Sjúkraþjálfun
Fór í sjúkraþjálfun í gær ... ég á að vera dugleg að gera styrktaræfingarnar fyrir spjaldhrygginn, en að forðast magadans og karate amk. fram að næsta tíma, sem er eftir tvær vikur.
Það er eins gott að það er einhver sem hefur vit fyrir mér, því ekki hef ég það sjálf. Í fyrsta magadanstímanum mínum eftir hlé á mánudaginn, kvaldist ég í mörgum æfingum, ss. við að hoppa á öðrum fæti, hoppa jafnfætis, að gera áttur, camel, shimmi, teygja mig upp o.s.frv. En það var samt ekki fyrr en sjúkraþjálfarinn sagði það, að ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að bíða með að æfa þar til ég er orðin góð í bakinu!
Ég ætla samt að mæta á mánudögum hér eftir og amk. skrifa niður þá dansa sem bætast við núna og skella þeim svo inn á síðuna fyrir ykkur hinar sem gætuð notið góðs af!