SUNDAY DANCE

Skrifað 1. febrúar 2007, kl. 11:09

Jóhanna sendi mér þennan dans og bað mig um að skella honum hingað inn. Gjöriði svo vel dömur!

  1. Við snúum fram og tyllum hægri fæti fram á tábergið örlítið á ská til hægri út frá líkama. Við höllum okkur aðeins út yfir fótinn (bara svolítið) og pössum að brjóstkassi sé samt reistur og staðan falleg. Hægri handleggurinn er í stöðu út frá hægri hlið þannig að olnbogi vísar aðeins út og fremri handleggur liggur niður með hægra lærinu. Síðan um leið og tónlistin byrjar að þá komum við inn á 3 takti og blöktum hægri hendinni, s.s. gerum bylgju með hendinni og handleggurinn bylgjast örlítið með á 3-8. Síðan snöggskiptum við yfir í sömu stöðu með líkamann á “OG” og blöktum vinstri hendi alveg eins á 1-8t.
  2. Við gerum næst Maya fyrst til hægri á 1,2 síðan til v/á 3,4 og aftur h/v/ á 5-8t, hendur rúlla frá úlnliðum í leiðinni (opinn hringur) og þær rúlla fyrst hjá mjöðmum á 1,2, síðan hjá brjóstkassa á 3,4, síðan á 5,6 hjá andliti og á 7,8 fyrir ofan höfuð og alla leiðina að þá vísa olnbogar út og hendur eru því nær síðum. Síðan skiptum við beint yfir í Opposite Maya og byrjum þá vinstra megin og gerum aftur í 4 skipti á 8 töktum, v/h/v/h og hendur rúlla niður núna fyrir framan líkaman (hendurnar nálægt hvor annarri) og aftur fyrst á 1,2 fyrir ofan höfuð og síðan koll af kolli eins og á leiðinni upp.
  3. Næst tyllum við hægri fót og teygjum hægri hendi beint út til hægri hliðar á 1,2 og drögum inn á 3,4, síðan út til vinstri alveg eins á 5,6,7,8. Snúum okkur svo í hring til vinstri á 1-4t með því að krossa hægri fót yfir þann vinstri og snúa heilhring og hægri hendi fylgir með hægri fæti niður á við og vinstri hendi vísar beint upp þegar hringurinn byrjar, en báðar jafnast í venjulega stöðu þegar hringurinn endar. Á 5,6,7,8 gerum við síðan 4 snöggar Maya hreyfingar h/v/h/v og hendur fylgja hreyfingunum sitt hvorumegin, fyrst upp með mjöðm og svo út með henni.
  4. Tyllum núna hægri fæti á ská út til hliðar og skvettum mjöðm á 1, hendur vísa þá báðar beint út til vinstri og vinstri hendin hvílir ofan á þeirri hægri. Á 2,3,4, að þá stígum við niður á hægri fót á 2 og hendur opnast út til hliðanna, á 5 að þá tyllum við vinstri fæti út á ská og skvettum mjöðm og hendur vísa núna út til hægri og vinstri hendi hvílir á þeirri hægri eins og áðan. 6,7,8 notum við til að draga vinstri fót inn og skipta um stöðu á handleggjum þannig að núna vísar vinstri beint upp og sá hægri vísar til vinstri þvert yfir líkamann. Á 1 að þá höldum við þessari stöðu með höndunum og tyllum aftur hægri fæti út og skvettum mjöðm og notum 2,3,4, til að skipta um stöðu á handleggjum þannig að sá hægri vísi beint upp og vinstri þvert yfir líkama til hægri og á 5 að þá tyllum við v/f og skvettum mjöðm. 6,7,8 notum við til að draga inn v/f og við slökum hendur niður með því að láta þær krossa fyrir framan líkamann og blöktum þeim síðan aðeins út til hliðanna á 7,8 til að brúa yfir í næsta spor.
  5. Hagella eða L sporið er næst og v/byrjum með h/f fram og hægri aftur á 1-4 og hendur vísa beint út frá búk í axlarhæð og handarbök snúa saman á 1,2 og síðan opnast þeir og sveigjast niður með hliðum og lófar snúa í rest út frá mjöðmum, snúum okkur í kvarthring til v/ og gerum alveg eins þar, snúum í kvarthring aftur til v/og eins þar og í síðasta skipti aftur í kvarthring til vinstri og endurtökum þar í 4 skiptið. Næst snúum við fram og förum upp á tábergið og gerum 3 camel út til hægri hliðar á 1-6 og á 7 tyllum við hægri fæti snöggt út til hægri hliðar og teygjum hægri hendi með og drögum hvorutveggja inn á 8 og endurtökum strax það sama yfir til vinstri.
  6. Skvettuspor með mjöðmum eins og í spori #5, nema að núna eru hendur þannig að þegar hægri fótur tyllir út að þá er vinstri hendi við vinstri hlið höfuðs og hægri vísar út til vinstri þvert yfir líkama. Síðan þegar að vinstri fótur tyllir út til v/ að þá fer h/hendi upp að hægri hlið höfuðs og v/handleggur vísar þvert yfir líkamann til hægri.
    Síðan í endurtekningunni að þá vísar vinstri handleggur beint upp og hægri handleggur vísar beint fram út frá búk í axlarhæð og í skiptingunni að á vísar hægri hendi beint upp og vinstri handleggur beint fram.
  7. Hringur til hægri og h/hendi sveiflast f ofan höfuð og maya h/v/h/v og hendur fylgja með. Hringur til vinstri alveg eins og maya h/v/h/v og hendur fylgja með.
  8. Labbað framávið með pelvis camel (4 p.camel hreyfingar) og hendur í hringi með. Snúa í hægri hring beint tilbaka aftur og hendur bara út með hliðum, en þær enda uppi í hálfgerðum hring f/ofan höfuð þegar hringur endar og vinstri hlið líkamans snýr fram og 4 basic egypt hreyfingar m/v/mjöðm.
  9. Slá niður m/mjöðm fyrst á v/hlið og síðan á hægri og hendur, ein beint upp og hin beint út frá öxl. Endurtekið á v/hlið og líka á hægri og núna slær mjöðm upp en hendur eru eins.
  10. Vinstri hönd fer við höfuð og hægri á mjöðm og basic egypt m/sparki x 4 (8 taktar). 2 snöggir hringir m/hægri mjöðm og síðan bylgja upp og svo niður á búk. Endurtaka hringina og bylgjuna aftur.
  11. 4 camel í hægra hornið á tánum og hendur bylgjast með út frá hliðum. Skipta í vinstra hornið og 4 camel þangað alveg eins. Síðan er það spánska sporið aftur á bak og það byrjar m/hægri fæti tylltum út til hliðar og v/hendi vísar beint upp og hægri handleggur vísar til vinstri þvert yfir líkama. Svo krossar hægri fótur aftur fyrir vinstri fót og endurtekið sporið á v/hlið. Síðan aftur til hægri og aftur til vinstri, og sporin afturábak eru stór til að hafa nóg pláss til að labba fram.
  12. Núna er labbað fram aftur og byrjað m/hægri fæti sem krossar fram yfir þann vinstri og enda með lyftu á vinstri fæti sem krossar þá fram yfir hægri fót til að labba til hægri. Endurtekið svo aftur til vinstri og líka hægri. En það er mjög lítil lyfta í lokin á síðasta labbi, því að þá byrjum við strax á opposite maya. Byrjum opposite maya með v/mjöðm og á fyrstu 4 að þá rúlla hendur upp m/hliðum og á næstu 3 að þá rúlla hendur niður f/framan líkama og þær enda á því á 7,8 að krossa f/framan líkamann til að komast í stöðu út frá hliðum tilbúnar fyrir brjóstkassasporið.
  13. Brjóstkassaspor (s.s. brjóstkassi lyftist snöggt fram og dettur niður á 1) fyrst fram, svo krossa til vinstri, síðan til hægri og síðast aftur beint fram.
  14. Afturábak átta með shimmy J byrja með hægri mjöðm aftur. Á 7,8 þá að lyfta höndum beint upp og snúa líkamanum í hálfhring til vinstri og þá snýr bakhluti í áhorfendur. Gera þá aftur afturábak áttu með shimmy og byrja aftur m/hægri mjöðm og gera núna í heila 8 takta (1,2 á sitthvorri mjöðm)
  15. Spánska spor fyrst m/hægri fót tylltan út, vinstri handleggur liggur niður m/vinstri hlið og hægri handleggur vísar yfir til vinstri þvert yfir líkama, síðan alveg eins til vinstri. Snúa kvarthring til vinstri og endurtaka báðum megin þar, fyrst hægri og svo vinstri. Snúa kvarthring til vinstri aftur og þá snýr maður beint fram og endurtaka spánska spor í síðasta skipti, fyrst til hægri og svo vinstri.
  16. Snúa í ¾ hring til vinstri, með því að krossa hægri fót framyfir vinstri og snúa og hægri handleggur vísar niður í byrjun hrings og vinstri beint upp. Enda hringinn með vinstri hlið í áhorfendur og hægri hendi á höfði og vinstri á mjöðm. Slá niður v/mjöðm og síðan skipta og gera hægri..... skipta svo aftur og slá núna upp hægri og svo vinstri. Stíga síðan saman með fætur, þannig að maður snýr fram og bylgja höndum aðeins til beggja hliða til að brúa yfir í síðasta sporið.
  17. Teygjum hægri fót og hægri hendi út til hliðar, síðan vinstri alveg eins, síðan beint fram með hægri fót og hægri hendi, og síðan með vinstri fæti og vinstri hendi beint afturábak og svo snögglega snúa fram úr þessari teygju og pósa með hægri fót á tábergi og hægri endi vísar beint niður og sú vintri beint upp og höfuð skvettist svolítið fram í lokapósuna.

ENDIR

JÓHANNA J.


Þessum svarhala hefur verið lokað. Kærar þakkir til þeirra sem tóku þátt í umræðunni.


 

Flakk um vefsvæðið



 

 

Yfirlit yfir þetta skjal

(Atriðin í listanum vísa á ákveðna kafla ofar á síðunni.)