Warda
Þetta er flotti dansinn sem Rosana er að kenna í framhaldstímunum þessa dagana.
Ég hef bara setið í tímum hjá henni, enn sem komið er, með það eitt að leiðarljósi að krota dansinum niður á blað ... en þrátt fyrir það að dansinn er stuttur, þá hefur það tekið sinn tíma að skrifa hann niður, vegna þess að mér finnst hann svo flottur ... ég gleymi mér alltaf í því að horfa bara á og dást að honum!
Dansinn heitir einfaldlega bara eftir laginu við dansinn og hljómsveitinni sem spilar lagið ... Warda!
Í miðjum dansinum er kafli þar sem tónlistin er róleg/draumkennd og í þessu tilviki eru sporin gerð sitjandi á gólfinu. Tónlistin og sporin við hana flokkast undir ZAR, en þá á að dansa eins og maður sé í transi ... eða léttölvaður!
Spor við þessa tónlist eru oft lík Khallejji-sporum (hársveiflur o.þ.h.), en bara öllu rólegri.
- 4 hæg maya og hendur upp með líkamanum á meðan.
- 4 hröð maya og hendur beint niður/út til hliðanna á meðan
1 hægt maya vinstra megin. - Snúa á ská til vinstri og gera eitt camel,
snúa strax á ská til hægri og gera eitt camel. - Hendur niður.
Snúa á ská til vinstri og gera tvö hröð pelvis-camel,
snúa fram og gera tvö hröð pelvis-camel,
snúa á ská til hægri og gera tvö hröð pelvis-camel - Eitt pelvis-camel-wave (stórt en ekki of ýkt),
hendur fara á meðan: upp með líkamanum og niður/út til hliðanna. - Vinstri hendi á eyra og hægri hendi beint fram, hægri fótur frammi,
2x basic-egypt (b.e.) með hægra fæti, krossa hægra fæti fram fyrir þann vinstri og stíga djúpt spor í hann.
vinstri fótur frammi,
2x b.e. með vinstra fæti, krossa vinstra fæti fram fyrir þann hægri og snúa se´r í heilan hring til hægri. - Stór mjaðmahringur til vinstri og enda í stellingu á ská til hægri
3x b.e. með sparki, með vinstra fæti
vinstri fótur krossast fram fyrir þann hægri og snúist til hægri þar til við snúum á ská til vinstri
3x b.e. með sparki, með hægra fæti
hægri fótur teygður aftur, hendur fram og shimmi með aftara fæti. - 2 hringspor til hægri (fremri helmingurinn af húla í hvoru skrefi),
tína ber (uppávið) til vinstri og opp.maya með hægri mjöðm
tína ber (uppávið) til hægri og opp.maya með vinstri mjöðm
vinstri hendi niður og hægri upp, höfði hallað og horfa niður á vinstri hendi, snúa í rólegan hring til vinstri (4 taktar)
hægri hendi niður og vinstri upp, höfði hallað og horfa niður á hægri hendi, snúa í rólegan hring til hægri (4 taktar) - Spegla öllum lið 8:
2 hringspor til vinstri (fremri helmingurinn af húla í hvoru skrefi),
tína ber (uppávið) til hægri og opp.maya með vinstri mjöðm
tína ber (uppávið) til vinstri og opp.maya með hægri mjöðm
hægri hendi niður og vinstri upp, höfði hallað og horfa niður á hægri hendi, snúa í rólegan hring til hægri (4 taktar)
vinstri hendi niður og hægri upp, höfði hallað og horfa niður á vinstri hendi, snúa í rólegan hring til vinstri (4 taktar) - Snúa á ská til hægri, með vinstri fót framar, gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með vinstra fæti í leiðinni
snúa á ská til vinstri, með hægri fót framar, gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með hægra fæti í leiðinni
gera hliðar-b.e. með vinstra fæti, krossa fætinum afturfyrir þann hægri, gera hliðar-b.e. með hægri, krossa fætinum afturfyrir þann vinstri og snúa í heilan hring til hægri, gera tvö hröð húla á staðnum. - Spegla öllum lið 10:
Snúa á ská til vinstri, með hægri fót framar, gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með hægra fæti í leiðinni
snúa á ská til hægri, með vinstri fót framar, gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með vinstra fæti í leiðinni
gera hliðar-b.e. með hægra fæti, krossa fætinum afturfyrir þann vinstri, gera hliðar-b.e. með vinstri, krossa fætinum afturfyrir þann hægri og snúa í heilan hring til vinstri, gera tvö hröð húla á staðnum. - Stíga með vinstra fæti á ská til hægri, snúa á vinstra fæti í hálfan hring til vinstri eða þar til hægri síðan snýr að speglunum. Gera b.e. með hægri: niður, upp, upp.
Stíga með hægra fæti á ská til vinstri, snúa á hægra fæti í hálfan hring til hægri eða þar til vinstri síðan snýr að speglunum. Gera b.e. með vinstri: niður, upp, upp.
Krossa með vinstri fót fram fyrir þann hægri og snúa hálfan hring eða þar til hægri síðan snýr að speglunum. Gera b.e. með hægri: niður, upp, upp.
Krossa með hægri fót fram fyrir þann vinstri og snúa í hálfan hring eða þar til vinstri síðan snýr að speglunum. Gera b.e. með vinstri: niður, upp, upp. - Stíga eitt skref áfram, snúa beint fram og gera eitt stórt pelvis-camel-wave,
svo fara hendur rólega upp með líkamanum og út/niður til hliðanna. - Chuchu-shimmi í heilan hring til vinstri (8 taktar), snákahandleggir á meðan.
- Gerum 5 rólega snákahandleggi á meðan við setjumst niður: h,v,h,v,h
- Opnum hendur 3svar til skiptis út til hliðanna:
vinstri hendin fer upp með líkamanum og teygist niður/út til vinstri (líkami með),
hægri gerir eins til hægri
og svo vinstri aftur. - Hendur á mjöðmum og gerum 2 stóra, rólega hárahringi í hægri hring (búkur með.)
- Sveifla hári 4 sinnum:
til hægri (vinstri hendin beint til vinstri og sú hægri efst á brjóstkassa),
til vinstri,
til hægri
og til vinstri. - Rísum upp á bæði hnén og hægri öxl fer tvisvar fram,
stígum hægra fæti fram í gólfið og vinstri öxl fer tvisvar fram,
rísum upp með allan þungann á hægra fæti og hægri öxlin fer tvisvar fram,
stöndum í báða fætur og vinstri öxlin fer tvisvar fram. - Snúum rólega í hring til vinstri og gerum á meðan 8 camel: niðri, uppi, niðri, uppi, niðri, uppi, niðri, uppi ... og á meðan fara hendur upp með líkamanum og niður/út til hliðanna.
- Snúum fram með báða fætur fasta í gólfinu: gerum stóran mjaðmahring afturábak og til vinstri (ca. 8 taktar), látum báða hælana stappa niður í hverjum takti.
9. takturinn: rísum aðeins uppá táberg og látum okkur detta einusinni fast niður á hælana. - Mjaðmir og hendur sveiflast til vinstri og hægri,
snúum svo hálfan hring til hægri og sveiflum mjöðmum og höndum aftur til vinstri og hægri. - Snúa svo hratt í 1,5 hring til hægri, enda beint fram og hægri öxlin fer tvisvar fram.
- Snúa svo á ská til vinstri, hægri mjöðmin fer í 4 höktum afturábak,
löbbum fram og aftur með hægra fæti og mjaðmashimmii,
2 afturábak húla með hægri mjöðm,
hendur út til hliðanna og snúa í heilan hring til hægri. - Spegla öllu í 24. lið:
Snúa svo á ská til hægri, vinstri mjöðmin fer í 4 höktum afturábak,
löbbum fram og aftur með vinstra fæti og mjaðmashimmii,
2 afturábak húla með vinstri mjöðm,
hendur út til hliðanna og snúa í heilan hring til vinstri. - Snúa til hægri með hægra fótinn frammi,
gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með hægra fæti í leiðinni.
Snúa fram setja vinstri fót fram og gera b.e. (hendur með), skipta um fót og gera b.e. (hendur með),
stíga fram og aftur með vinstra fæti og gera axlashimmi á meðan. - Gerum stóran mjaðmahring og endum í stellingu á ská til vinstri.
- Speglum öllum 26. lið:
Snúa til vinstri með vinstra fótinn frammi,
gera fyrst lítið pelvis-camel, svo stærra og taka skref fram með vinstra fæti í leiðinni.
Snúa fram setja hægri fót fram og gera b.e. (hendur með), skipta um fót og gera b.e. (hendur með),
stíga fram og aftur með hægra fæti og gera axlashimmi á meðan. - Krossa hægra fæti framfyrir þann vinstri og snúa í heilan hring.
- Stíga fram með hægri fót og gera b.e. með vinstri mjöðm,
stíga afturábak með vinstra fæti og brjóstkassinn fer upp, niður - Snúa beint til vinstri, mjaðmir fara til h,v, gera svo mjaðmashimmi,
snúa beint fram, mjaðmir fara til h,v, gera svo mjaðmashimmi. - Hendur út til hliðanna og fara í tvo hringi til vinstri með chuchu-shimmi.
- Halda svo strax áfram í 2-3 hraða hringi til vinstri, snarstanza svo og enda beint fram í síðasta takti með báðar hendur beint upp.
Svör frá lesendum (1)
Aziza svarar:
Hæhó,
Já, þetta er flottur dans. Skemmitleg tilviljun, ég vissi ekki að Rosanna væri að kenna dansinn og ég sem ætla að dansa þennan dans á næstu Harem sýningu (vonandi er enginn annar búinn að ákveða að dansa hann!). Mætti kannski taka fram að þessi dans var saminn af Jillina, magadansmær frá USA. Þessi sama kona samdi einnig Pop I og II (held ég alveg örugglega), mjög skemmtilegur dansari.
Kveðja, Aziza
23. mars 2005 kl. 11:02 GMT | #