðarbömp: v,h, og hendur krossast yfir maga (fyrst hægri, svo vinstri),
    Hröð hliðarbömp: v,h,v, hendur fylgja með mjöðmunum
  45. Hægri hendi upp
  46. Vinstri mjöðm: upp, niður
    Stórt pelvis-camel sem endar á höfuðhnykk.
  47. FIN


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)