Búningarnir mínir
Fyndin tilviljun, ég lánaði tveimur keppendum búning á föstudaginn ... búningarnir lentu báðir í 3.sæti!!! Merkilegt.
Magadansglósur Parvönu
Glósur úr magadanstímum, hugleiðingar um magadans og sporin að dönsunum sem kenndir eru í Magadanshúsinu.
Beint á yfirlit yfir þetta skjal
Fyndin tilviljun, ég lánaði tveimur keppendum búning á föstudaginn ... búningarnir lentu báðir í 3.sæti!!! Merkilegt.
Magadanskeppnin var síðastliðinn föstudag og við Már skelltum okkur á hana. Við skemmtum okkur mjög vel. Þrátt fyrir tæknilega örðuleika, miklar biðir eftir að keppnin hæfist og úrslitum dómnefndar, og óundirbúinn og á köflum ósmekklegan kynni sem gekk að mínu mati of langt í sölumennsku á magadansi.
En keppendur voru frábærir. Það var hreint unaðslegt að horfa á stúlkurnar dansa og sýna hvað í þeim býr. Mér fannst gaman að fá að vera áhorfandi í fyrsta skipti og líka mjög gaman að sjá marga dansara dansa líka í fyrsta skipti. Dansarnir voru jafnfjölbreyttir og dansararnir voru margir og það hefur ekki verið neinn hægðarleikur að vera dómari í ár.
Ég lék mér að því að giska á það hverjir mundu lenda í sætum í hlénu, þar sem ég hef verið svo oft dómari þá veit ég fyrir hvaða atriði er verið að gefa stig og hvað skiptir máli í hvaða flokki o.s.frv. En mér fannst bara alls ekkert auðvelt að giska, þegar ég var að diskútera þetta við Má og Lilju sessunaut, kom það mér á óvart hvað það voru í raun margar sem komu til greina í sætin sex, það var rúmlega helmingur keppenda sem hefði auðveldlega getað lent í sæti ... en svona er þetta það geta bara þrír lent í sæti í hvorum flokki fyrir sig, svo að vonandi nutu þær hinar sín í botn, sem ekki lentu í sætum, við það að sýna frumsamda dansin sinn. Það hver lenti í sæti hvar, byggði svo mikið á því hvað dómarar lögðu mesta áherslu.
Sem hlutlaus áhorfandi útí sal, fannst mér vanta að fá að vita hver atkvæði áhorfenda hefðu verið. Ég veit að atkvæði áhorfenda geta haft áhrif á röðun keppenda, en oft er salurinn ekki sammála dómurunum og stundum lendir vinsælasti keppandinn ekki einu sinni í sæti ... ég var forvitin að vita hvert "the popular vote" hefði verið í ár ... mér finnst að það mætti jafnvel veita stúlkunni sem hlýtur það sérverðlaun á næsta ári!
En þetta var stórskemmtileg kvöldstund, það var virkilega gaman að sjá hvað var mikið lagt í allt, það voru allir með allt í botni ... og þá er líka svo skemmtilegt að horfa á. Tveir dómaranna dönsuðu, annars vegar Rosana, sem er náttúrulega bara algjör díva ... sú hefur aldeilis lagt mikið á sig undanfarið ár og bætt sig heilmikið. Hins vegar dansaði Dondi. Dondi kom mér á óvart, vegna þess að oftast þegar heimsfrægir dansarar hafa komið hingað og sýnt opinberlega, taka þeir sig svo alvarlega og sýna virðulega og þokkafulla dansa. Dondi gerði það ekki, stærsti hlutinn af hennar 17 mínútna dansnúmeri var brandari (eða ég vona það allavegana), ég hló útí eitt, hún sýndi fyndin svipbrigði og teygði mörk dansins útí hreina kómídíu. Þetta var mjög kærkomin hvíld eftir að hafa horft á hverja dívuna á fætur annarri stíga á svið og keppa stórfenglega. Þetta minnti mig óneitanlega á Marlyn Monroe shimmi-brandarann hennar á Bellydance Superstars myndbandinu ... hún er svo fyndin!
Allavegana, til hamingju stúlkur (sem tókuð þátt), með keppnina. Mér fannst þið algjört æði, ég hlakka til að sjá meira á næsta ári ... það er svo gaman að sjá dansara þroskast og stækka á milli ára, maður sér það svo skírt þegar maður sér árlegan viðburð eins og Magadanskeppnina. Takk fyrir mig!!!
Sun | Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | Lau |
---|---|---|---|---|---|---|
1. | 2. | 3. | 4. | |||
5. | 6. | 7. | 8. | 9. | 10. | 11. |
12. | 13. | 14. | 15. | 16. | 17. | 18. |
19. | 20. | 21. | 22. | 23. | 24. | 25. |
26. | 27. | 28. | 29. | 30. |
(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)