Á ég að þora?

Skrifað 6. apríl 2006, kl. 22:59

Jæja, þá hún Úlfrún orðin 6 vikna gömul og magadansflugan er byrjuð að suða aftur inní mér ... það fer að líða að því að ég mæti á æfingu. Er ekki spurning um að byrja aftur á byrjuninni, eða á ég bara að demba mér á elítu-æfingu, hvað finnst ykkur???


Svör frá lesendum (4)

  1. safyra svarar:

    Thú kemur bara beint til okkar! Ekki spurning! við hlökkum til að fá þig aftur :) . Kv.Safyra.

    8. apríl 2006 kl. 18:56 GMT | #

  2. Fífa Zahira svarar:

    Endilega...mæta bara til okkar skvísa..

    kv Fífa Zahira

    11. apríl 2006 kl. 00:29 GMT | #

  3. Kristína svarar:

    Fyndið hvað maður getur verið óöruggur. Ég er bara búin að vera að hugsa um fátt annað en börnin mín í nokkrar vikur, og ég er strax farin að hugsa um að byrja aftur á byrjuninni ... auðvitað hristi ég svona lagað af mér og mæti í tíma til ykkar.

    Takk fyrir stuðninginn og sjáumst í vikunni. Kristína.

    18. apríl 2006 kl. 13:40 GMT | #

  4. Sunna Dóra svarar:

    Já úff ég skil þig alveg. Ég er haldin verk-kvíða hvað magadansinn varðar, og mér tekst ekki að koma mér almennilega í gírinn aftur því mér finnst ég eiga svo langt í land núna þegar maður er kominn úr æfingu. Ég hef heldur ekki eins góða ástæðu og þú (börnin) heldur bara klassísk upptekni. En ég sakna ykkar samt ýkt mikið, allra.

    Innilega til hamings með stúlkuna. Loksins bætist ein við á heimilið sem getur tekið þátt í magadans æfingum :-) kv. Sunna Dóra

    18. apríl 2006 kl. 20:09 GMT | #

Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)