Fyrsti međgöngumagadanstíminn

Skrifađ 11. september 2005, kl. 00:49

Á fimmtudaginn ţreytti ég frumraun mína í međgöngumagadanskennslunni ... ţađ gekk ágćtlega.

Mér fannst ég persónulega vera alltof stressuđ ... sem er skrýtiđ vegna ţess ađ ég er yfirleitt ekki stressuđ í kennslu og ég var mjög vel undirbúin undir tímann! Vonandi lagast ţetta strax í nćst tíma, en ţá ćtla ég ađ undirbúa jarđveginn undir kertadanskennslu, en ţađ er fátt fallegra en ađ sjá óléttar magadansmeyjar dansa ţennan dans.

Ţađ kom mér á óvart hvađ hópurinn var fljótur ađ lćra, ég hafđi gert ráđ fyrir ţví ađ ef eitthvađ, ţá yrđu óléttir magadansbyrjendur lengur ađ ná grunnsporunum ... en svo er alls ekki, ţađ er eiginlega öfugt! Ţetta er greinilega eitthvađ sem á vel viđ konur í ţessu "ástandi".

Ć, ég hlakka svo til ađ hitta hópinn nćst ... ţađ eina sem mér fannst virkilega skrýtiđ í tímanum, var ađ upplifa mig svo gjörsamlega bumbulausa, undanfariđ hefur mér fundist ég vera ađ stćkka svo mikiđ, en svo mćti ég í tíma fullan af kasóléttum konum og ég fékk barasta minnimáttarkennd, svei mér ţá!


 

Flakk um vefsvćđiđ 

 

Yfirlit yfir ţetta skjal

(Atriđin í listanum vísa á ákveđna kafla ofar á síđunni.)