Sharif
Hér koma sporin að nýja dansinum, Sharif, eins og ég skrifaði þau niður í kvöld ... endilega hjálpiði mér með dansinn stelpur, ef þið sjáið að eitthvað vantar eða er vitlaust látiði mig vita svo ég geti betrumbætt hann, þetta er engan veginn í endanlegri mynd ennþá.
Takk takk og vesgú:
Tónlistin byrjar strax svakalega þrungin spennu og ástríðu ... þegar við heyrum dramatískan tón, í 12.sekúntu lagsins, þá hefst leikurinn .. við erum með slæðu sem haldið er á eins og á kaðli eða reipi, laust þó, hendleggir okkar liggja beint út til hliðanna, slæðan er létt-strengd á bakvið okkur og liggur hvor endi slæðunnar niður úr sitt hvorum lófanum.
- með hendur út til hliðanna, stígum við ákveðið fram með hægri, og svo áfram með vinstri
- flögrum létt með báðar hendur upp og niður, krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri og horfum upp í loft í snúningnum
- endurtökum, flögrum létt með báðar hendur upp og niður, krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri og horfum upp í loft í snúningnum
- stíga fram með hægri fæti og kippa hægri hendi upp með slæðunni í leiðinni
- stíga fram með vinstri fæti og kippa vinstri hendi upp með slæðunni í leiðinni
- stíga fram með hægri fæti og kippa báðum höndum upp með slæðunni í leiðinni
- dýfa sér rólega í pósu: teygja vinstri fót út til hliðar, báðar hendur upp til hægri og horfa upp
- hendur enn uppi, gera shimmi-afturábak-áttur: h,v,h,v
- hoppa létt og lenda með hægri fót krossaðan framfyrir þann vinstri, hendur síga með niður til hliðanna, og snúa í heilan hring til vinstri
- hendur út til hliðanna, gera shimmi-afturábak-áttur: h,v,h,v
- flögrum létt með báðar hendur upp og niður, krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri
- gerum maya x3
- færum slæðuna rólega fram fyrir okkur hægra megin, og gerum stóra hringhreyfingu með búknum (svolítið eins og við séum að reyna að forðast slæðuna), en slæðan hangir þá í fallegum boga fyrir framan okkur
- gerum framáttur x3, h,v,h
- snúum á ská til vinstri og gerum 2x camel, snúum á ská til hægri og gerum 2x camel
- stígum yfir slæðuna með hægri fyrst, svo með vinstri, og tylla svo vinstri tá í gólfið
- handleggir þétt að líkamanum, fingur vísa út til hliðanna og lófar vísa í gólfið; yppum öxlum á víxl: h,v,h,v,h,v,h,v
- göngum mjúklega í hring til vinstri, með báðar hendur út til hliðanna og endum með hendur (og slæðuenda) á vinstri mjöðm
- göngum í hring til hægri, með hægri hendi út til hliðar og endum með hendur (og slæðuenda) á hægri mjöðm, og lítum snöggvast uppí loft
- göngum í hring til vinstri, með báðar hendur út til hliðanna og endum með hendur (og slæðuenda) á vinstri mjöðm
- göngum í hring til hægri, með hægri hendi út til hliðar og endum með hendur (og slæðuenda) á hægri mjöðm, og lítum snöggvast uppí loft
- stöndum þráðbeinar með hendur út til hliðanna, gerum snöggt:
snúum slæðu í hægri hendi í tvo litla hringi framávið,
hoppum beint upp með henur út til hliðanna
hoppum upp, kippum slæðunni upp með hægri hendi, og lendum á hægra fæti, sá vinstri er beygður upp - spor til hægri: tylla vinstri tá á bakvið hægri fót og spyrna til hægri, lenda með þungann á hægra fæti, vinstri mjöðmina út og kasta slæðunni upp með hægri hendi í leiðinni (x4)
- standa beinar fram með hendur út til hliðanna: tylla hægri tá fram í gólf og tvista hægri mjöðm fram, tylla vinstri tá fram í gólf og tvista vinstri mjöðm
- ganga til vinstri, stór skref: krossa hægra fæti fram fyrir (vistri stígur til hliðar), aftur fyrir (vistri stígur til hliðar), fram fyrir (vistri stígur til hliðar), stíga saman og gera pent ballett-slæðu-hopp til vinstri og lenda á vinstra fæti
- færa slæðuna fram fyrir okkur hægra megin við okkur og svo aftur fyrir vinstra megin í slæðuhring
- ganga fram með "basic-egypt-twist sporum" h,v,h,v
- ganga afturábak með "basic-egypt-side sporum" h,v,h,v
- ?shimmi?
- stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, stíga til baka með hægri fót, axlashimmi
krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi
stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, stíga til baka með hægri fót, axlashimmi
krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi - stöndum þráðbeinar með hendur út til hliðanna, gerum snöggt:
snúum slæðu í vinstri hendi í tvo litla hringi framávið,
hoppum beint upp með henur út til hliðanna
hoppum upp, kippum slæðunni upp með vinstri hendi, og lendum á vinstra fæti, sá hægri er beygður upp - spor til vinstri: tylla hægri tá á bakvið vinstri fót og spyrna til vinstri, lenda með þungann á vinstra fæti, hægri mjöðmina út og kasta slæðunni upp með vinstri hendi í leiðinni (x4)
- standa beinar fram með hendur út til hliðanna: tylla vinstri tá fram í gólf og tvista vinstri mjöðm fram, tylla hægri tá fram í gólf og tvista hægri mjöðm
- ganga til hægri, stór skref: krossa vinstra fæti fram fyrir (hægri stígur til hliðar), aftur fyrir (hægri stígur til hliðar), fram fyrir (hægri stígur til hliðar), stíga saman og gera pent ballett-slæðu-hopp til hægri og lenda á hægra fæti
- færa slæðuna fram fyrir okkur hægra megin við okkur og svo aftur fyrir vinstra megin í slæðuhring
- ganga fram með "basic-egypt-twist sporum" h,v,h,v
- ganga afturábak með "basic-egypt-side sporum" h,v,h,v og sveifla höndum slæðum allaf á mjöðm frá spori
- shimmi-camel spor (á barbí-tám):
stígum hægra fæti fram á ská til vinstri, gerum "shimmicamel"
stígum hægra fæti afturfyrir þann vinstri, vinstri stígur niður þar sem hann er og hægri stígur fram á ská til hægri, gerum "shimmicamel"
stígum hægra fæti afturfyrir þann vinstri, vinstri stígur niður þar sem hann er og hægri stígur beint fram, gerum "shimmicamel" - með hendur út til beggja hliða, snúum við í 2x hringi til vinstri á staðnum
- með vinstri hendi út til vinstri, snúum við í 2x "aeroplane"hringi til vinstri á staðnum (þá mokar hægri hendin ákveðið niður þegar við snúum hægri hliðinni að speglum í hringnum)
- vinstri fótur krossar fram fyrir þann hægri, hægri stígur til hægri og við gerum pent ballett-slæðu-hopp til hægri og lendum á hægra fæti
- hægri fótur krossar fram fyrir þann vinstri, vinstri stígur til vinstri og við gerum pent ballett-slæðu-hopp til vinstri og lendum á vinstra fæti
- færa slæðuna fram fyrir okkur hægra megin við okkur og svo aftur fyrir vinstra megin í slæðuhring
- sleppa takinu á slæðunni með vinstri hendi og teiknið stóra 8 með henni með hægri hendi: upp til vinsti, upp til hægri, upp til vinstri, upp til hægri, teikna svo tvo hringi til viðbótar til hægri áður en við sleppum henni ... og hún flögrar létt til jarðar
- í stellingu á réttum takti: snúa til vinstri, vinstri hendi uppi, hægri fram, hægri tá í gólfi,
blikka - basic egypt:
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt - flókinn snúningur:
stíga hægra fæti niður (og snúa baki í spegla),
dýfa höndum til hægri, vinstri hendi verður svo eftir við solar plexus, en hægri hendi fer upp
snúa þannig í 1/2 hring til vinstri
snúa úlnliðm í 2x hringi að okkur á meðan við stígum aftur og fram (X-hands) og endum ákveðið í stellingunni: snúa til hægri, hægri hendi uppi, vinstri fram, vinstri tá í gólfi - basic egypt:
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt
basic egypt með dýfu og sparki
venjulegt basic egypt - fara rólega niður og gera 4x maya í leiðinni, svo 3x húla með áherslu á "naflann inn", áttundi takturinn er svo þegar við látum okkur detta niður í að krjúpa
- förum rólega upp aftur með opposite-maya
- stíga aftur á bak x2 lítil skref, hendur upp, shimmi, kikna í hnjám og olnbogum
- snúa 90° til vinstri, stíga aftur á bak x2 lítil skref, hendur upp, shimmi, kikna í hnjám og olnbogum
- stíga hægra fæti til hægri, teygja hægri hendi niður í sveiflu með, stíga til baka og snúa baki í spegla með hendur upp og gera 2x húlahringi
krossa vinstra fæti aftur fyrir hægri fót og stíga í hann á meðan við sveiflum vinstri hendi niður með, stígum til baka og snúum bkai í spegla með hendur upp og gerum 2x húlahringi
krossa hægra fæti afturfyrir þann vinstri og stíga í hann á meðan við teygjum hægri hendi niður í sveiflu með, stíga til baka og snúa baki í spegla með hendur upp og gera 2x húlahringi
krossa vinstra fæti aftur fyrir hægri fót og stíga í hann á meðan við sveiflum vinstri hendi niður með, stígum til baka og snúum bkai í spegla með hendur upp og gerum 2x húlahringi - hendur uppi, snúa fram og stíga hægra fæti út til hægri með opposite-maya-mjaðmalykkju, stíga saman aftur, gera 2x húlahringi
hendur uppi, stíga vinstra fæti út til vinstri með opposite-maya mjaðmalykkju, stíga saman aftur, gera 2x húlahringi vinstri hendi uppi og hægri hendi út til hægri, stíga hægra fæti út til hægri með opposite-maya-mjaðmalykkju, stíga saman aftur, gera 2x húlahringi
vinstri hendi út til vinstri og sú hægri kjurr út til hægri, stíga vinstra fæti út til vinstri með opposite-maya mjaðmalykkju, stíga saman aftur, gera 2x húlahringi
... og þá erum við komnar ca. 3:15 inní lagið af 7:32!
Svör frá lesendum (3)
Berglind Ösp svarar:
Sæl ég tók eftir nokkrum atriðum sem voru vitlaus eða bara þurftu viðbót:)
Þetta er akkurat öfugt með fæturnar..vinstri fyrst og hægri svo og tylla hægri tá í gólfið
við förum ekki í hring fyrst..við pósum þannig að við setjum hægri fót út til hliðar um leið og við færum hægri höndina að vinstri mjöð (vinstri höndin er þar)
stöndum þráðbeinar með hendur út til hliðanna, gerum snöggt: snúum slæðu í hægri hendi í tvo litla hringi framávið, hoppum beint upp með henur út til hliðanna hoppum upp, kippum slæðunni upp með hægri hendi, og lendum á hægra fæti, sá vinstri er beygður upp
Stöndum þráðbeinar með vinstri hönd á vinstri mjöðm, gerum snöggt: snúum slæðu í hægri hendi í tvo litla hringi framávið, hoppum beint upp (vinstri hönd á sama stað) og hægri hönd gerir einn lítinn, snöggan hring framávið, hoppum strax upp, kippum slæðunni upp með hægri hendi, og lendum á hægra fæti, sá vinstri er beygður upp.
í spori 23..gerum þetta held ég 8x
?shimmie? það er shimmie og fært mjöm til vinstri og hægri á meðan, 6x held ég og síðan er tvistað 1x held ég og pelvis camel upp
stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, stíga til baka með hægri fót, axlashimmi krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, stíga til baka með hægri fót, axlashimmi krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi
stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, þá fara hendur næstum saman fyrir framan magann, stíga til baka með hægri fót, lyfta upp vinstri fæti um leið og þú gerir axlashimmi krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi stíga fram með hægri fót á ská til vinstri, þá fara hendur næstum saman fyrir framan magann, stíga til baka með hægri fót, lyfta upp vinstri fæti um leið og þú gerir axlashimmi krossum hægri fót framfyrir þann vinstri og snúum í heilan hring til vinstri, axlashimmi
31 stöndum þráðbeinar með hendur út til hliðanna, gerum snöggt: snúum slæðu í vinstri hendi í tvo litla hringi framávið, hoppum beint upp með henur út til hliðanna hoppum upp, kippum slæðunni upp með vinstri hendi, og lendum á vinstra fæti, sá hægri er beygður upp
stöndum þráðbeinar með h. hönd á h. mjöð, gerum snöggt: snúum slæðu í vinstri hendi í tvo litla hringi framávið, hoppum beint upp (hægri hönd á sama stað) og vinstri hönd gerir einn lítinn, snöggan hring framávið hoppum strax upp, kippum slæðunni upp með vinstri hendi, og lendum á hægri fæti, sá vinstri er beygður upp
Spor til vinstri: tylla vinstri tá á bakvið hægri fót og spyrna til hægri, lenda með þungann á hægra fæti, vinstri mjöðmina út og kasta slæðunni upp með hægri hendi í leiðinni (x6)
standa beinar fram með hendur út til hliðanna: tylla hægri tá fram í gólf og tvista hægri mjöðm fram, tylla vinstri tá fram í gólf og tvista vinstri mjöðm fram
Ganga afturábak: Tylla út hægri fæti beint út til hægri og færa hægri (og vinstri) hönd að vinstri mjöðm, tylla svo vinstri fæti beint út til vinstri og færa hendur á hægri mjöð, Tylla út hægri fæti beint út til hægri og færa hægri (og vinstri) hönd að vinstri mjöðm, tylla svo vinstri fæti beint út til vinstri og færa hendur á hægri mjöð.
hendur uppi en um leið og snúið er fram og stigið með hægri fæti út til hægri með opposite-maya-mjaðmalykkju, þá fer hægri höndin niður fyrir framan líkamann og upp með hring út til hægri,(vinstri hönd er kjurr uppi) enda með hendur uppi, stíga saman og gera 2x húlahringi hendur uppi, stíga vinstra fæti út til vinstri með opposite-maya mjaðmalykkju, vinstri hönd um leið niður fyrir framan líkamann og upp með hring út til vinstri, (hægri hönd kjurr uppi) enda með hendur uppi, stíga saman aftur, gera 2x húlahringi stigið með hægri fæti út til hægri með opposite-maya-mjaðmalykkju, þá fer hægri höndin niður fyrir framan líkamann og upp með hring út til hægri, enda með hægri hönd út til hliðar en vinstri er enn kjurr uppi, stíga saman og gera 2x húlahringi stigið með vinstri fæti út til vinstri með opposite-maya-mjaðmalykkju, þá fer vinstri höndin niður fyrir framan líkamann og upp með hring út til vinstri, enda með vinstri hönd út til hliðar, hægri hönd er enn kjurr út til hliðar, stíga saman og gera 2x húlahringi
7. október 2007 kl. 22:14 GMT | #
Kristína svarar:
Vá takk fyrir, þetta er ekkert smá ... fer í að laga þetta fyrir kvöldið!
8. október 2007 kl. 10:00 GMT | #
Berglind Ösp svarar:
Ég samt setti inn fyrst það sem þú skrifaðir og svo það sem ég skrifaði fyrir neðan það..þannig að þú setjir óvart ekki bæði inn:P
8. október 2007 kl. 16:57 GMT | #