Eurovision - Greece
Hér kemur nýji slæðudansinn við sigurlagið úr Eurovision í ár:
Ath. Liðir 14-16 eru skrifaðir hér eins og framhaldshóparnir læra þá ... en eru eitthvað einfaldari hjá byrjendum
Byrja með slæðuna strekkta fyrir framan okkur:
- Ganga fram 4 skref með slæðuna strekkta
ganga svo afturábak 4 skref með slæðuna áfram strekkta en sveifla höndum örlítið upp og niður á víxl. Endurtaka liðinn.
gera axlashimmi og sveifla slæðunni aftur fyrir okkur - Ganga fram 4 skref með slæðuna strekkta fyrir aftan okkur og gera axlashimmi á meðan
ganga svo 4 skref afturábak með hendur uppi og gera höfuðhreyfingar til hliðanna á meðan. Endurtaka liðinn. - Ganga í heilan hring til vinstri, og enda í flamenco-stellingu með slæðuna (vinstri hendi uppi og sú hægri fyrir framan okkur til vinstri)
ganga svo til baka í heilan hring til hægri og enda með hendur í flamenco-stellingu með slæðuna (speglað) - Snúa í fjóra hringi á staðnum, með slæðuna strekkta beint út til hliðanna fyrir aftan bak
- Stíga í og krossa hægra fæti á ská fram til vinstri og sveifla slæðunni með hægri hendi í "8" til vinstri
hendur beint út til hliðanna á meðan við hoppum létt til hægri: stíga (m/hægri til h), saman (m/vinstri að h), stíga (m/hægri til h)
stíga svo í og krossa vinstra fæti fram til hægri og sveifla slæðunni með vinstri hendi í "8" til hægri
hendur út til hliðanna og hoppa létt til vinstri: stíga (m/vinstri), saman (m/hægri), stíga (m/vinstri) - Sveifla slæðunni tvisvar í hring í kringum okkur til vinstri, á meðan við stígum fram og aftur með hægri fót á ská til vinstri (slæðan endar fyrir aftan okkur)
- Slæðan uppi á bakvið okkur og göngum fram með "basic egypt":
hliðar-b.e., fyrst með hægri og vinstri, svo fram-b.e., með hægri og vinstri
sveifla slæðunni uppi í banana-regnboga (fram, aftur, fram, aftur) göngum svo afturábak með "basic egypt":
fram-b.e., h og v, svo hliðar-b.e., h og v
sveifla slæðunni uppi í banana-regnboga (fram, aftur, fram, aftur) - Endurtaka liði 5 og 6 (enda með slæðuna uppi fyrir aftan okkur)
- Gerum shimmi á meðan við færum slæðuna út til hliðanna og niður, og svo upp til hliðanna aftur og alveg upp
kasta slæðunni framfyrir okkur - Endurtaka lið 1
- Horfum niður og látum slæðuna hanga svo að hún myndi boga sem rammar inn hægri mjöðmina
sveifla slæðunni svo aftur fyrir okkur - Stígum fram og aftur með hægra fæti á ská til vinstri, á meðan við gerum fossinn (með flögri (waves)), fram og til baka
vinstri hendi á eyra og sú hægri beint út, snúa svo tvo hringi (afturábak) til hægri - Endurtaka allar síðasta lið
- Sveiflum hægri hendinni (með slæðunni) hátt upp til hægri og stígum í hægri fót á meðan (lyftum vinstra fæti og höldum honum þétt að hægri fótlegg á meðan), sveiflum eins til vinstri, svo aftur til hægri og vinstri
- Flamencopilsið, gert frekar hratt:
Stígum djúpt í vinstri fót, förum út til hliðar með þann hægri og sveiflum slæðunni með hægri hendi fram í boga eins og flamencopilsi, speglum fótastöðunni og sveiflum slæðu fram með vinstri hendi, aftur með hægri og aftur með vinstri - Endurtökum liði 14 og 15
- Endurtaka lið 7
- Endurtaka liði 5 og 6, enda með slæðuna fyrir framan okkur
- Höldum slæðunni niðri, svo hún myndi boga og rammi inn mjaðmirnar
gerum shimmi og hratt maya m/h,v,h,v og aftur shimmi og hratt maya m/h,v,h,v - Endurtaka liði 3-6
- Slæðan uppi á bakvið okkur og göngum fram með "basic egypt":
hliðar-b.e., fyrst með hægri og vinstri, svo fram-b.e., með hægri og vinstri
sveifla slæðunni í hring í kringum okkur til vinstri, á meðan við stígum fram með hægri fót á ská til vinstri og til baka, slæðan endar fyrir aftan okkur og uppi fyrir ofan höfuð!
Svör frá lesendum (1)
Hildur Ruth markúsdóttir svarar:
Takk fyrir mjög góða umfjöllun um dansinn og greinagóða lýsingu á sporum og handahreyfingum þetta hjálpar mjög mikið Kv Hilla
11. október 2005 kl. 13:47 GMT | #